Með boðorðin tíu út í lífið Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 1. mars 2019 12:15 Drauma gjöf Egils Helga og Stefáns Boga er að komast utan í fótboltaskóla með sameiginlegum vini þeirra úr Víti í Vestmannaeyjum Tvíburarnir Egill Helgi og Stefán Bogi Guðjónssynir fermast í Fella- og Hólakirkju 7. apríl. Margir muna eftir þeim úr sjónvarpsþáttunum Fólkið í blokkinni og bíómyndinni Víti í Vestmannaeyjum en sem knáir knattspyrnumenn spila þeir með Leikni í Efra-Breiðaholti. „Ég ákvað að fermast því ég trúi á Guð og Jesú og vil gera Jesú að leiðtoga lífs míns,“ svarar Stefán Bogi um ástæður þess að hann valdi kirkjulega fermingu í stað borgaralegrar. Egill Helgi tekur í sama streng: „Ég vil fermast til að staðfesta skírn mína því ég trúi á Jesú Krist.“Líður vel í kirkjunni Fermingardagur tvíburanna rennur upp sunnudaginn 7. apríl í Fella- og Hólakirkju en þeir verða fermdir af prestunum Guðmundi Karli Ágústssyni og Jóni Ómari Gunnarssyni. „Það hefur gengið fínt í fermingarfræðslunni. Það sem ég get tekið með mér út í lífið eru helst boðorðin tíu, en ég hélt að fræðslan yrði minni lærdómur en hún er,“ segir Stefán Bogi. Þeir Egill Helgi hafa þurft að sækja tíu messur í tengslum við fermingarfræðsluna. „Mér finnst bara fínt að mæta í messur. Það er kannski ekkert mjög gaman en mér finnst gott að sitja í kirkjunni og hlusta,“ segir Egill Helgi. „Messurnar eru ekki á góðum tíma því það er fótboltaæfing í Egilshöll hálftíma eftir messu. Þær hafa ekki verið það skemmtilegasta sem ég hef gert en mér líður vel í kirkjunni og finnst sérstakt að heyra prestana tóna,“ segir Stefán.Drauma gjöf Egils Helga og Stefáns Boga er að komast utan í fótboltaskóla með sameiginlegum vini þeirra úr Víti í Vestmannaeyjum. MYND/ERNIRFlytur ekki ræðuna einn Fermingarveisla Egils og Stefáns verður haldin á Grand Hótel Reykjavík. „Við ætlum að bjóða upp á bröns-hlaðborð en ég hafði skoðun á því hvað yrði borðað og hvernig skrautið yrði á litinn,“ segir Egill en Stefán hafði minni skoðanir á veisluhaldinu þótt hann hafi fengið að ráða öllu sem hann vildi. „Við bræður erum reyndar sammála um flest. Mér finnst góð tilfinning að fermast með tvíburabróður mínum. Þá verður minni athygli á mér einum í veislunni og í fermingunni sjálfri en við fermumst með bekkjarsystkinum okkar,“ segir Stefán og Egill tekur undir orð bróður síns. „Já, það er fínt að vera ekki einn. Þá þarf ég til dæmis ekki að flytja ræðuna í veislunni einn og ekki að taka einn á móti öllum gestunum,“ segir hann og brosir kankvís. Þeir bræður óttast ekki að bera minna úr býtum þegar kemur að fermingargjöfunum þótt gestirnir þurfi að koma færandi hendi með tvær gjafir. „Óskagjöfin er utanlandsferð svo ég komist til útlanda í fótboltaskóla með Agli bróður og vini mínum, Páli Steinari Guðnasyni sem lék Bjössa í Víti í Vestmannaeyjum. Ef ég fæ mestmegnis peninga mun ég leggja þá inn á bankabók,“ upplýsir Stefán Bogi. „Mig dreymir um það sama,“ segir Egill. „Mig langar að komast í fótboltaskóla í útlöndum með vini mínum Páli og bróður, en gjafirnar eru ekki aðalatriðið sem ég er að hugsa um í sambandi við ferminguna. Ef mér hlotnast peningar mun ég geyma þá til framtíðarinnar.“Með slaufur frá afa sínum Mörgum þykir erfitt að þekkja tvíburabræðurna Egil og Stefán í sundur enda þykja þeir mjög líkir í útliti. „Við verðum ekki eins klæddir á fermingardaginn,“ upplýsir Egill. „Ég verð í gráum jakka, svörtum gallabuxum og hvítri skyrtu en á eftir að finna mér skó, og með svarta slaufu sem afi minn átti þegar hann var á lífi.“ Stefán verður í svörtum gallabuxum, hvítri skyrtu, bláum jakka og svörtum skóm. „Ég verð líka með slaufu sem móðurafi okkar átti. Hann dó áður en við fæddumst, fyrir tuttugu árum og var bara 56 ára gamall. Hann kynntist okkur því aldrei né við honum en hann var mikið snyrtimenni og átti mikið af sparifatnaði, þar á meðal mjög mikið af slaufum og bindum,“ útskýrir Stefán. „Þegar við vorum að ræða saman um hvernig við vildum vera klæddir á fermingardaginn kom í ljós að við vildum báðir vera með slaufu. Þá datt mömmu í hug að við bærum slaufur frá afa. Með því yrði hluti af afa með okkur á fermingardaginn þótt hann sé ekki lengur hjá okkur í lífinu,“ segir Egill, en fermingardag bræðranna ber næstum upp á dag tuttugu árum eftir að afi þeirra lést. Einnig vill svo skemmtilega til að á fermingardaginn eiga foreldrar strákanna, þau Ragnheiður Arna Höskuldsdóttir og Guðjón Helgason, tólf ára brúðkaupsafmæli.Hlakka til að játa trúna Stundum er sagt að börn komist í fullorðinna manna tölu við fermingu. „Ég held að það sé rétt að vissu leyti,“ segir Stefán. „Maður hugsar kannski sjálfur að maður sé orðinn eitthvað fullorðinn fyrst maður er búinn að fermast, en ég held samt að það breyti ekki mjög miklu.“ Egill er á öndverðum meiði í þessum hugleiðingum. „Nei, ég held ég þroskist ekki við ferminguna. Maður þroskast bara með tímanum.“ Fermingardrengirnir hafa ólík framtíðarplön. „Ég ætla að verða stúdent og reyna svo að komast í háskóla í Danmörku. Það er svo margt sem kemur til greina að ég er ekki tilbúinn að velja strax hvað ég ætla að verða,“ segir Stefán. „Framtíðarplönin eru engin eins og er,“ segir Egill. „Ég sé bara til hvað gerist.“ Báðir hlakka mikið til fermingardagsins. „Ég hlakka til að vera búinn að taka þessa ákvörðun, að fermast. En á fermingardaginn sjálfan; ætli það sé ekki að opna gjafirnar. Þótt þær skipti ekki miklu máli þá er samt alltaf gaman að fá gjafir,“ segir Egill og Stefán er sama sinnis. „Maður hlakkar náttúrlega alltaf til að opna gjafir þannig að ég hlakka til þess. Og síðan að játa trúna,“ segir Stefán. Birtist í Fréttablaðinu Þjóðkirkjan Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Steinhissa en verður Dumbledore Lífið Rappar um vímu Lífið Fleiri fréttir Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Sjá meira
Tvíburarnir Egill Helgi og Stefán Bogi Guðjónssynir fermast í Fella- og Hólakirkju 7. apríl. Margir muna eftir þeim úr sjónvarpsþáttunum Fólkið í blokkinni og bíómyndinni Víti í Vestmannaeyjum en sem knáir knattspyrnumenn spila þeir með Leikni í Efra-Breiðaholti. „Ég ákvað að fermast því ég trúi á Guð og Jesú og vil gera Jesú að leiðtoga lífs míns,“ svarar Stefán Bogi um ástæður þess að hann valdi kirkjulega fermingu í stað borgaralegrar. Egill Helgi tekur í sama streng: „Ég vil fermast til að staðfesta skírn mína því ég trúi á Jesú Krist.“Líður vel í kirkjunni Fermingardagur tvíburanna rennur upp sunnudaginn 7. apríl í Fella- og Hólakirkju en þeir verða fermdir af prestunum Guðmundi Karli Ágústssyni og Jóni Ómari Gunnarssyni. „Það hefur gengið fínt í fermingarfræðslunni. Það sem ég get tekið með mér út í lífið eru helst boðorðin tíu, en ég hélt að fræðslan yrði minni lærdómur en hún er,“ segir Stefán Bogi. Þeir Egill Helgi hafa þurft að sækja tíu messur í tengslum við fermingarfræðsluna. „Mér finnst bara fínt að mæta í messur. Það er kannski ekkert mjög gaman en mér finnst gott að sitja í kirkjunni og hlusta,“ segir Egill Helgi. „Messurnar eru ekki á góðum tíma því það er fótboltaæfing í Egilshöll hálftíma eftir messu. Þær hafa ekki verið það skemmtilegasta sem ég hef gert en mér líður vel í kirkjunni og finnst sérstakt að heyra prestana tóna,“ segir Stefán.Drauma gjöf Egils Helga og Stefáns Boga er að komast utan í fótboltaskóla með sameiginlegum vini þeirra úr Víti í Vestmannaeyjum. MYND/ERNIRFlytur ekki ræðuna einn Fermingarveisla Egils og Stefáns verður haldin á Grand Hótel Reykjavík. „Við ætlum að bjóða upp á bröns-hlaðborð en ég hafði skoðun á því hvað yrði borðað og hvernig skrautið yrði á litinn,“ segir Egill en Stefán hafði minni skoðanir á veisluhaldinu þótt hann hafi fengið að ráða öllu sem hann vildi. „Við bræður erum reyndar sammála um flest. Mér finnst góð tilfinning að fermast með tvíburabróður mínum. Þá verður minni athygli á mér einum í veislunni og í fermingunni sjálfri en við fermumst með bekkjarsystkinum okkar,“ segir Stefán og Egill tekur undir orð bróður síns. „Já, það er fínt að vera ekki einn. Þá þarf ég til dæmis ekki að flytja ræðuna í veislunni einn og ekki að taka einn á móti öllum gestunum,“ segir hann og brosir kankvís. Þeir bræður óttast ekki að bera minna úr býtum þegar kemur að fermingargjöfunum þótt gestirnir þurfi að koma færandi hendi með tvær gjafir. „Óskagjöfin er utanlandsferð svo ég komist til útlanda í fótboltaskóla með Agli bróður og vini mínum, Páli Steinari Guðnasyni sem lék Bjössa í Víti í Vestmannaeyjum. Ef ég fæ mestmegnis peninga mun ég leggja þá inn á bankabók,“ upplýsir Stefán Bogi. „Mig dreymir um það sama,“ segir Egill. „Mig langar að komast í fótboltaskóla í útlöndum með vini mínum Páli og bróður, en gjafirnar eru ekki aðalatriðið sem ég er að hugsa um í sambandi við ferminguna. Ef mér hlotnast peningar mun ég geyma þá til framtíðarinnar.“Með slaufur frá afa sínum Mörgum þykir erfitt að þekkja tvíburabræðurna Egil og Stefán í sundur enda þykja þeir mjög líkir í útliti. „Við verðum ekki eins klæddir á fermingardaginn,“ upplýsir Egill. „Ég verð í gráum jakka, svörtum gallabuxum og hvítri skyrtu en á eftir að finna mér skó, og með svarta slaufu sem afi minn átti þegar hann var á lífi.“ Stefán verður í svörtum gallabuxum, hvítri skyrtu, bláum jakka og svörtum skóm. „Ég verð líka með slaufu sem móðurafi okkar átti. Hann dó áður en við fæddumst, fyrir tuttugu árum og var bara 56 ára gamall. Hann kynntist okkur því aldrei né við honum en hann var mikið snyrtimenni og átti mikið af sparifatnaði, þar á meðal mjög mikið af slaufum og bindum,“ útskýrir Stefán. „Þegar við vorum að ræða saman um hvernig við vildum vera klæddir á fermingardaginn kom í ljós að við vildum báðir vera með slaufu. Þá datt mömmu í hug að við bærum slaufur frá afa. Með því yrði hluti af afa með okkur á fermingardaginn þótt hann sé ekki lengur hjá okkur í lífinu,“ segir Egill, en fermingardag bræðranna ber næstum upp á dag tuttugu árum eftir að afi þeirra lést. Einnig vill svo skemmtilega til að á fermingardaginn eiga foreldrar strákanna, þau Ragnheiður Arna Höskuldsdóttir og Guðjón Helgason, tólf ára brúðkaupsafmæli.Hlakka til að játa trúna Stundum er sagt að börn komist í fullorðinna manna tölu við fermingu. „Ég held að það sé rétt að vissu leyti,“ segir Stefán. „Maður hugsar kannski sjálfur að maður sé orðinn eitthvað fullorðinn fyrst maður er búinn að fermast, en ég held samt að það breyti ekki mjög miklu.“ Egill er á öndverðum meiði í þessum hugleiðingum. „Nei, ég held ég þroskist ekki við ferminguna. Maður þroskast bara með tímanum.“ Fermingardrengirnir hafa ólík framtíðarplön. „Ég ætla að verða stúdent og reyna svo að komast í háskóla í Danmörku. Það er svo margt sem kemur til greina að ég er ekki tilbúinn að velja strax hvað ég ætla að verða,“ segir Stefán. „Framtíðarplönin eru engin eins og er,“ segir Egill. „Ég sé bara til hvað gerist.“ Báðir hlakka mikið til fermingardagsins. „Ég hlakka til að vera búinn að taka þessa ákvörðun, að fermast. En á fermingardaginn sjálfan; ætli það sé ekki að opna gjafirnar. Þótt þær skipti ekki miklu máli þá er samt alltaf gaman að fá gjafir,“ segir Egill og Stefán er sama sinnis. „Maður hlakkar náttúrlega alltaf til að opna gjafir þannig að ég hlakka til þess. Og síðan að játa trúna,“ segir Stefán.
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðkirkjan Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Steinhissa en verður Dumbledore Lífið Rappar um vímu Lífið Fleiri fréttir Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Sjá meira