Alþjóðleg rannsókn á morðinu á Khashoggi hefst í næstu viku Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2019 17:32 Agnes Callamard er franskur sérfræðingur í mannréttindamálum og rannsakar ólöglegar aftökur fyrir mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Vísir/EPA Sérstakur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málum sem varða ólöglegar aftökur segist ætla að halda til Tyrklands til að stýra „sjálfstæðri alþjóðlegri rannsókn“ á morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi í næstu viku. Sádiarabísk stjórnvöld eru sögð hafa látið myrða hann en því neita Sádar. Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl 2. október. Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa orðið margsaga um hvað kom fyrir blaðamanninn en viðurkenndu á endanum að hann hefði látið lífið á ræðisskrifstofunni. Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi sem var gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandi sínu. Agnes Callamard, fulltrúi SÞ í ólöglegum, óformbundnum og gerræðislegum aftökum, segir Reuters-fréttastofunni að hún ætli að hefja rannsóknina með vikulangri ferð til Tyrklands frá 28. janúar til 3. febrúar. Þar muni hún meta aðstæður morðsins og „hvers eðlis og hversu langt ábyrgð ríkja eða einstaklinga á morðinu“ nái. Niðurstöður rannsóknarinnar ætlar Callamard að kynna þegar mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman í júní. Embætti hennar heyrir undir ráðið og hefur hún umboð til að rannsaka aftökur. Stjórnvöld í Ríad hafa dregið hóp manna fyrir dóm vegna morðsins á Khashoggi. Ellefu hafa verið ákærðir þar og krefjast þarlendir saksóknarar dauðadóms yfir fimm þeirra. Morðið á Khashoggi Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Tyrkland Tengdar fréttir Meintir morðingjar Khashoggi dregnir fyrir dóm í Sádi-Arabíu Saksóknarar krefjast dauðarefsingar yfir fimm af ellefu manns sem þeir saka um aðild að morðinu á blaðamanninum. 3. janúar 2019 10:55 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira
Sérstakur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málum sem varða ólöglegar aftökur segist ætla að halda til Tyrklands til að stýra „sjálfstæðri alþjóðlegri rannsókn“ á morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi í næstu viku. Sádiarabísk stjórnvöld eru sögð hafa látið myrða hann en því neita Sádar. Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl 2. október. Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa orðið margsaga um hvað kom fyrir blaðamanninn en viðurkenndu á endanum að hann hefði látið lífið á ræðisskrifstofunni. Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi sem var gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandi sínu. Agnes Callamard, fulltrúi SÞ í ólöglegum, óformbundnum og gerræðislegum aftökum, segir Reuters-fréttastofunni að hún ætli að hefja rannsóknina með vikulangri ferð til Tyrklands frá 28. janúar til 3. febrúar. Þar muni hún meta aðstæður morðsins og „hvers eðlis og hversu langt ábyrgð ríkja eða einstaklinga á morðinu“ nái. Niðurstöður rannsóknarinnar ætlar Callamard að kynna þegar mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman í júní. Embætti hennar heyrir undir ráðið og hefur hún umboð til að rannsaka aftökur. Stjórnvöld í Ríad hafa dregið hóp manna fyrir dóm vegna morðsins á Khashoggi. Ellefu hafa verið ákærðir þar og krefjast þarlendir saksóknarar dauðadóms yfir fimm þeirra.
Morðið á Khashoggi Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Tyrkland Tengdar fréttir Meintir morðingjar Khashoggi dregnir fyrir dóm í Sádi-Arabíu Saksóknarar krefjast dauðarefsingar yfir fimm af ellefu manns sem þeir saka um aðild að morðinu á blaðamanninum. 3. janúar 2019 10:55 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira
Meintir morðingjar Khashoggi dregnir fyrir dóm í Sádi-Arabíu Saksóknarar krefjast dauðarefsingar yfir fimm af ellefu manns sem þeir saka um aðild að morðinu á blaðamanninum. 3. janúar 2019 10:55