Microsoft varar við Daily Mail í vefvafra sínum Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2019 20:12 Snjalltækjaútgáfa Edge-vafrans er nú með viðbót sem á að reyna að stemma stigu við útbreiðslu falsfrétta. Vísir/Getty Netverjar sem fara inn á vefsíðu breska götublaðsins Daily Mail í Edge-vefvafra tæknirisans Microsoft fá nú viðvörun um að efni blaðsins sé illa treystandi. Viðvörunin er hluti af nýrri viðbót við vafrann sem er ætlað að stemma stigu við falsfréttum. Viðbótin frá hugbúnaðarfyrirtækinu NewsGuard var upphaflega valkvæð en Microsoft byrjaði að setja hana sjálfkrafa í allar snjalltækjaútgáfur af Edge-vafranum í vikunni, að sögn The Guardian. Gamlir fréttahaukar standa að NewsGuard sem segjast reyna að koma upp viðmiðum um hvaða fréttasíðum er treystandi. Mail Online, vefútgáfa Daily Mail, fékk aðeins eitt stig af fimm mögulegum við mat á trúverðugleika hjá NewsGuard. Það er sama einkunn og rússneski ríkismiðillinn RT fékk. Þeir sem fara inn á Mail Online fá því skilaboð sem segja vefsíðuna yfirleitt „bregðast í að halda uppi grunngildum um nákvæmni og ábyrgð“ og að hún hafi „neyðst til að greiða bætur í fjölda áberandi mála“. Vefsíðan hafi reglulega birt efni sem hafi „skaðað orðspor, valdið víðtækum ótta eða gerst sek um áreitni eða brot á friðhelgi einkalífsins“. Talsmaður Mail Online segir að miðilinn hafi frétt af viðbótinni nýlega og eigi í viðræðum við NewsGuard um að breyta einkunninni sem sé „svívirðilega röng“. Steve Brill, einn stofnenda NewsGuard, segir að einkunn Mail Online hafi verið ákveðin eftir gegnsæja yfirlegu. Fulltrúi Mail Online hafi skellt á greinanda fyrirtækisins þegar unnið var að því að ákveða einkunnina. Daily Mail og systurblað þess Mail on Sunday hefur ítrekað gerst sekt um misvísandi eða efnislega ranga umfjöllun. Þannig komst fjölmiðlanefnd Bretlands til dæmis að þeirri niðurstöðu árið 2017 að síðarnefnda blaðið hefði gerst sekt um að hafa birt verulega misvísandi fullyrðingar um meint svik loftslagsvísindamanna. Neyddist blaðið til þess að birta úrskurð nefndarinnar á síðum sínum. Fjölmiðlanefndin taldi að Mail on Sunday hefði hvorki gætt að sannleiksgildi fréttar sinnar né hugað að því að leiðrétta fullyrðingar sem voru settar fram í henni. Fjölmiðlar Microsoft Tengdar fréttir Breskt götublað gert afturreka með ásakanir gegn loftslagsvísindamönnum Mail on Sunday hafði fullyrt að vísindamenn hefðu hagrætt gögnum til að ýkja hnattræna hlýnun. Blaðið þurfti að birta dóm siðanefndar um að það væri ekki rétt. 19. september 2017 14:47 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Netverjar sem fara inn á vefsíðu breska götublaðsins Daily Mail í Edge-vefvafra tæknirisans Microsoft fá nú viðvörun um að efni blaðsins sé illa treystandi. Viðvörunin er hluti af nýrri viðbót við vafrann sem er ætlað að stemma stigu við falsfréttum. Viðbótin frá hugbúnaðarfyrirtækinu NewsGuard var upphaflega valkvæð en Microsoft byrjaði að setja hana sjálfkrafa í allar snjalltækjaútgáfur af Edge-vafranum í vikunni, að sögn The Guardian. Gamlir fréttahaukar standa að NewsGuard sem segjast reyna að koma upp viðmiðum um hvaða fréttasíðum er treystandi. Mail Online, vefútgáfa Daily Mail, fékk aðeins eitt stig af fimm mögulegum við mat á trúverðugleika hjá NewsGuard. Það er sama einkunn og rússneski ríkismiðillinn RT fékk. Þeir sem fara inn á Mail Online fá því skilaboð sem segja vefsíðuna yfirleitt „bregðast í að halda uppi grunngildum um nákvæmni og ábyrgð“ og að hún hafi „neyðst til að greiða bætur í fjölda áberandi mála“. Vefsíðan hafi reglulega birt efni sem hafi „skaðað orðspor, valdið víðtækum ótta eða gerst sek um áreitni eða brot á friðhelgi einkalífsins“. Talsmaður Mail Online segir að miðilinn hafi frétt af viðbótinni nýlega og eigi í viðræðum við NewsGuard um að breyta einkunninni sem sé „svívirðilega röng“. Steve Brill, einn stofnenda NewsGuard, segir að einkunn Mail Online hafi verið ákveðin eftir gegnsæja yfirlegu. Fulltrúi Mail Online hafi skellt á greinanda fyrirtækisins þegar unnið var að því að ákveða einkunnina. Daily Mail og systurblað þess Mail on Sunday hefur ítrekað gerst sekt um misvísandi eða efnislega ranga umfjöllun. Þannig komst fjölmiðlanefnd Bretlands til dæmis að þeirri niðurstöðu árið 2017 að síðarnefnda blaðið hefði gerst sekt um að hafa birt verulega misvísandi fullyrðingar um meint svik loftslagsvísindamanna. Neyddist blaðið til þess að birta úrskurð nefndarinnar á síðum sínum. Fjölmiðlanefndin taldi að Mail on Sunday hefði hvorki gætt að sannleiksgildi fréttar sinnar né hugað að því að leiðrétta fullyrðingar sem voru settar fram í henni.
Fjölmiðlar Microsoft Tengdar fréttir Breskt götublað gert afturreka með ásakanir gegn loftslagsvísindamönnum Mail on Sunday hafði fullyrt að vísindamenn hefðu hagrætt gögnum til að ýkja hnattræna hlýnun. Blaðið þurfti að birta dóm siðanefndar um að það væri ekki rétt. 19. september 2017 14:47 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Breskt götublað gert afturreka með ásakanir gegn loftslagsvísindamönnum Mail on Sunday hafði fullyrt að vísindamenn hefðu hagrætt gögnum til að ýkja hnattræna hlýnun. Blaðið þurfti að birta dóm siðanefndar um að það væri ekki rétt. 19. september 2017 14:47