Annie Liebovitz, 52 ára
Ljósmyndarinn virti sem á heiðurinn af einni þekktustu forsíðu sögunnar, af nakinni og barnshafandi Demi Moore fyrir tímaritið Vanity Fair árið 1991, eignaðist sjálf dóttur árið 2001, þá 52 ára gömul. Annie varð barnshafandi með gjafasæði en maki hennar, Susan Sontag, lést árið 2004. Þremur árum eftir fæðingu dótturinnar eignaðist Annie tvíbura, en í það skiptið var það staðgöngumóðir sem gekk með börnin.

Söngkonan Janet Jackson eignaðist sitt fyrsta og eina barn, soninn Eissa Al Mana, í byrjun árs 2017 og er hann því tveggja ára. Hefur Janet látið hafa eftir sér að sonurinn hafi breytt heimssýn hennar og hjálpað henni að finna hamingjuna.

Leikkonan sem sló í gegn í þáttunum Lucifer eignaðist sitt annað barn í ágúst á síðasta ári, þá fimmtug. Fyrir áttu hún og eiginmaður hennar tveggja ára son og má því ætla að nóg sé um að vera á heimilinu.

Leikkonan danska Brigitte Nielsen eignaðist sitt fimmta barn með Mattia Dessi, fimmta eiginmanni sínum, í júní á síðasta ári, þá 54 ára gömul. Aldursmunur á elsta og yngsta barni Brigitte er 34 ár.
