Segir systur sína pyntaða í „hryllingshöll“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. janúar 2019 19:06 Loujain Alhathloul hefur verið í fangelsi í Sádi-Arabíu síðan í maí í fyrra. Mynd/Facebook Bróðir sádiarabíska aðgerðasinnans Loujain Alhathloul segir systur sína beitta hryllilegu ofbeldi í fangelsi í Sádi-Arabíu. Loujain var handtekin í mars í fyrra en mannréttindasamtök hafa gagnrýnt handtökuna harðlega. Bróðir Loujain, Walid Alhathloul, lýsir fangelsisvist systur sinnar í grein sem birt var á vef bandarísku fréttastofunnar CNN í dag. Walid segir að Loujain hafi tjáð foreldrum þeirra, sem heimsóttu hana nýverið í fangelsið, að hún sé reglulega húðstrýkt, lamin og beitt kynferðisofbeldi í kjallara fangelsisins. Þessum kjallara lýsir Loujain sem „hryllingshöll“. „Þegar Loujain ræddi pyntingarnar við foreldra mína skulfu hendur hennar óstjórnlega. Ég óttast að sársaukinn fylgi henni ævilangt,“ segir Walid í grein sinni. „Litla systir mín segist reglulega húðstrýkt, lamin, pyntuð með raflosti og áreitt. Hún sagði að stundum vektu grímuklæddir menn hana um miðja nótt með ólýsanlegum hótunum.“ Þá heldur Walid því fram að einn rannsakenda í máli Loujain hafi reynt að þvinga hana til að giftast sér og hótað því að hann myndi nauðga henni. Walid biðlar jafnframt til bandarísku söngkonunnar Mariuh Carey, sem kemur fram á tónleikum í Sádi-Arabíu á fimmtudagskvöld, að vekja athygli á máli systur sinnar.Táknmynd nýrra tíma Loujain var ein ellefu baráttukvenna sem handteknar voru í Sádi-Arabíu í maí í fyrra en þær höfðu allar barist fyrir bættum réttindum kvenna í landinu. Eiginmaður Loujain, uppistandarinn Fahad al-Butairi, var einnig handtekinn í fyrra en hjónin voru af mörgum álitin táknmynd nýrra og frjálslegri tíma í Sádi-Arabíu. Vinur hjónanna sagði frá kynnum sínum af þeim, og hvarfi þeirra, í Twitter-færslum sem vöktu mikla athygli í byrjun janúar.A couple years ago, when I was writing for American Dad!, I needed an Arabic speaker for a small part. Our casting director recommended a Saudi comedian, who happened to be in LA for a couple months shooting a tv show. His name is Fahad Albutairi.— Kirk Rudell (@krudell) January 2, 2019 Fjölskylda Loujain, sem nýtur stuðnings mannréttindasamtaka, hefur jafnframt haldið því fram síðustu mánuði að konurnar séu pyntaðar og beittar kynferðisofbeldi í fangelsinu. Þá hafi einn nánasti ráðgjafi Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, verið viðstaddur að minnsta kosti eina yfirheyrslu yfir konunum þar sem pyntingaraðferðum var beitt og hótað einni kvennanna lífláti. Ráðgjafanum, Saud al-Qahtani, hefur jafnframt verið kennt um morðið á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. Sádi-Arabía Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Bróðir sádiarabíska aðgerðasinnans Loujain Alhathloul segir systur sína beitta hryllilegu ofbeldi í fangelsi í Sádi-Arabíu. Loujain var handtekin í mars í fyrra en mannréttindasamtök hafa gagnrýnt handtökuna harðlega. Bróðir Loujain, Walid Alhathloul, lýsir fangelsisvist systur sinnar í grein sem birt var á vef bandarísku fréttastofunnar CNN í dag. Walid segir að Loujain hafi tjáð foreldrum þeirra, sem heimsóttu hana nýverið í fangelsið, að hún sé reglulega húðstrýkt, lamin og beitt kynferðisofbeldi í kjallara fangelsisins. Þessum kjallara lýsir Loujain sem „hryllingshöll“. „Þegar Loujain ræddi pyntingarnar við foreldra mína skulfu hendur hennar óstjórnlega. Ég óttast að sársaukinn fylgi henni ævilangt,“ segir Walid í grein sinni. „Litla systir mín segist reglulega húðstrýkt, lamin, pyntuð með raflosti og áreitt. Hún sagði að stundum vektu grímuklæddir menn hana um miðja nótt með ólýsanlegum hótunum.“ Þá heldur Walid því fram að einn rannsakenda í máli Loujain hafi reynt að þvinga hana til að giftast sér og hótað því að hann myndi nauðga henni. Walid biðlar jafnframt til bandarísku söngkonunnar Mariuh Carey, sem kemur fram á tónleikum í Sádi-Arabíu á fimmtudagskvöld, að vekja athygli á máli systur sinnar.Táknmynd nýrra tíma Loujain var ein ellefu baráttukvenna sem handteknar voru í Sádi-Arabíu í maí í fyrra en þær höfðu allar barist fyrir bættum réttindum kvenna í landinu. Eiginmaður Loujain, uppistandarinn Fahad al-Butairi, var einnig handtekinn í fyrra en hjónin voru af mörgum álitin táknmynd nýrra og frjálslegri tíma í Sádi-Arabíu. Vinur hjónanna sagði frá kynnum sínum af þeim, og hvarfi þeirra, í Twitter-færslum sem vöktu mikla athygli í byrjun janúar.A couple years ago, when I was writing for American Dad!, I needed an Arabic speaker for a small part. Our casting director recommended a Saudi comedian, who happened to be in LA for a couple months shooting a tv show. His name is Fahad Albutairi.— Kirk Rudell (@krudell) January 2, 2019 Fjölskylda Loujain, sem nýtur stuðnings mannréttindasamtaka, hefur jafnframt haldið því fram síðustu mánuði að konurnar séu pyntaðar og beittar kynferðisofbeldi í fangelsinu. Þá hafi einn nánasti ráðgjafi Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, verið viðstaddur að minnsta kosti eina yfirheyrslu yfir konunum þar sem pyntingaraðferðum var beitt og hótað einni kvennanna lífláti. Ráðgjafanum, Saud al-Qahtani, hefur jafnframt verið kennt um morðið á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi.
Sádi-Arabía Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent