Íslendingar vanað tíu börn síðustu tuttugu ár Sigurður Mikael Jónsson skrifar 21. janúar 2019 07:00 Mörg hundruð ófrjósemisaðgerðir eru gerðar á Íslandi ár hvert. Þær eru líka gerðar á börnum. Fréttablaðið/Getty Á árunum 2016-2018 var framkvæmd ein ófrjósemisaðgerð á einstaklingi undir átján ára aldri. Samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu var um að ræða dreng. Tíu slíkar aðgerðir hafa verið gerðar frá árinu 1998. Átta þeirra á stúlkum og tvær á drengjum. Ófrjósemisaðgerðir á ólögráða börnum eru aðeins gerðar að beiðni lögráðamanns. Sá sækir um fyrir hönd barns á grundvelli laga um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir frá árinu 1975. Barns sem talið er ófært um að eignast eða sjá um börn eða sökum líkamlegrar eða andlegrar vangetu, greindarskorts eða annars slíks. Í gegnum tíðina eru dæmi þess að fatlað fólk, oftast nær stúlkur, hafi verið blekkt í slíkar aðgerðir. Ófrjósemisaðgerðir verða sífellt vinsælli valkostur til getnaðarvarna, sérstaklega meðal karlmanna sem í auknum mæli hafa sótt í svokallaðar herraklippingar undanfarin 20 ár. Samkvæmt nýjustu tölum yfir ófrjósemisaðgerðir frá Landlæknisembættinu, fyrir árið 2017, voru framkvæmdar alls 638 ófrjósemisaðgerðir á Íslandi það ár. 542 á körlum og 96 á konum. En sérstakar aðstæður geta kallað á að sú ákvörðun er tekin fyrir einhvern, barn eða fullorðinn, að hann fjölgi sér ekki. Lögráðamaður sækir þá um aðgerðina fyrir hönd viðkomandi sem þarf að uppfylla ákveðin skilyrði. Þau eru að heilsu konu sé hætta búin af meðgöngu og fæðingu. Að fæðing og forsjá barna yrði of mikið álag fyrir viðkomandi með hliðsjón af lífskjörum fjölskyldunnar og af öðrum ástæðum. Að sjúkdómur, líkamlegur eða geðrænn, dragi alvarlega úr getu viðkomandi til að annast og ala upp börn eða ef ætla megi að barn eigi á hættu að fæðast vanskapað eða haldið alvarlegum sjúkdómi, vegna erfða eða sköddunar á fósturstigi. Þetta ákvæði laga hefur í gegnum tíðina átt sínar skuggahliðar. Sláandi vitnisburður um reynslu og upplifun kvenna með þroskahömlun af ófrjósemisaðgerðum birtist í rannsóknargrein Guðrúnar V. Stefánsdóttur, Sjálfræði og ófrjósemisaðgerðir á konum með þroskahömlun, árið 2011. Í viðtölum við sex konur á aldrinum 46-66 ára kom fram að þrjár höfðu verið blekktar í aðgerðina. Tveimur var sagt að þær væru að fara í botnlangaskurð. Hinar voru hvattar til eða taldar á að gangast undir þær. Komst Guðrún að því að niðurstöðurnar bentu til að konurnar hefðu verið fullfærar um að taka svo afdrifaríka ákvörðun í lífi sínu og að ástæður aðgerðanna ættu rætur í sögulegum og menningarbundnum viðhorfum í garð fólks með þroskahömlun og í því samhengi hefði mannkynbótastefnan leikið stórt hlutverk. Birtist í Fréttablaðinu Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Á árunum 2016-2018 var framkvæmd ein ófrjósemisaðgerð á einstaklingi undir átján ára aldri. Samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu var um að ræða dreng. Tíu slíkar aðgerðir hafa verið gerðar frá árinu 1998. Átta þeirra á stúlkum og tvær á drengjum. Ófrjósemisaðgerðir á ólögráða börnum eru aðeins gerðar að beiðni lögráðamanns. Sá sækir um fyrir hönd barns á grundvelli laga um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir frá árinu 1975. Barns sem talið er ófært um að eignast eða sjá um börn eða sökum líkamlegrar eða andlegrar vangetu, greindarskorts eða annars slíks. Í gegnum tíðina eru dæmi þess að fatlað fólk, oftast nær stúlkur, hafi verið blekkt í slíkar aðgerðir. Ófrjósemisaðgerðir verða sífellt vinsælli valkostur til getnaðarvarna, sérstaklega meðal karlmanna sem í auknum mæli hafa sótt í svokallaðar herraklippingar undanfarin 20 ár. Samkvæmt nýjustu tölum yfir ófrjósemisaðgerðir frá Landlæknisembættinu, fyrir árið 2017, voru framkvæmdar alls 638 ófrjósemisaðgerðir á Íslandi það ár. 542 á körlum og 96 á konum. En sérstakar aðstæður geta kallað á að sú ákvörðun er tekin fyrir einhvern, barn eða fullorðinn, að hann fjölgi sér ekki. Lögráðamaður sækir þá um aðgerðina fyrir hönd viðkomandi sem þarf að uppfylla ákveðin skilyrði. Þau eru að heilsu konu sé hætta búin af meðgöngu og fæðingu. Að fæðing og forsjá barna yrði of mikið álag fyrir viðkomandi með hliðsjón af lífskjörum fjölskyldunnar og af öðrum ástæðum. Að sjúkdómur, líkamlegur eða geðrænn, dragi alvarlega úr getu viðkomandi til að annast og ala upp börn eða ef ætla megi að barn eigi á hættu að fæðast vanskapað eða haldið alvarlegum sjúkdómi, vegna erfða eða sköddunar á fósturstigi. Þetta ákvæði laga hefur í gegnum tíðina átt sínar skuggahliðar. Sláandi vitnisburður um reynslu og upplifun kvenna með þroskahömlun af ófrjósemisaðgerðum birtist í rannsóknargrein Guðrúnar V. Stefánsdóttur, Sjálfræði og ófrjósemisaðgerðir á konum með þroskahömlun, árið 2011. Í viðtölum við sex konur á aldrinum 46-66 ára kom fram að þrjár höfðu verið blekktar í aðgerðina. Tveimur var sagt að þær væru að fara í botnlangaskurð. Hinar voru hvattar til eða taldar á að gangast undir þær. Komst Guðrún að því að niðurstöðurnar bentu til að konurnar hefðu verið fullfærar um að taka svo afdrifaríka ákvörðun í lífi sínu og að ástæður aðgerðanna ættu rætur í sögulegum og menningarbundnum viðhorfum í garð fólks með þroskahömlun og í því samhengi hefði mannkynbótastefnan leikið stórt hlutverk.
Birtist í Fréttablaðinu Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira