Þjálfari Saints: Munum líklega aldrei jafna okkur á þessu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. janúar 2019 10:30 Payton er hér brjálaður út í dómarana. vísir/getty Dómarar leiks New Orleans Saints og LA Rams voru í aðeins of stóru hlutverki í gær og yfirmaður dómaramála NFL-deildarinnar viðurkenndi að þeir hefðu gert mistök sem líklega kostaði Saints ferð í Super Bowl. Þegar innan við tvær mínútur voru eftir af leiknum var staðan jöfn, 20-20, og Saints með boltann. Það var svo klárlega brotið á sóknarmanni Saints á 13 jarda línu Rams. Enginn dómaranna sá hið mjög svo áberandi brot. Saints varð að sætta sig við vallarmark í staðinn fyrir að fá nýjar tilraunir. Rams jafnaði svo í næstu sókn og framlenging. Snertimark í þessari sókn hefði farið langt með að klára leikinn. Fáranlega svekkjandi fyrir Dýrlingana..@DeanBlandino gives his take on the defensive PI no-call. pic.twitter.com/umMYri5y35 — FOX Sports (@FOXSports) January 20, 2019 „Það er gríðarlega erfitt að kyngja því að það hafi ekkert verið dæmt. Svo fæ ég símtalið frá yfirmanni dómaramála sem viðurkennir að dómararnir hafi klúðrað þessu illilega,“ sagði Sean Payton, þjálfari Saints, en hann var gráti næst eftir leikinn. „Ég veit það er ekki auðvelt að vera dómari en þetta gat samt ekki verið meira áberandi. Það sáu allir í heiminum að þetta var brot og ekkert smá brot. Við getum ekki dvalið við þetta en við munum samt líklega aldrei jafna okkur á þessu.“"We lose a chance to go to the Super Bowl with a call like that... it's just disappointing."@Saints coach Sean Payton to @ErinAndrews after a heartbreaking NFC Championship loss pic.twitter.com/BMll95RR8G — FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) January 21, 2019 Þetta er annað árið í röð sem Saints fellur á leik á dramatískan hátt í undanúrslitum. Í fyrra tapaði liðið gegn Minnesota Vikings er Víkingarnir skoruðu ótrúlegt snertimark undir lokin sem er kallað The Minneapolis Miracle. NFL Tengdar fréttir Tom Brady kominn í níunda Super Bowl leikinn sinn á ferlinum New England Patriots og Los Angeles Rams spila til úrslita í Super Bowl í NFL-deildinni í Bandaríkjunum í ár en þetta varð ljóst eftir æsispennandi úrslitaleiki deildanna í nótt. 21. janúar 2019 08:30 Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Sjá meira
Dómarar leiks New Orleans Saints og LA Rams voru í aðeins of stóru hlutverki í gær og yfirmaður dómaramála NFL-deildarinnar viðurkenndi að þeir hefðu gert mistök sem líklega kostaði Saints ferð í Super Bowl. Þegar innan við tvær mínútur voru eftir af leiknum var staðan jöfn, 20-20, og Saints með boltann. Það var svo klárlega brotið á sóknarmanni Saints á 13 jarda línu Rams. Enginn dómaranna sá hið mjög svo áberandi brot. Saints varð að sætta sig við vallarmark í staðinn fyrir að fá nýjar tilraunir. Rams jafnaði svo í næstu sókn og framlenging. Snertimark í þessari sókn hefði farið langt með að klára leikinn. Fáranlega svekkjandi fyrir Dýrlingana..@DeanBlandino gives his take on the defensive PI no-call. pic.twitter.com/umMYri5y35 — FOX Sports (@FOXSports) January 20, 2019 „Það er gríðarlega erfitt að kyngja því að það hafi ekkert verið dæmt. Svo fæ ég símtalið frá yfirmanni dómaramála sem viðurkennir að dómararnir hafi klúðrað þessu illilega,“ sagði Sean Payton, þjálfari Saints, en hann var gráti næst eftir leikinn. „Ég veit það er ekki auðvelt að vera dómari en þetta gat samt ekki verið meira áberandi. Það sáu allir í heiminum að þetta var brot og ekkert smá brot. Við getum ekki dvalið við þetta en við munum samt líklega aldrei jafna okkur á þessu.“"We lose a chance to go to the Super Bowl with a call like that... it's just disappointing."@Saints coach Sean Payton to @ErinAndrews after a heartbreaking NFC Championship loss pic.twitter.com/BMll95RR8G — FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) January 21, 2019 Þetta er annað árið í röð sem Saints fellur á leik á dramatískan hátt í undanúrslitum. Í fyrra tapaði liðið gegn Minnesota Vikings er Víkingarnir skoruðu ótrúlegt snertimark undir lokin sem er kallað The Minneapolis Miracle.
NFL Tengdar fréttir Tom Brady kominn í níunda Super Bowl leikinn sinn á ferlinum New England Patriots og Los Angeles Rams spila til úrslita í Super Bowl í NFL-deildinni í Bandaríkjunum í ár en þetta varð ljóst eftir æsispennandi úrslitaleiki deildanna í nótt. 21. janúar 2019 08:30 Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Sjá meira
Tom Brady kominn í níunda Super Bowl leikinn sinn á ferlinum New England Patriots og Los Angeles Rams spila til úrslita í Super Bowl í NFL-deildinni í Bandaríkjunum í ár en þetta varð ljóst eftir æsispennandi úrslitaleiki deildanna í nótt. 21. janúar 2019 08:30