Fleiri burðardýr sleppa óséð inn í landið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. janúar 2019 19:00 Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á fjórðungi minna af hörðum fíkniefnum á síðasta ári samanborið við árið 2017. Talsvert fleiri burðardýr sleppa því óséð inn í landið og er þróunin mikið áhyggjuefni að sögn rannsóknarlögreglumanns hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Ný persónuverndarlög kunna að hafa áhrif á þróunina. Í sautján fíkniefnamálum sem komu upp í Leifsstöð á síðastliðnu ári lagði rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum hald á um ellefu kíló af hörðum fíkniefnum. Þetta sýna bráðabirgðartölur embættisins en þetta er fjórum sinnum minna magn en það sem náðist árið 2017 en það voru um 42 kíló í 46 fíkniefnamálum. Munurinn er mestur þegar kemur að kókaíni en 6,6 kíló náðust á síðasta ári en 35 kíló árið 2017.Jón Halldór SigurðssonÞetta verður að teljast sérstaklega athyglisvert í ljósi þess að verð á kókaíni hefur lækkað talsvert síðasta árið og eru merki um að neyslan fari stöðugt vaxandi. Þannig má ætla að fleiri burðardýr komist óséð með fíkniefnin inn í landið. „Það er töluverður munur, við erum að haldleggja um þrjátíu kílóum minna af fíkniefnum,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Þessar tölur séu engan veginn í takt við það sem er að ske í samfélaginu. „Við erum náttúrulega að sjá að það er stór og mikil aukning á fíkniefnum í landinu. Verð fíkniefna hefur verið að lækka sem bendir til þess að það er aukning. Það er aukning umfram eftirspurn,“ segir Jón Halldór og bætir við að efnin séu þannig augljóslega enn að koma inn í landið. Ný persónuverndarlög hafa áhrif á þróunina Hann segir erfitt að segja til um hvað veldur þessari þróun. Mögulega sé búið að finna nýjar leiðir til að koma fíkniefnum inn í landið en það sé fleira sem hefur áhrif. „Það gæti möulega skýrst af því að eftir að ný persónuverndarlög tóku gildi hefur okkur reynst erfiðara að fá upplýsingar til að vinna fyrirbyggjandi aðgerðir. Það er eitt af þeim atriðum sem við getum bent á en annað er óútskýrt,“ segir Jón Halldór. Nú sé unnið að því að kanna hvernig geti staðið að þessum mikla mun á náðum fíkniefnum. „Þetta er áhyggjuefni fleiri en lögreglu og tollgæslu. Þetta er áhyggjuefni alls þjóðfélagsins. Við erum að sjá fólk fara ansi illa út úr þessu þannig ég held að þetta komi við allar þjóðfélagsstéttir,“ segir Jón Halldór. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Persónuvernd Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á fjórðungi minna af hörðum fíkniefnum á síðasta ári samanborið við árið 2017. Talsvert fleiri burðardýr sleppa því óséð inn í landið og er þróunin mikið áhyggjuefni að sögn rannsóknarlögreglumanns hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Ný persónuverndarlög kunna að hafa áhrif á þróunina. Í sautján fíkniefnamálum sem komu upp í Leifsstöð á síðastliðnu ári lagði rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum hald á um ellefu kíló af hörðum fíkniefnum. Þetta sýna bráðabirgðartölur embættisins en þetta er fjórum sinnum minna magn en það sem náðist árið 2017 en það voru um 42 kíló í 46 fíkniefnamálum. Munurinn er mestur þegar kemur að kókaíni en 6,6 kíló náðust á síðasta ári en 35 kíló árið 2017.Jón Halldór SigurðssonÞetta verður að teljast sérstaklega athyglisvert í ljósi þess að verð á kókaíni hefur lækkað talsvert síðasta árið og eru merki um að neyslan fari stöðugt vaxandi. Þannig má ætla að fleiri burðardýr komist óséð með fíkniefnin inn í landið. „Það er töluverður munur, við erum að haldleggja um þrjátíu kílóum minna af fíkniefnum,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Þessar tölur séu engan veginn í takt við það sem er að ske í samfélaginu. „Við erum náttúrulega að sjá að það er stór og mikil aukning á fíkniefnum í landinu. Verð fíkniefna hefur verið að lækka sem bendir til þess að það er aukning. Það er aukning umfram eftirspurn,“ segir Jón Halldór og bætir við að efnin séu þannig augljóslega enn að koma inn í landið. Ný persónuverndarlög hafa áhrif á þróunina Hann segir erfitt að segja til um hvað veldur þessari þróun. Mögulega sé búið að finna nýjar leiðir til að koma fíkniefnum inn í landið en það sé fleira sem hefur áhrif. „Það gæti möulega skýrst af því að eftir að ný persónuverndarlög tóku gildi hefur okkur reynst erfiðara að fá upplýsingar til að vinna fyrirbyggjandi aðgerðir. Það er eitt af þeim atriðum sem við getum bent á en annað er óútskýrt,“ segir Jón Halldór. Nú sé unnið að því að kanna hvernig geti staðið að þessum mikla mun á náðum fíkniefnum. „Þetta er áhyggjuefni fleiri en lögreglu og tollgæslu. Þetta er áhyggjuefni alls þjóðfélagsins. Við erum að sjá fólk fara ansi illa út úr þessu þannig ég held að þetta komi við allar þjóðfélagsstéttir,“ segir Jón Halldór.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Persónuvernd Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sjá meira