Sameinar haf og geim Stefán Þór Hjartarson skrifar 22. janúar 2019 07:30 Steinunn heldur brátt í tónleikaferðalag um Evrópu þar sem hún hitar upp fyrir tryllta rokkara. Mynd/Art Bicnick Tónlistarkonan Steinunn Harðardóttir eða dj flugvél og geimskip sendi á föstudaginn frá sér sína þriðju plötu og nefnist hún Our Atlantis! Platan kemur út hjá hollenska útgáfufyrirtækinu Geertruida records og í kjölfar útgáfunnar heldur hún í sitt fyrsta tónleikaferðalag og stoppar þá víðsvegar um Evrópu og hitar upp fyrir rokkgrúppuna Lightning Bolt, sem hún segir að gæti varla verið ólíkari sér í hljómi. „Ég gef út plötu sem heitir Glamúr í geimnum árið 2013 og þar var ég svolítið bara að leika mér að gera einhverja tónlist og hún fjallaði um geiminn. Næst gerði ég plötuna Nótt á hafsbotni og þar var ég að vera svona alvarlegur tónlistarmaður – en þessi nýja plata blandar þessu bæði saman og er bæði ákveðið kæruleysi en líka alvarleg,“ segir Steinunn og segist hafa fundist hún verða að gefa út svakalega alvarlega plötu þegar hún gerði Nótt á hafsbotni því að heimurinn væri svo dimmur. „Mér fannst svo þrúgandi að þurfa að gera það þannig að nú geri ég bara alveg það sem ég vil. Og það er þessi plata og hún tengir hinar tvær sama – hún heitir Our Atlantis og er um Atlantis: það blandar saman geimferðum, en sumir segja að Atlantis hafi verið framtíðarborg þar sem voru geimflaugar og alls konar hátækni til að komast á milli stjarnanna, og hún sökk í sæ. Þannig að það blandast saman geimurinn og hafið.“ Steinunn segist hafa verið búin að læra töluvert betur að búa til eigin hljóð og trommur við gerð plötunnar en þau galdrar hún fram á synþanum sínum. „Það er skemmtilegt að öll hljóðin á plötunni eru mjög fyndin – sumar trommurnar eru hundur að gelta til dæmis. Þegar hljóðin eru öll komin saman hljómar þetta samt allt eins og venjulegt lag.“Tölvuleikur dj flugvélar og geimskips byggir á hugarheimi hennar.Fyrir útgáfu plötunnar gaf Steinunn út tölvuleik tengdan plötunni en þar með rættist gamall draumur hennar. „Mig langaði alltaf að gera tölvuleik og ég held að það sé af því að ég átti aldrei leikjatölvu þegar ég var lítil og hugsaði oft „ef ég ætti leikjatölvu þá væri kannski til leikur sem væri svona og svona...“ þannig að ég var oft að hugsa um og teikna hvernig ég vildi hafa einhverja tölvuleiki.“ Þannig að hún brá sér á námskeið í Tækniskólanum þar sem hún lærði að búa til smá tölvuleikjaheim sem og hún gerði – en svo kom að því að lífga heiminn við og þá fékk hún Þórð Hermannsson, forritara og vin sinn, til að hleypa lífi í heiminn. Leikurinn er eins og er eitt borð – og átti upphaflega að vera eitt borð fyrir hvert lag, en svo tók þetta langan tíma. En nú er líka komið nýtt borð sem stendur eitt og sér og er eins konar 3D listasýning þar sem hægt er að rölta um og skoða list eftir listakonuna. „Ég er að fara eftir tvo daga!“ svarar Steinunn spurð að því hvenær tónleikaferðin mikla byrjar. „Ég fer fyrst með hljómsveit sem ég hef elskað síðan ég var unglingur – þeir heita Lightning Bolt og eru brjálaðir rokkarar.“ Þau tengdust í gegnum tölvuleiki – Lightning bolt var nýbúin að gefa út tölvuleik sjálf og umboðsmaður Steinunnar sendi þeim leikinn hennar. Í framhaldi ákváðu þau að túra saman um Evrópu. „Þeir sögðu: „Við höfum mjög gaman af fólki sem kemur úr framtíðinni eins og hún,“ þannig að ég verð alltaf að hita upp fyrir þá – sem er fyndið því að þeir sem vilja sjá þá eru kannski svolítið að bíða eftir að tryllast – þannig að ég er búin undir að það verði kastað tómötum í mig.“ Þau fara saman til Austurríkis, Króatíu, Tékklands, Póllands og Sviss. Síðan heldur hún ein áfram og fer til Slóveníu, Þýskalands og Hollands. Our Atlantis! má nálgast á Spotify. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira
Tónlistarkonan Steinunn Harðardóttir eða dj flugvél og geimskip sendi á föstudaginn frá sér sína þriðju plötu og nefnist hún Our Atlantis! Platan kemur út hjá hollenska útgáfufyrirtækinu Geertruida records og í kjölfar útgáfunnar heldur hún í sitt fyrsta tónleikaferðalag og stoppar þá víðsvegar um Evrópu og hitar upp fyrir rokkgrúppuna Lightning Bolt, sem hún segir að gæti varla verið ólíkari sér í hljómi. „Ég gef út plötu sem heitir Glamúr í geimnum árið 2013 og þar var ég svolítið bara að leika mér að gera einhverja tónlist og hún fjallaði um geiminn. Næst gerði ég plötuna Nótt á hafsbotni og þar var ég að vera svona alvarlegur tónlistarmaður – en þessi nýja plata blandar þessu bæði saman og er bæði ákveðið kæruleysi en líka alvarleg,“ segir Steinunn og segist hafa fundist hún verða að gefa út svakalega alvarlega plötu þegar hún gerði Nótt á hafsbotni því að heimurinn væri svo dimmur. „Mér fannst svo þrúgandi að þurfa að gera það þannig að nú geri ég bara alveg það sem ég vil. Og það er þessi plata og hún tengir hinar tvær sama – hún heitir Our Atlantis og er um Atlantis: það blandar saman geimferðum, en sumir segja að Atlantis hafi verið framtíðarborg þar sem voru geimflaugar og alls konar hátækni til að komast á milli stjarnanna, og hún sökk í sæ. Þannig að það blandast saman geimurinn og hafið.“ Steinunn segist hafa verið búin að læra töluvert betur að búa til eigin hljóð og trommur við gerð plötunnar en þau galdrar hún fram á synþanum sínum. „Það er skemmtilegt að öll hljóðin á plötunni eru mjög fyndin – sumar trommurnar eru hundur að gelta til dæmis. Þegar hljóðin eru öll komin saman hljómar þetta samt allt eins og venjulegt lag.“Tölvuleikur dj flugvélar og geimskips byggir á hugarheimi hennar.Fyrir útgáfu plötunnar gaf Steinunn út tölvuleik tengdan plötunni en þar með rættist gamall draumur hennar. „Mig langaði alltaf að gera tölvuleik og ég held að það sé af því að ég átti aldrei leikjatölvu þegar ég var lítil og hugsaði oft „ef ég ætti leikjatölvu þá væri kannski til leikur sem væri svona og svona...“ þannig að ég var oft að hugsa um og teikna hvernig ég vildi hafa einhverja tölvuleiki.“ Þannig að hún brá sér á námskeið í Tækniskólanum þar sem hún lærði að búa til smá tölvuleikjaheim sem og hún gerði – en svo kom að því að lífga heiminn við og þá fékk hún Þórð Hermannsson, forritara og vin sinn, til að hleypa lífi í heiminn. Leikurinn er eins og er eitt borð – og átti upphaflega að vera eitt borð fyrir hvert lag, en svo tók þetta langan tíma. En nú er líka komið nýtt borð sem stendur eitt og sér og er eins konar 3D listasýning þar sem hægt er að rölta um og skoða list eftir listakonuna. „Ég er að fara eftir tvo daga!“ svarar Steinunn spurð að því hvenær tónleikaferðin mikla byrjar. „Ég fer fyrst með hljómsveit sem ég hef elskað síðan ég var unglingur – þeir heita Lightning Bolt og eru brjálaðir rokkarar.“ Þau tengdust í gegnum tölvuleiki – Lightning bolt var nýbúin að gefa út tölvuleik sjálf og umboðsmaður Steinunnar sendi þeim leikinn hennar. Í framhaldi ákváðu þau að túra saman um Evrópu. „Þeir sögðu: „Við höfum mjög gaman af fólki sem kemur úr framtíðinni eins og hún,“ þannig að ég verð alltaf að hita upp fyrir þá – sem er fyndið því að þeir sem vilja sjá þá eru kannski svolítið að bíða eftir að tryllast – þannig að ég er búin undir að það verði kastað tómötum í mig.“ Þau fara saman til Austurríkis, Króatíu, Tékklands, Póllands og Sviss. Síðan heldur hún ein áfram og fer til Slóveníu, Þýskalands og Hollands. Our Atlantis! má nálgast á Spotify.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira