Arnold bauð Fjallinu í kvöldmat og kósí 21. janúar 2019 07:00 Arnold hefur í gegnum tíðina ekki þótt nein smásmíði en hann virkar þó eins og meðalmaður við hlið Hafþórs og Joes Manganiello sem er stór og sterkur strákur líka. Félagarnir höfðu það huggulegt á heimili leikarans. MYND/INSTAGRAM Kraftakarlinn ógurlegi Hafþór Júlíus Björnsson lagði góðu málefni lið um helgina þar sem hann sýndi mátt sinn á sérstakri kraftasýningu Arnolds Schwarzenegger í Kaliforníu. Samkvæmt Instagram-síðu Hafþórs flaug hann til Los Angeles fyrir helgi í boði Arnolds sem setti sýninguna á fót til að safna fé fyrir slökkviliðsmenn sem háð hafa hetjulega baráttu við gríðarlega skógarelda í ríkinu síðustu vikur. Kraftakeppnin fór fram á hinni þekktu Santa Monica Pier. Hafþór Júlíus greindi frá ferðalagi sínu á Instagram fyrir helgi og fékk þá kæra kveðju frá Schwarzenegger sjálfum sem kvaðst hlakka til að sjá hann. Eftir að hafa svitnað fyrir slökkviliðsmennina fengu Hafþór og eiginkona hans heimboð frá Arnold sjálfum ef marka má Instagram-síðu vöðvatröllsins. Þar situr Hafþór fyrir á mynd með Arnold og leikaranum íturvaxna Joe Manganiello og þakkar átrúnaðargoðinu fyrir góða veislu, kvöldmat og UFC-áhorf. „Frábært kvöld með vinum í gær,“ skrifar Hafþór við Instagram-færslu sína á sunnudag. „Þakka þér Schwarzenegger fyrir að bjóða mér og eiginkonu minni á þitt fallega heimili.“ Færsluna merkir Hafþór svo með myllumerkjunum #Dinner og #UFC. Hafþór verður sem fyrr í hlutverki Fjallsins í lokaseríu Game of Thrones sem væntanleg er og beðið er með mikilli eftirvæntingu. Hann upplýsti það í samtali við Mashable á dögunum að hann hefði í fyrsta sinn þurft að fá áhættuleikara fyrir sig. Ljóst er að það hleypur enginn svo glatt í skarðið fyrir hinn risavaxna Hafþór. „Hann er stór og hávaxinn, ekki eins massaður en mjög hávaxinn,“ er haft eftir Hafþóri. Mikil leynd hvílir yfir öllum tökum þáttaraðarinnar en breska blaðið Metro segir að sum atriðin sem staðgengillinn leysti Hafþór af í hafi hreinlega verið svo krefjandi að hann hafi ekki mátt leika þau. Hingað til hefur Hafþór leikið öll sín eigin bardagaatriði, svo vænta má að tekið verði á því núna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira
Kraftakarlinn ógurlegi Hafþór Júlíus Björnsson lagði góðu málefni lið um helgina þar sem hann sýndi mátt sinn á sérstakri kraftasýningu Arnolds Schwarzenegger í Kaliforníu. Samkvæmt Instagram-síðu Hafþórs flaug hann til Los Angeles fyrir helgi í boði Arnolds sem setti sýninguna á fót til að safna fé fyrir slökkviliðsmenn sem háð hafa hetjulega baráttu við gríðarlega skógarelda í ríkinu síðustu vikur. Kraftakeppnin fór fram á hinni þekktu Santa Monica Pier. Hafþór Júlíus greindi frá ferðalagi sínu á Instagram fyrir helgi og fékk þá kæra kveðju frá Schwarzenegger sjálfum sem kvaðst hlakka til að sjá hann. Eftir að hafa svitnað fyrir slökkviliðsmennina fengu Hafþór og eiginkona hans heimboð frá Arnold sjálfum ef marka má Instagram-síðu vöðvatröllsins. Þar situr Hafþór fyrir á mynd með Arnold og leikaranum íturvaxna Joe Manganiello og þakkar átrúnaðargoðinu fyrir góða veislu, kvöldmat og UFC-áhorf. „Frábært kvöld með vinum í gær,“ skrifar Hafþór við Instagram-færslu sína á sunnudag. „Þakka þér Schwarzenegger fyrir að bjóða mér og eiginkonu minni á þitt fallega heimili.“ Færsluna merkir Hafþór svo með myllumerkjunum #Dinner og #UFC. Hafþór verður sem fyrr í hlutverki Fjallsins í lokaseríu Game of Thrones sem væntanleg er og beðið er með mikilli eftirvæntingu. Hann upplýsti það í samtali við Mashable á dögunum að hann hefði í fyrsta sinn þurft að fá áhættuleikara fyrir sig. Ljóst er að það hleypur enginn svo glatt í skarðið fyrir hinn risavaxna Hafþór. „Hann er stór og hávaxinn, ekki eins massaður en mjög hávaxinn,“ er haft eftir Hafþóri. Mikil leynd hvílir yfir öllum tökum þáttaraðarinnar en breska blaðið Metro segir að sum atriðin sem staðgengillinn leysti Hafþór af í hafi hreinlega verið svo krefjandi að hann hafi ekki mátt leika þau. Hingað til hefur Hafþór leikið öll sín eigin bardagaatriði, svo vænta má að tekið verði á því núna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira