Þjálfari Saints: Munum líklega aldrei jafna okkur á þessu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. janúar 2019 10:30 Payton er hér brjálaður út í dómarana. vísir/getty Dómarar leiks New Orleans Saints og LA Rams voru í aðeins of stóru hlutverki í gær og yfirmaður dómaramála NFL-deildarinnar viðurkenndi að þeir hefðu gert mistök sem líklega kostaði Saints ferð í Super Bowl. Þegar innan við tvær mínútur voru eftir af leiknum var staðan jöfn, 20-20, og Saints með boltann. Það var svo klárlega brotið á sóknarmanni Saints á 13 jarda línu Rams. Enginn dómaranna sá hið mjög svo áberandi brot. Saints varð að sætta sig við vallarmark í staðinn fyrir að fá nýjar tilraunir. Rams jafnaði svo í næstu sókn og framlenging. Snertimark í þessari sókn hefði farið langt með að klára leikinn. Fáranlega svekkjandi fyrir Dýrlingana..@DeanBlandino gives his take on the defensive PI no-call. pic.twitter.com/umMYri5y35 — FOX Sports (@FOXSports) January 20, 2019 „Það er gríðarlega erfitt að kyngja því að það hafi ekkert verið dæmt. Svo fæ ég símtalið frá yfirmanni dómaramála sem viðurkennir að dómararnir hafi klúðrað þessu illilega,“ sagði Sean Payton, þjálfari Saints, en hann var gráti næst eftir leikinn. „Ég veit það er ekki auðvelt að vera dómari en þetta gat samt ekki verið meira áberandi. Það sáu allir í heiminum að þetta var brot og ekkert smá brot. Við getum ekki dvalið við þetta en við munum samt líklega aldrei jafna okkur á þessu.“"We lose a chance to go to the Super Bowl with a call like that... it's just disappointing."@Saints coach Sean Payton to @ErinAndrews after a heartbreaking NFC Championship loss pic.twitter.com/BMll95RR8G — FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) January 21, 2019 Þetta er annað árið í röð sem Saints fellur á leik á dramatískan hátt í undanúrslitum. Í fyrra tapaði liðið gegn Minnesota Vikings er Víkingarnir skoruðu ótrúlegt snertimark undir lokin sem er kallað The Minneapolis Miracle. NFL Tengdar fréttir Tom Brady kominn í níunda Super Bowl leikinn sinn á ferlinum New England Patriots og Los Angeles Rams spila til úrslita í Super Bowl í NFL-deildinni í Bandaríkjunum í ár en þetta varð ljóst eftir æsispennandi úrslitaleiki deildanna í nótt. 21. janúar 2019 08:30 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sjá meira
Dómarar leiks New Orleans Saints og LA Rams voru í aðeins of stóru hlutverki í gær og yfirmaður dómaramála NFL-deildarinnar viðurkenndi að þeir hefðu gert mistök sem líklega kostaði Saints ferð í Super Bowl. Þegar innan við tvær mínútur voru eftir af leiknum var staðan jöfn, 20-20, og Saints með boltann. Það var svo klárlega brotið á sóknarmanni Saints á 13 jarda línu Rams. Enginn dómaranna sá hið mjög svo áberandi brot. Saints varð að sætta sig við vallarmark í staðinn fyrir að fá nýjar tilraunir. Rams jafnaði svo í næstu sókn og framlenging. Snertimark í þessari sókn hefði farið langt með að klára leikinn. Fáranlega svekkjandi fyrir Dýrlingana..@DeanBlandino gives his take on the defensive PI no-call. pic.twitter.com/umMYri5y35 — FOX Sports (@FOXSports) January 20, 2019 „Það er gríðarlega erfitt að kyngja því að það hafi ekkert verið dæmt. Svo fæ ég símtalið frá yfirmanni dómaramála sem viðurkennir að dómararnir hafi klúðrað þessu illilega,“ sagði Sean Payton, þjálfari Saints, en hann var gráti næst eftir leikinn. „Ég veit það er ekki auðvelt að vera dómari en þetta gat samt ekki verið meira áberandi. Það sáu allir í heiminum að þetta var brot og ekkert smá brot. Við getum ekki dvalið við þetta en við munum samt líklega aldrei jafna okkur á þessu.“"We lose a chance to go to the Super Bowl with a call like that... it's just disappointing."@Saints coach Sean Payton to @ErinAndrews after a heartbreaking NFC Championship loss pic.twitter.com/BMll95RR8G — FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) January 21, 2019 Þetta er annað árið í röð sem Saints fellur á leik á dramatískan hátt í undanúrslitum. Í fyrra tapaði liðið gegn Minnesota Vikings er Víkingarnir skoruðu ótrúlegt snertimark undir lokin sem er kallað The Minneapolis Miracle.
NFL Tengdar fréttir Tom Brady kominn í níunda Super Bowl leikinn sinn á ferlinum New England Patriots og Los Angeles Rams spila til úrslita í Super Bowl í NFL-deildinni í Bandaríkjunum í ár en þetta varð ljóst eftir æsispennandi úrslitaleiki deildanna í nótt. 21. janúar 2019 08:30 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sjá meira
Tom Brady kominn í níunda Super Bowl leikinn sinn á ferlinum New England Patriots og Los Angeles Rams spila til úrslita í Super Bowl í NFL-deildinni í Bandaríkjunum í ár en þetta varð ljóst eftir æsispennandi úrslitaleiki deildanna í nótt. 21. janúar 2019 08:30