Mótmæli gegn meintum valdaræningja Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. janúar 2019 07:30 Tugþúsundir mótmæltu ríkisstjórn Maduro í Venesúela. NordicPhotos/AFP Stjórnarandstaðan í Venesúela efndi í gær til fjöldamótmæla til þess að mótmæla ríkisstjórn Nicolás Maduro forseta. Fremstur í flokki var Juan Guaidó, 35 ára þingmaður og nýr þingforseti, sem venesúelska þingið gerði fyrr í mánuðinum að starfandi forseta þar sem kjörtímabil Maduro var runnið út og þingið álítur kosningar síðasta árs ógildar. Mótmæli höfðu reyndar þegar hafist um nóttina á að minnsta kosti sextíu stöðum. Samkvæmt Reuters lenti mótmælendum saman við lögreglu og lést að minnsta kosti einn þeirra. Þrjátíu voru handtekin. Maduro er hins vegar ósammála þessu mati. Hann hefur þegar látið setja sig inn í embætti á ný enda lítur hann svo á að hið nýja stjórnlagaþing, sem hann lét stofna árið 2017 eftir að stjórnarandstaðan náði meirihluta á gamla þinginu, sé æðra. Sósíalistaflokkur Maduro stóð því fyrir gagnmótmælum. Stjórnarandstaðan nýtur stuðnings Bandaríkjanna, Samtaka Ameríkuríkja og Lima-hópsins, sem stofnaður var til að stuðla að friðsamlegri lausn á krísunni í Venesúela. Bandaríkjaforseti viðurkenndi í gær Guaidó opinberlega sem forseta landsins. Maduro tilkynnti í kjölfarið að hann ætlaði að slíta samskiptum við Bandaríkin. Guaidó og fylgismönnum hefur ekki tekist að styrkja stöðu sína mikið á þeim tveimur vikum sem liðnar eru frá því hann var gerður að starfandi forseta. Stjórnarandstaðan telur vænlegast að leita aðstoðar hersins. Til þess hefur þeim hermönnum sem snúast gegn Maduro verið boðin friðhelgi. Samkvæmt Reuters hafa hermenn ríka ástæðu til þess að vera reiðir vegna þess efnahagshrunsins s í Venesúela. Kaupmáttur þeirra, líkt og annarra borgara, hefur orðið nærri enginn vegna gríðarlegrar verðbólgu. Birtist í Fréttablaðinu Venesúela Tengdar fréttir Trump segir leiðtoga stjórnarandstöðunnar réttmætan forseta Venesúela Stjórnarandstaðan vill nýta skriðþunga mótmælanna til að taka völdin af Madúró. 23. janúar 2019 18:45 Venesúela slítur stjórnmálasambandi við Bandaríkin Forseti Venesúela gefur bandarískum erindrekum þrjá sólahringa til að koma sér úr landi. 23. janúar 2019 21:18 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Stjórnarandstaðan í Venesúela efndi í gær til fjöldamótmæla til þess að mótmæla ríkisstjórn Nicolás Maduro forseta. Fremstur í flokki var Juan Guaidó, 35 ára þingmaður og nýr þingforseti, sem venesúelska þingið gerði fyrr í mánuðinum að starfandi forseta þar sem kjörtímabil Maduro var runnið út og þingið álítur kosningar síðasta árs ógildar. Mótmæli höfðu reyndar þegar hafist um nóttina á að minnsta kosti sextíu stöðum. Samkvæmt Reuters lenti mótmælendum saman við lögreglu og lést að minnsta kosti einn þeirra. Þrjátíu voru handtekin. Maduro er hins vegar ósammála þessu mati. Hann hefur þegar látið setja sig inn í embætti á ný enda lítur hann svo á að hið nýja stjórnlagaþing, sem hann lét stofna árið 2017 eftir að stjórnarandstaðan náði meirihluta á gamla þinginu, sé æðra. Sósíalistaflokkur Maduro stóð því fyrir gagnmótmælum. Stjórnarandstaðan nýtur stuðnings Bandaríkjanna, Samtaka Ameríkuríkja og Lima-hópsins, sem stofnaður var til að stuðla að friðsamlegri lausn á krísunni í Venesúela. Bandaríkjaforseti viðurkenndi í gær Guaidó opinberlega sem forseta landsins. Maduro tilkynnti í kjölfarið að hann ætlaði að slíta samskiptum við Bandaríkin. Guaidó og fylgismönnum hefur ekki tekist að styrkja stöðu sína mikið á þeim tveimur vikum sem liðnar eru frá því hann var gerður að starfandi forseta. Stjórnarandstaðan telur vænlegast að leita aðstoðar hersins. Til þess hefur þeim hermönnum sem snúast gegn Maduro verið boðin friðhelgi. Samkvæmt Reuters hafa hermenn ríka ástæðu til þess að vera reiðir vegna þess efnahagshrunsins s í Venesúela. Kaupmáttur þeirra, líkt og annarra borgara, hefur orðið nærri enginn vegna gríðarlegrar verðbólgu.
Birtist í Fréttablaðinu Venesúela Tengdar fréttir Trump segir leiðtoga stjórnarandstöðunnar réttmætan forseta Venesúela Stjórnarandstaðan vill nýta skriðþunga mótmælanna til að taka völdin af Madúró. 23. janúar 2019 18:45 Venesúela slítur stjórnmálasambandi við Bandaríkin Forseti Venesúela gefur bandarískum erindrekum þrjá sólahringa til að koma sér úr landi. 23. janúar 2019 21:18 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Trump segir leiðtoga stjórnarandstöðunnar réttmætan forseta Venesúela Stjórnarandstaðan vill nýta skriðþunga mótmælanna til að taka völdin af Madúró. 23. janúar 2019 18:45
Venesúela slítur stjórnmálasambandi við Bandaríkin Forseti Venesúela gefur bandarískum erindrekum þrjá sólahringa til að koma sér úr landi. 23. janúar 2019 21:18