Starfsmaður á sjónvarpsstöð í Pittsburgh missti starfið sitt í gær eftir að hafa gengið aðeins of langt.
Viðkomandi starfsmaður sá um grafíkina hjá CBS-útibúinu í Pittsburgh og ljóst að hann er ekki mikill aðdáandi NFL-stjörnunnar Tom Brady.
Hann setti undir nafn Brady á skjánum „Þekktur svindlari“. Mörgum fannst það fyndið en ekki yfirmönnum hans sem ráku hann.
„Stuðningsmenn mega hafa skoðanir á öllu en við erum fjölmiðill sem þarf að vera hlutlaus. Þetta gekk of langt og því var starfsmaðurinn rekinn,“ sagði í yfirlýsingu frá sjónvarpsstöðinni.
Brady og lið hans, New England Patriots, hafa í gegnum tíðina verið sakað um svindl. Bæði með því að hafa of lítið loft í boltunum á heimavelli og einnig fyrir að njósna um andstæðinga sína.
Hinn 41 árs gamli Brady verður í eldlínunni í Super Bowl á sunnudag en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport.

