Pete Buttigieg sækist eftir tilnefningu Demókrataflokksins Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2019 11:33 Pete Buttigieg, borgarstjóri South Bend í Indiana. AP/Nam Y. Huh Pete Buttigieg, borgarstjóri South Bend í Indiana, ætlar að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins til embættis forseta Bandaríkjanna. Þetta tilkynnti Buttigieg, sem er 36 ára gamall, á Twitter í morgun. Hann var kosinn borgarstjóri árið 2011, þá einungis 29 ára gamall og varð hann þá yngsti borgarstjóri Bandaríkjanna í borg með fleiri en hundrað þúsund íbúa. Hann þjónaði í flota Bandaríkjanna og tók 7 mánaða leyfi frá embætti sínu árið 2014 og var sendur til Afganistan. Á vefsvæði sínu stærir Buttigieg sig af því að Washington Post hafi eitt sinn nefnt hann „áhugaverðasta borgarstjóra sem þú hefur aldrei heyrt um“ og því að Barack Obama, fyrrverandi forseti, kallaði hann eitt sinn einn af vonarstjörnum Demókrataflokksins.Buttigieg útskrifaðist úr Harvard og býr í South Bend ásamt eiginmanni sínum. Nái hann að tryggja sér tilnefningu Demókrataflokksins, sem þykir ólíklegt að svo stöddu, verður hann fyrsti samkynhneigði maðurinn til að fá tilnefningu annars stóru flokkanna.Buttigieg bauð sig fram til embættis formanns framkvæmdastjórnar Demókrataflokksins árið 2017. Hann dró framboð sitt þó til baka þegar ljóst varð að hann myndi ekki vera kjörinn til starfsins. Hann tilkynnti svo í síðasta mánuði að hann ætlaði ekki að bjóða sig aftur fram sem borgarstjóra. Í myndbandi sem hann birti með tilkynningu sinni segir Buttigieg að Bandaríkin þurfi á nýju upphafi að halda.I launched a presidential exploratory committee because it is a season for boldness and it is time to focus on the future. Are you ready to walk away from the politics of the past? Join the team at https://t.co/Xlqn10brgH. pic.twitter.com/K6aeOeVrO7 — Pete Buttigieg (@PeteButtigieg) January 23, 2019 Enn sem komið er hafa nokkrir opinberað að þeir ætli að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins en vitað er til þess að fjölmargir eru að íhuga framboð. Meðal þeirra sem hafa og búist er við að muni bjóða sig fram eru þekktari aðilar sem njóta meiri stuðnings en Buttigieg. Öll eru þau einnig eldri en hann. Í myndbandinu hér að ofan segir Buttigieg þó að hann tilheyri kynslóð sem sé að stíga fram í sviðsljósið. „Við erum kynslóðin sem höfum lifað í gegnum skotárásir í skólum, sem hafa barist í stríðum í kjölfar árásarinnar á Tvíburaturnana og við erum kynslóðin sem munum vera fyrst til að þéna minna en foreldrar okkar ef við grípum ekki til einhverra breytinga. Við getum ekki bara pússað kerfi sem er svo bilað.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55 Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Obama og vonarstjarna í Demókrataflokknum hefur lýst yfir framboði í forvalinu. 12. janúar 2019 18:09 Kamala Harris býður sig fram til forseta Bandaríkjanna Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Kamala Harris tilkynnti í dag að hún bjóði sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hinn 54 ára gamli demókrati hefur þótt ein helsta vonarstjarna demókrata undanfarin ár. 21. janúar 2019 13:02 Gillibrand ætlar að sækjast eftir útnefningu demókrata Öldungadeildarþingmaðurinn frá New York er á meðal einörðustu andstæðinga Trump forseta úr röðum Demókrataflokksins. 16. janúar 2019 13:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Pete Buttigieg, borgarstjóri South Bend í Indiana, ætlar að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins til embættis forseta Bandaríkjanna. Þetta tilkynnti Buttigieg, sem er 36 ára gamall, á Twitter í morgun. Hann var kosinn borgarstjóri árið 2011, þá einungis 29 ára gamall og varð hann þá yngsti borgarstjóri Bandaríkjanna í borg með fleiri en hundrað þúsund íbúa. Hann þjónaði í flota Bandaríkjanna og tók 7 mánaða leyfi frá embætti sínu árið 2014 og var sendur til Afganistan. Á vefsvæði sínu stærir Buttigieg sig af því að Washington Post hafi eitt sinn nefnt hann „áhugaverðasta borgarstjóra sem þú hefur aldrei heyrt um“ og því að Barack Obama, fyrrverandi forseti, kallaði hann eitt sinn einn af vonarstjörnum Demókrataflokksins.Buttigieg útskrifaðist úr Harvard og býr í South Bend ásamt eiginmanni sínum. Nái hann að tryggja sér tilnefningu Demókrataflokksins, sem þykir ólíklegt að svo stöddu, verður hann fyrsti samkynhneigði maðurinn til að fá tilnefningu annars stóru flokkanna.Buttigieg bauð sig fram til embættis formanns framkvæmdastjórnar Demókrataflokksins árið 2017. Hann dró framboð sitt þó til baka þegar ljóst varð að hann myndi ekki vera kjörinn til starfsins. Hann tilkynnti svo í síðasta mánuði að hann ætlaði ekki að bjóða sig aftur fram sem borgarstjóra. Í myndbandi sem hann birti með tilkynningu sinni segir Buttigieg að Bandaríkin þurfi á nýju upphafi að halda.I launched a presidential exploratory committee because it is a season for boldness and it is time to focus on the future. Are you ready to walk away from the politics of the past? Join the team at https://t.co/Xlqn10brgH. pic.twitter.com/K6aeOeVrO7 — Pete Buttigieg (@PeteButtigieg) January 23, 2019 Enn sem komið er hafa nokkrir opinberað að þeir ætli að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins en vitað er til þess að fjölmargir eru að íhuga framboð. Meðal þeirra sem hafa og búist er við að muni bjóða sig fram eru þekktari aðilar sem njóta meiri stuðnings en Buttigieg. Öll eru þau einnig eldri en hann. Í myndbandinu hér að ofan segir Buttigieg þó að hann tilheyri kynslóð sem sé að stíga fram í sviðsljósið. „Við erum kynslóðin sem höfum lifað í gegnum skotárásir í skólum, sem hafa barist í stríðum í kjölfar árásarinnar á Tvíburaturnana og við erum kynslóðin sem munum vera fyrst til að þéna minna en foreldrar okkar ef við grípum ekki til einhverra breytinga. Við getum ekki bara pússað kerfi sem er svo bilað.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55 Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Obama og vonarstjarna í Demókrataflokknum hefur lýst yfir framboði í forvalinu. 12. janúar 2019 18:09 Kamala Harris býður sig fram til forseta Bandaríkjanna Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Kamala Harris tilkynnti í dag að hún bjóði sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hinn 54 ára gamli demókrati hefur þótt ein helsta vonarstjarna demókrata undanfarin ár. 21. janúar 2019 13:02 Gillibrand ætlar að sækjast eftir útnefningu demókrata Öldungadeildarþingmaðurinn frá New York er á meðal einörðustu andstæðinga Trump forseta úr röðum Demókrataflokksins. 16. janúar 2019 13:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55
Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Obama og vonarstjarna í Demókrataflokknum hefur lýst yfir framboði í forvalinu. 12. janúar 2019 18:09
Kamala Harris býður sig fram til forseta Bandaríkjanna Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Kamala Harris tilkynnti í dag að hún bjóði sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hinn 54 ára gamli demókrati hefur þótt ein helsta vonarstjarna demókrata undanfarin ár. 21. janúar 2019 13:02
Gillibrand ætlar að sækjast eftir útnefningu demókrata Öldungadeildarþingmaðurinn frá New York er á meðal einörðustu andstæðinga Trump forseta úr röðum Demókrataflokksins. 16. janúar 2019 13:27