SAS skildi farangur Íslandsfara eftir í Ósló vegna slæms veðurs Atli Ísleifsson skrifar 24. janúar 2019 22:25 Flugfélagið ákvað að skilja allan farangur eftir í Noregi sökum þess að þar sem veðrið hafi verið svo slæmt á Íslandi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. SAS Farþegar með flugi flugfélagsins SAS á leið frá Ósló í Noregi til Íslands, SK-4787, fengu ekki farangur sinn afhentan við komuna til Keflavíkur fyrr í dag. Flugfélagið ákvað að skilja allan farangur eftir í Noregi sökum þess að veðrið væri svo slæmt á Íslandi. Þetta segir Karin Nyman, samskiptastjóri SAS, í samtali við Vísi. Nyman segir að nauðsynlegt hafi verið að bæta bensíni á vélina þar sem veðrið hafi verið svo slæmt á Íslandi. Hefði vélin ekki náð að lenda í Keflavík vegna veðurs hefði þurft að fljúga á næsta varaflugvöll, sem í þessu tilviki væri Stafangur í Noregi. Farþegar fréttu fyrst af því að farangurinn væri ekki með í för þegar lent var í Keflavík.Karin Nyman.SASÓvenjulegar aðstæður „Aðalatriðið var að koma farþegunum til Íslands og var því ákveðið að taka bæði farangur og annan farm úr til að koma fyrir meira bensíni,“ segir Nyman, sem leggur áherslu á að um óvenjulegar aðstæður (s. extreme situation) hafi verið að ræða. Hún segir að alls hafi 166 farþegar verið um borð í vélinni og hafi tekist að koma megninu af farangrinum til Íslands með öðrum vélum í dag. Enn eigi þó eftir að koma um þrjátíu innrituðum töskum til Íslands og verði það gert á morgun. Vélin sem um ræðir er af gerðinni Boeing 737-883. Hún tók á loft á Gardermoen í Ósló um klukkan 10:30 í morgun að staðartíma og lenti í Keflavík skömmu fyrir 13 að íslenskum tíma. Fréttir af flugi Noregur Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Farþegar með flugi flugfélagsins SAS á leið frá Ósló í Noregi til Íslands, SK-4787, fengu ekki farangur sinn afhentan við komuna til Keflavíkur fyrr í dag. Flugfélagið ákvað að skilja allan farangur eftir í Noregi sökum þess að veðrið væri svo slæmt á Íslandi. Þetta segir Karin Nyman, samskiptastjóri SAS, í samtali við Vísi. Nyman segir að nauðsynlegt hafi verið að bæta bensíni á vélina þar sem veðrið hafi verið svo slæmt á Íslandi. Hefði vélin ekki náð að lenda í Keflavík vegna veðurs hefði þurft að fljúga á næsta varaflugvöll, sem í þessu tilviki væri Stafangur í Noregi. Farþegar fréttu fyrst af því að farangurinn væri ekki með í för þegar lent var í Keflavík.Karin Nyman.SASÓvenjulegar aðstæður „Aðalatriðið var að koma farþegunum til Íslands og var því ákveðið að taka bæði farangur og annan farm úr til að koma fyrir meira bensíni,“ segir Nyman, sem leggur áherslu á að um óvenjulegar aðstæður (s. extreme situation) hafi verið að ræða. Hún segir að alls hafi 166 farþegar verið um borð í vélinni og hafi tekist að koma megninu af farangrinum til Íslands með öðrum vélum í dag. Enn eigi þó eftir að koma um þrjátíu innrituðum töskum til Íslands og verði það gert á morgun. Vélin sem um ræðir er af gerðinni Boeing 737-883. Hún tók á loft á Gardermoen í Ósló um klukkan 10:30 í morgun að staðartíma og lenti í Keflavík skömmu fyrir 13 að íslenskum tíma.
Fréttir af flugi Noregur Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent