Porzingis til Dallas Anton Ingi Leifsson og Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 31. janúar 2019 21:24 Porzingis í fínu fötunum. vísir/getty Adrian Wojnarowski, einn virtasti blaðamaðurinn um NBA-körfuboltann, segir Kristaps Porzingis á leið frá New York Knicks til Dallas Mavericks. Lettinn hávaxni er sagður hafa farið á fund í vikunni með stjórnarmönnum New York Knicks en hann er talinn hafa látið þá vita að honum langaði að komast burt frá félaginu. Á móti því að Porzingis fari til Dallas þá fara í hina áttina þeir Dennis Smith Jr, DeAndre Jordan og Wesley Matthews. Þeir Tim Hardaway Jr, Courtney Lee og Burke fylgja Porzingis með til Dallas. Porzingis hefur verið mikið á meiðslalistanum undanfarið ár. Hann sleit krossbönd og var kominn aftur á völlinn er hann meiddist á nýjan leik eftir troðslu í leik gegn Milwaukee 6. febrúar. Fjölmiðlar vestanhafs telja mislíklegt að Porzingis komist aftur á völlinn á þessu tímabili. Þess vegna má lesa úr þessu að Dallas séu að fórna þessu tímabili að einhverju leyti en þeir eru að senda frá sér þrjá lykilmenn í skiptunum. Það sem þeir eru að fá í staðinn er hinsvegar leikmaður sem á að geta myndað tvíeyki ásamt nýliðanum Luka Doncic sem ætti að geta barist um titillinn í framtíðinni. Til þess að fá Doncic í nýliðavalinu í sumar sendu Dallas í burtu valréttin sinn í næsta nýliðavali með því skilyrði að ef valið yrði eitt af fyrstu fimm myndu þeir halda valréttinum. Eins og staðan er núna eru Dallas með ellefta versta vinningshlutfall deildarinnar og eiga því ekki miklar vonir á að halda valréttinum. Það er þó spurning hvort að sigurhlutfallið muni hrynja eftir að þeir senda frá sér þrjá lykilmenn og þeir gætu því mögulega haldið valréttinum. Aðalbitinn sem New York telja sig vera að fá í skiptunum er eflaust Dennis Smith Jr. Hann var valinn númer 9 í nýliðavalinu vorið 2017 og átti ágætis tímabil í fyrra sem nýliði. Með því að senda hann í burtu eru Dallas að mörgu leyti að segja að þeim finnist Smith ekki passa með Doncic sem er samkvæmt flestum fjölmiðlum vestanhafs talinn líklegastur til að vera valinn nýliði ársins. Í sumar eru ansi margar stjörnunar samningslausar. Þar á meðal eru til dæmis Kevin Durant og Kyrie Irving sem gætu haft áhuga á að fara til New York. Með því að senda í burtu Hardaway og Lee sem eiga meira en eitt ár eftir samningnum sínum fyrir Jordan og Matthews sem eru á samningum sem renna út í sumar eru þeir að búa til ansi mikið pláss undir launaþakinu til að ná í eina jafnvel tvær stjörnur í sumar. New York has agreed with Dallas on trade that includes Kristaps Porzingis, Courtney Lee, Tim Hardaway Jr., for Wesley Matthews, Dennis Smith Jr. and DeAndre Jordan, league sources tell ESPN. Players and agents are being notified of particulars. Deal may include more draft assets.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) January 31, 2019 Sources: All-Star Kristaps Porzingis is planning to inform the Dallas Mavericks his intent is to sign the qualifying offer in restricted free agency this summer.— Shams Charania (@ShamsCharania) January 31, 2019 NBA Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira
Adrian Wojnarowski, einn virtasti blaðamaðurinn um NBA-körfuboltann, segir Kristaps Porzingis á leið frá New York Knicks til Dallas Mavericks. Lettinn hávaxni er sagður hafa farið á fund í vikunni með stjórnarmönnum New York Knicks en hann er talinn hafa látið þá vita að honum langaði að komast burt frá félaginu. Á móti því að Porzingis fari til Dallas þá fara í hina áttina þeir Dennis Smith Jr, DeAndre Jordan og Wesley Matthews. Þeir Tim Hardaway Jr, Courtney Lee og Burke fylgja Porzingis með til Dallas. Porzingis hefur verið mikið á meiðslalistanum undanfarið ár. Hann sleit krossbönd og var kominn aftur á völlinn er hann meiddist á nýjan leik eftir troðslu í leik gegn Milwaukee 6. febrúar. Fjölmiðlar vestanhafs telja mislíklegt að Porzingis komist aftur á völlinn á þessu tímabili. Þess vegna má lesa úr þessu að Dallas séu að fórna þessu tímabili að einhverju leyti en þeir eru að senda frá sér þrjá lykilmenn í skiptunum. Það sem þeir eru að fá í staðinn er hinsvegar leikmaður sem á að geta myndað tvíeyki ásamt nýliðanum Luka Doncic sem ætti að geta barist um titillinn í framtíðinni. Til þess að fá Doncic í nýliðavalinu í sumar sendu Dallas í burtu valréttin sinn í næsta nýliðavali með því skilyrði að ef valið yrði eitt af fyrstu fimm myndu þeir halda valréttinum. Eins og staðan er núna eru Dallas með ellefta versta vinningshlutfall deildarinnar og eiga því ekki miklar vonir á að halda valréttinum. Það er þó spurning hvort að sigurhlutfallið muni hrynja eftir að þeir senda frá sér þrjá lykilmenn og þeir gætu því mögulega haldið valréttinum. Aðalbitinn sem New York telja sig vera að fá í skiptunum er eflaust Dennis Smith Jr. Hann var valinn númer 9 í nýliðavalinu vorið 2017 og átti ágætis tímabil í fyrra sem nýliði. Með því að senda hann í burtu eru Dallas að mörgu leyti að segja að þeim finnist Smith ekki passa með Doncic sem er samkvæmt flestum fjölmiðlum vestanhafs talinn líklegastur til að vera valinn nýliði ársins. Í sumar eru ansi margar stjörnunar samningslausar. Þar á meðal eru til dæmis Kevin Durant og Kyrie Irving sem gætu haft áhuga á að fara til New York. Með því að senda í burtu Hardaway og Lee sem eiga meira en eitt ár eftir samningnum sínum fyrir Jordan og Matthews sem eru á samningum sem renna út í sumar eru þeir að búa til ansi mikið pláss undir launaþakinu til að ná í eina jafnvel tvær stjörnur í sumar. New York has agreed with Dallas on trade that includes Kristaps Porzingis, Courtney Lee, Tim Hardaway Jr., for Wesley Matthews, Dennis Smith Jr. and DeAndre Jordan, league sources tell ESPN. Players and agents are being notified of particulars. Deal may include more draft assets.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) January 31, 2019 Sources: All-Star Kristaps Porzingis is planning to inform the Dallas Mavericks his intent is to sign the qualifying offer in restricted free agency this summer.— Shams Charania (@ShamsCharania) January 31, 2019
NBA Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira