Verja hálfum milljarði í list á Landspítalanum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 31. janúar 2019 06:00 Klæðning sjúkrahótelsins telst listaverk. Talsvert fé þarf í listfegrun á spítalanum líka. Vísir/vilhelm Gert er ráð fyrir að 544,6 milljónum króna verði varið í listskreytingar nýbygginga Landspítalans á Hringbraut á næstu árum. Lögum samkvæmt ber að verja sem nemur að minnsta kosti einu prósenti af heildarbyggingarkostnaði opinberra nýbygginga til listaverka í og við þær. Í kostnaðaráætlun Nýja Landspítalans er gert ráð fyrir að verja þessu lágmarki til listfegrunar. Þetta ákvæði myndlistarlaga komst í umræðuna á ný á dögunum eftir að Fréttablaðið greindi frá tilfærslu á nektarlistaverkum Seðlabanka Íslands. RÚV greindi þá frá því að Listskreytingasjóður ríkisins væri tómur og hefði ekki getað sinnt lögbundnu hlutverki sínu í nærri áratug vegna niðurskurðar. Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf., segir að upphæðin miðist við listskreytingar vegna meðferðarkjarna, rannsóknarhúss, bílastæða-, skrifstofu- og tæknihúss sem séu á tímalínu 2019 til 2025. Upphæðin er töluverð enda er um að ræða eina stærstu og dýrustu opinberu framkvæmd Íslandssögunnar, upp á áætlaða 54,4 milljarða króna. En það er ekki endilega svo að veggir verði fylltir frá lofti til gólfs af málverkum eða hvert einasta skúmaskot af skúlptúrum. Í framkvæmdinni við Sjúkrahótelið við Hringbraut var þetta ákvæði laga uppfyllt þannig að steinklæðning hússins telst listskreyting þess. Verkið, sem kallast Berg, er unnið af Finnboga Péturssyni myndlistarmanni samkvæmt leiðbeiningum frá Listskreytingasjóði. Ekki fæst uppgefið hver kostnaðurinn við klæðninguna er en afhending hússins hefur dregist verulega, meðal annars vegna klæðningarinnar. Þá hafa deilur við verktaka, sem eru nú fyrir gerðardómi, sett strik í reikninginn. Gunnar segir að sjúkrahótelið verði afhent stjórnvöldum í dag og þá muni kostnaðurinn sem fyrir liggur verða upplýstur. Þrátt fyrir að leitað verði faglegrar ráðgjafar hjá stjórn Listskreytingasjóðs, sem tilnefnir fulltrúa til að sinna samráði og ráðgjöf, er endanleg ákvörðun um val listaverka í höndum verkkaupa að fenginni faglegri ráðgjöf. „Kostnaður við ráðgjöf og val á listaverki skal rúmast innan þeirra fjárveitinga sem áætlaðar voru til verksins á fjárlögum. Í hönnunarsamningi meðferðarkjarna er gert ráð fyrir að halda m.a. samkeppni meðal listamanna um listskreytingar í samvinnu við Listskreytingasjóð,“ segir í svari Nýja Landspítalans ohf. við fyrirspurn Fréttablaðsins Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Menning Tengdar fréttir Fylgir reglum um að fegra byggingar og umhverfi Ritstjóri Seðlabankans segir bankann vera með listaverkaeign sinni að fylgja viðmiðum og stefnum sem opinberir aðilar hafi sett. 23. janúar 2019 23:30 Seðlabankinn á átta verk eftir Rósu Ingólfs Bókfært virði skráð 100 milljónir á tilkomumiklu listaverkasafni Seðlabankans. 24. janúar 2019 08:13 Segir sorglegt að sjá #freethenipple notað til réttlætingar Nanna Hermannsdóttir, ein þeirra sem stóðu að baki #freethenipple byltingunni á sínum tíma, segir sorglegt að heyra fólk nota nafn brjóstabyltingarinnar til þess að réttlæta sjónarmið sem hún sneri í raun gegn. 22. janúar 2019 10:28 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Gert er ráð fyrir að 544,6 milljónum króna verði varið í listskreytingar nýbygginga Landspítalans á Hringbraut á næstu árum. Lögum samkvæmt ber að verja sem nemur að minnsta kosti einu prósenti af heildarbyggingarkostnaði opinberra nýbygginga til listaverka í og við þær. Í kostnaðaráætlun Nýja Landspítalans er gert ráð fyrir að verja þessu lágmarki til listfegrunar. Þetta ákvæði myndlistarlaga komst í umræðuna á ný á dögunum eftir að Fréttablaðið greindi frá tilfærslu á nektarlistaverkum Seðlabanka Íslands. RÚV greindi þá frá því að Listskreytingasjóður ríkisins væri tómur og hefði ekki getað sinnt lögbundnu hlutverki sínu í nærri áratug vegna niðurskurðar. Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf., segir að upphæðin miðist við listskreytingar vegna meðferðarkjarna, rannsóknarhúss, bílastæða-, skrifstofu- og tæknihúss sem séu á tímalínu 2019 til 2025. Upphæðin er töluverð enda er um að ræða eina stærstu og dýrustu opinberu framkvæmd Íslandssögunnar, upp á áætlaða 54,4 milljarða króna. En það er ekki endilega svo að veggir verði fylltir frá lofti til gólfs af málverkum eða hvert einasta skúmaskot af skúlptúrum. Í framkvæmdinni við Sjúkrahótelið við Hringbraut var þetta ákvæði laga uppfyllt þannig að steinklæðning hússins telst listskreyting þess. Verkið, sem kallast Berg, er unnið af Finnboga Péturssyni myndlistarmanni samkvæmt leiðbeiningum frá Listskreytingasjóði. Ekki fæst uppgefið hver kostnaðurinn við klæðninguna er en afhending hússins hefur dregist verulega, meðal annars vegna klæðningarinnar. Þá hafa deilur við verktaka, sem eru nú fyrir gerðardómi, sett strik í reikninginn. Gunnar segir að sjúkrahótelið verði afhent stjórnvöldum í dag og þá muni kostnaðurinn sem fyrir liggur verða upplýstur. Þrátt fyrir að leitað verði faglegrar ráðgjafar hjá stjórn Listskreytingasjóðs, sem tilnefnir fulltrúa til að sinna samráði og ráðgjöf, er endanleg ákvörðun um val listaverka í höndum verkkaupa að fenginni faglegri ráðgjöf. „Kostnaður við ráðgjöf og val á listaverki skal rúmast innan þeirra fjárveitinga sem áætlaðar voru til verksins á fjárlögum. Í hönnunarsamningi meðferðarkjarna er gert ráð fyrir að halda m.a. samkeppni meðal listamanna um listskreytingar í samvinnu við Listskreytingasjóð,“ segir í svari Nýja Landspítalans ohf. við fyrirspurn Fréttablaðsins
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Menning Tengdar fréttir Fylgir reglum um að fegra byggingar og umhverfi Ritstjóri Seðlabankans segir bankann vera með listaverkaeign sinni að fylgja viðmiðum og stefnum sem opinberir aðilar hafi sett. 23. janúar 2019 23:30 Seðlabankinn á átta verk eftir Rósu Ingólfs Bókfært virði skráð 100 milljónir á tilkomumiklu listaverkasafni Seðlabankans. 24. janúar 2019 08:13 Segir sorglegt að sjá #freethenipple notað til réttlætingar Nanna Hermannsdóttir, ein þeirra sem stóðu að baki #freethenipple byltingunni á sínum tíma, segir sorglegt að heyra fólk nota nafn brjóstabyltingarinnar til þess að réttlæta sjónarmið sem hún sneri í raun gegn. 22. janúar 2019 10:28 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Fylgir reglum um að fegra byggingar og umhverfi Ritstjóri Seðlabankans segir bankann vera með listaverkaeign sinni að fylgja viðmiðum og stefnum sem opinberir aðilar hafi sett. 23. janúar 2019 23:30
Seðlabankinn á átta verk eftir Rósu Ingólfs Bókfært virði skráð 100 milljónir á tilkomumiklu listaverkasafni Seðlabankans. 24. janúar 2019 08:13
Segir sorglegt að sjá #freethenipple notað til réttlætingar Nanna Hermannsdóttir, ein þeirra sem stóðu að baki #freethenipple byltingunni á sínum tíma, segir sorglegt að heyra fólk nota nafn brjóstabyltingarinnar til þess að réttlæta sjónarmið sem hún sneri í raun gegn. 22. janúar 2019 10:28