„Gulu vestin“ hyggjast bjóða fram til Evrópuþingsins Atli Ísleifsson skrifar 24. janúar 2019 23:54 Frá mótmælum "gulu vestanna“ við Eiffelturninn í París. Getty Franska mótmælendahreyfingin sem kennir sig við „gul vesti“ hefur tilkynnt að hún ætli sér að bjóða fram í kosningum til Evrópuþingsins í maí. Er hreyfingin nú þegar búin að tilkynna um tíu frambjóðendur og að vonir standi til að 79 verði á framboðslistanum þegar upp er staðið. Hreyfingin spratt upp úr mótmælum gegn hækkun eldneytisverðs í nóvember. Síðustu vikurnar hafa tugþúsundir tekið þátt í mótmælum „gulu vestanna“í París og víðar í Frakklandi. Reglulega hefur komið til átaka milli mótmælenda og lögreglu og eru þau sögð þau verstu í París frá árinu 1968.Tákn um gamaldags elítisma Hreyfingin leggst gegn núverandi stjórnkerfi, bæði í Frakklandi og innan Evrópusambandsins, og segja Emmanuel Macron Frakklandsforseta vera tákn um gamaldags elítisma og ekki vera í neinum tengslum við franskan almenning. Frambjóðendurnir tíu eru á aldrinum 29 til 53 og koma úr hinum ýmsu sviðum samfélagsins. BBC segir frá því að í frambjóðendahópnum sé meðal annars að finna framkvæmdastjóra lítils fyrirtækis, lögmann, og heilbrigðisstarfsmann. Sex frambjóðendanna eru konur en fjórir eru karlar. Þessi nýja stjórnmálahreyfing kallar sig RIC og hefur enn ekki verið skipaður leiðtogi eða formaður. Le Monde greinir frá því að flokkurinn þurfi nú að safna saman um 700 þúsund evrum, tæpum 100 milljónum króna, til að geta boðið fram. Kosningar til Evrópuþingsins standa frá 23. til 26. maí. Evrópusambandið Frakkland Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Franska mótmælendahreyfingin sem kennir sig við „gul vesti“ hefur tilkynnt að hún ætli sér að bjóða fram í kosningum til Evrópuþingsins í maí. Er hreyfingin nú þegar búin að tilkynna um tíu frambjóðendur og að vonir standi til að 79 verði á framboðslistanum þegar upp er staðið. Hreyfingin spratt upp úr mótmælum gegn hækkun eldneytisverðs í nóvember. Síðustu vikurnar hafa tugþúsundir tekið þátt í mótmælum „gulu vestanna“í París og víðar í Frakklandi. Reglulega hefur komið til átaka milli mótmælenda og lögreglu og eru þau sögð þau verstu í París frá árinu 1968.Tákn um gamaldags elítisma Hreyfingin leggst gegn núverandi stjórnkerfi, bæði í Frakklandi og innan Evrópusambandsins, og segja Emmanuel Macron Frakklandsforseta vera tákn um gamaldags elítisma og ekki vera í neinum tengslum við franskan almenning. Frambjóðendurnir tíu eru á aldrinum 29 til 53 og koma úr hinum ýmsu sviðum samfélagsins. BBC segir frá því að í frambjóðendahópnum sé meðal annars að finna framkvæmdastjóra lítils fyrirtækis, lögmann, og heilbrigðisstarfsmann. Sex frambjóðendanna eru konur en fjórir eru karlar. Þessi nýja stjórnmálahreyfing kallar sig RIC og hefur enn ekki verið skipaður leiðtogi eða formaður. Le Monde greinir frá því að flokkurinn þurfi nú að safna saman um 700 þúsund evrum, tæpum 100 milljónum króna, til að geta boðið fram. Kosningar til Evrópuþingsins standa frá 23. til 26. maí.
Evrópusambandið Frakkland Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira