Hetjudáðir Derrick Rose á lokasekúndunni kórónuðu endurkomu Úlfanna í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2019 08:00 Derrick Rose fór hamförum í seinni hálfleiknum. Getty/ David Berding Derrick Rose var öðrum fremur maðurinn á bak við sigur Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni í nótt. Los Angeles Clippers sótti sigur til San Antonio og Indiana Pacers vann sinn fjórða sigur í síðustu fimm leikjum.31 PTS, 4 REB, 3 AST 29 2nd half PTS GAME-WINNER Derrick Rose leads the @Timberwolves to victory! #AllEyesNorthpic.twitter.com/pr0oPadhPT — NBA (@NBA) January 21, 2019Derrick Rose skoraði sigurkörfuna 0,9 sekúndum fyrir leikslok þegar Minnesota Timberwolves vann 116-114 sigur á Phoenix Suns. Rose gerði meira en það því hann var með 29 af 31 stigi sínum í seinni hálfleik þegar Úlfarnir unnu upp ellefu stiga forskot Phoenix Suns. Það ótrúlega er að 30 sekúndum fyrir leikslok leit út fyrir að Rose yrði skúrkurinn þegar hann klikkaði vítaskoti. Hann fékk hins vegar annað tækifæri og nýtti það. 29 2nd half PTS | Game-winner D-Rose comes up CLUTCH in the @Timberwolves victory! #AllEyesNorthpic.twitter.com/34ZkZco1hf — NBA (@NBA) January 21, 2019 Karl-Anthony Towns sá um stigaskorun Minnesota Timberwolves framan af og var með 28 af 30 stigum sínum í fyrri hálfleiknum. Það gekk hins vegar ekkert hjá honum í þeim síðari en Minnesota gat sem betur fer leitað til reynsluboltans Derrick Rose. T.J. Warren var atkvæðamestur hjá Phoenix Suns með 21 stig en þeir Devin Booker og Kelly Oubre, Jr. voru báðir með átján stig. Warren reyndi lokaskot leiksins en það geigaði.27 PTS | 9 AST | 9 REB Tobias leads the @LAClippers to the 103-95 road W! #ClipperNationpic.twitter.com/e7rv9BBHD8 — NBA (@NBA) January 21, 2019Tobias Harris skoraði 27 stig og vantaði bara eitt frákast og eina stoðsendingu í þrennuna þegar Los Angeles Clippers vann 103-95 útisigur á San Antonio Spurs. LaMarcus Aldridge var með 30 stig og 14 fráköst fyrir San Antonio en liðið henti frá sér boltanum alls átján sinnum. Patrick Beverly átti flottan leik með Clippers-liðinu en hann skoraði 18 stig, tók 12 fráköst og gaf 5 stoðsendingar.21 PTS | 7 AST Victor Oladipo leads the @Pacers to victory, improving to 31-15 on the season! #Pacerspic.twitter.com/dfit3sWXDH — NBA (@NBA) January 21, 2019Victor Oladipo skoraði 21 stig fyrir Indiana Pacers og Darren Collison bætti við 19 stigum þegar liðið vann 120-95 sigur á Charlotte Hornets. Þetta var fjórði sigur Indiana liðsins í síðustu fimm leikjum. Kemba Walker var með 23 stig fyrir Charlotte.Úrslitin í leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Minnesota Timberwolves - Phoenix Suns 116-114 San Antonio Spurs - Los Angeles Clippers 95-103 Indiana Pacers - Charlotte Hornets 120-95 NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
Derrick Rose var öðrum fremur maðurinn á bak við sigur Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni í nótt. Los Angeles Clippers sótti sigur til San Antonio og Indiana Pacers vann sinn fjórða sigur í síðustu fimm leikjum.31 PTS, 4 REB, 3 AST 29 2nd half PTS GAME-WINNER Derrick Rose leads the @Timberwolves to victory! #AllEyesNorthpic.twitter.com/pr0oPadhPT — NBA (@NBA) January 21, 2019Derrick Rose skoraði sigurkörfuna 0,9 sekúndum fyrir leikslok þegar Minnesota Timberwolves vann 116-114 sigur á Phoenix Suns. Rose gerði meira en það því hann var með 29 af 31 stigi sínum í seinni hálfleik þegar Úlfarnir unnu upp ellefu stiga forskot Phoenix Suns. Það ótrúlega er að 30 sekúndum fyrir leikslok leit út fyrir að Rose yrði skúrkurinn þegar hann klikkaði vítaskoti. Hann fékk hins vegar annað tækifæri og nýtti það. 29 2nd half PTS | Game-winner D-Rose comes up CLUTCH in the @Timberwolves victory! #AllEyesNorthpic.twitter.com/34ZkZco1hf — NBA (@NBA) January 21, 2019 Karl-Anthony Towns sá um stigaskorun Minnesota Timberwolves framan af og var með 28 af 30 stigum sínum í fyrri hálfleiknum. Það gekk hins vegar ekkert hjá honum í þeim síðari en Minnesota gat sem betur fer leitað til reynsluboltans Derrick Rose. T.J. Warren var atkvæðamestur hjá Phoenix Suns með 21 stig en þeir Devin Booker og Kelly Oubre, Jr. voru báðir með átján stig. Warren reyndi lokaskot leiksins en það geigaði.27 PTS | 9 AST | 9 REB Tobias leads the @LAClippers to the 103-95 road W! #ClipperNationpic.twitter.com/e7rv9BBHD8 — NBA (@NBA) January 21, 2019Tobias Harris skoraði 27 stig og vantaði bara eitt frákast og eina stoðsendingu í þrennuna þegar Los Angeles Clippers vann 103-95 útisigur á San Antonio Spurs. LaMarcus Aldridge var með 30 stig og 14 fráköst fyrir San Antonio en liðið henti frá sér boltanum alls átján sinnum. Patrick Beverly átti flottan leik með Clippers-liðinu en hann skoraði 18 stig, tók 12 fráköst og gaf 5 stoðsendingar.21 PTS | 7 AST Victor Oladipo leads the @Pacers to victory, improving to 31-15 on the season! #Pacerspic.twitter.com/dfit3sWXDH — NBA (@NBA) January 21, 2019Victor Oladipo skoraði 21 stig fyrir Indiana Pacers og Darren Collison bætti við 19 stigum þegar liðið vann 120-95 sigur á Charlotte Hornets. Þetta var fjórði sigur Indiana liðsins í síðustu fimm leikjum. Kemba Walker var með 23 stig fyrir Charlotte.Úrslitin í leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Minnesota Timberwolves - Phoenix Suns 116-114 San Antonio Spurs - Los Angeles Clippers 95-103 Indiana Pacers - Charlotte Hornets 120-95
NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira