Iaquinta er svo sannarlega einn af þeim allra hörðustu. Hann gerði sér lítið fyrir og fór heilar fimm lotur með Khabib Nurmagomedov í apríl á síðasta ári. Það var sama hvað Khabib gerði. Hann gat ekki brotið Iaquinta.
Fasteignasalinn kláraði svo Kevin Lee í desember og hann hefur einnig unnið Diego Sanchez og Jorge Masvidal.
Iaquinta segist bera mikla virðingu fyrir Conor. Hann sé frábær bardagamaður og enginn sé betri í andlegum hernaði en Conor.
.@ALIAQUINTA questions Conor McGregor's heart inside the Octagon
Watch full interview: https://t.co/hHvBXwDONepic.twitter.com/xAXhHspBpu
— MMAFighting.com (@MMAFighting) January 23, 2019
„Conor mun ekki líkjast sjálfum sér er hann áttar sig á því að hann sé með alvöru manni í búrinu. Hann mun þurfa að átta sig á því að hann þarf að drepa til þess að komast úr búrinu og ég held að hann sé ekki tilbúinn til þess að deyja. Hann á peninga og er með ýmislegt í gangi. Hann er ekki til í að leggja lífið undir.“
Iaquinta er eðlilega einn margra sem vill berjast við Conor og fá stóra tékkann í leiðinni. Conor gaf því annars undir fótinn að hann væri klár í að berjast við Cowboy Cerrone eftir að hafa horft á hann berjast um síðustu helgi.