Álitamál hvort íslenskum dómurum sé óhætt að ferðast til Tyrklands Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. janúar 2019 19:00 Álitamál er hvort íslenskum dómurum sé óhætt að ferðast til Tyrklands því tyrknesk stjórnvöld hafa skilgreint Alþjóðasamtök dómara, sem Dómarafélag Íslands á aðild að, sem hryðjuverkasamtök. Formaður Dómarafélags Íslands og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur funduðu í dag með utanríkisráðherra vegna þessa máls og máls Murat Arslan, tyrknesks dómara sem á dögunum var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir óþekktar sakir. Arslan er formaður Dómarafélags Tyrklands. Er hann nú á meðal fórnarlamba hreinsana Erdogans Tyrklandsforseta en alls hafa 2.500 dómarar verið handteknir í Tyrklandi frá júlí 2016. Skúli Magnússon héraðsdómari og Murat Arslan þekkjast í gegnum Alþjóðasamtök dómara. „Það sem stingur við þetta mál er að við vitum mjög lítið hvaða sakir voru bornar á Murat Arslan. Við vitum ekki á hverju dómurinn grundvallaðist. Við vitum, samkvæmt sjónarvottum, að dómararnir íhuguðu málið í þrjár mínútur áður en þeir kváðu upp þennan tíu ára fangelsisdóm,“ segir Skúli sem hefur unnið með Arslan. „Ég þekki þennan mann persónulega, hef hitt hann og unnið með honum og á afskaplega erfitt með að trúa að hann hafi tekið þátt í þessari tilraun til valdaráns í Tyrklandi sumarið 2016.“ Tyrknesk stjórnvöld hafa skilgreint Alþjóðasamtök dómara, sem Dómarafélag Íslands á aðild að, sem hryðjuverkasamtök. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands, segir þetta talsvert áhyggjuefni. Enda sé það álitamál hvort íslenskum dómurum sé óhætt að ferðast til Tyrklands. „Við höfum það frá fyrstu hendi frá kollegum okkar í Evrópu að þeir hætti sér ekki þangað (til Tyrklands). Alþjóðasamtök dómara hafa verið skilgreind sem hryðjuverkasamtök og einstakir meðlimir þeirra samtaka líka. Það er eitt af því sem við báðum ráðherra um að kanna. Hvernig okkar högum, íslensku dómaranna, er háttað verandi aðilar að þessum samtökum og virkir stuðningsmenn tyrkneskra dómara,“ segir Ingibjörg. Tyrkland Tengdar fréttir Biðla til ráðherra vegna Murat Arslan Skúli Magnússon dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og Ingibjörg Þorsteinsdóttir formaður Dómarafélags Íslands munu í dag funda með utanríkisráðherra til þess að vekja athygli hans á máli Murat Arslan sem er formaður dómarafélags Tyrklands. Arslan er eitt fórnarlamba hreinsana Erdogans Tyrklandsforseta og var dæmdur í tíu ára fangelsi af óþekktum ástæðum. 25. janúar 2019 12:15 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Álitamál er hvort íslenskum dómurum sé óhætt að ferðast til Tyrklands því tyrknesk stjórnvöld hafa skilgreint Alþjóðasamtök dómara, sem Dómarafélag Íslands á aðild að, sem hryðjuverkasamtök. Formaður Dómarafélags Íslands og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur funduðu í dag með utanríkisráðherra vegna þessa máls og máls Murat Arslan, tyrknesks dómara sem á dögunum var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir óþekktar sakir. Arslan er formaður Dómarafélags Tyrklands. Er hann nú á meðal fórnarlamba hreinsana Erdogans Tyrklandsforseta en alls hafa 2.500 dómarar verið handteknir í Tyrklandi frá júlí 2016. Skúli Magnússon héraðsdómari og Murat Arslan þekkjast í gegnum Alþjóðasamtök dómara. „Það sem stingur við þetta mál er að við vitum mjög lítið hvaða sakir voru bornar á Murat Arslan. Við vitum ekki á hverju dómurinn grundvallaðist. Við vitum, samkvæmt sjónarvottum, að dómararnir íhuguðu málið í þrjár mínútur áður en þeir kváðu upp þennan tíu ára fangelsisdóm,“ segir Skúli sem hefur unnið með Arslan. „Ég þekki þennan mann persónulega, hef hitt hann og unnið með honum og á afskaplega erfitt með að trúa að hann hafi tekið þátt í þessari tilraun til valdaráns í Tyrklandi sumarið 2016.“ Tyrknesk stjórnvöld hafa skilgreint Alþjóðasamtök dómara, sem Dómarafélag Íslands á aðild að, sem hryðjuverkasamtök. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands, segir þetta talsvert áhyggjuefni. Enda sé það álitamál hvort íslenskum dómurum sé óhætt að ferðast til Tyrklands. „Við höfum það frá fyrstu hendi frá kollegum okkar í Evrópu að þeir hætti sér ekki þangað (til Tyrklands). Alþjóðasamtök dómara hafa verið skilgreind sem hryðjuverkasamtök og einstakir meðlimir þeirra samtaka líka. Það er eitt af því sem við báðum ráðherra um að kanna. Hvernig okkar högum, íslensku dómaranna, er háttað verandi aðilar að þessum samtökum og virkir stuðningsmenn tyrkneskra dómara,“ segir Ingibjörg.
Tyrkland Tengdar fréttir Biðla til ráðherra vegna Murat Arslan Skúli Magnússon dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og Ingibjörg Þorsteinsdóttir formaður Dómarafélags Íslands munu í dag funda með utanríkisráðherra til þess að vekja athygli hans á máli Murat Arslan sem er formaður dómarafélags Tyrklands. Arslan er eitt fórnarlamba hreinsana Erdogans Tyrklandsforseta og var dæmdur í tíu ára fangelsi af óþekktum ástæðum. 25. janúar 2019 12:15 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Biðla til ráðherra vegna Murat Arslan Skúli Magnússon dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og Ingibjörg Þorsteinsdóttir formaður Dómarafélags Íslands munu í dag funda með utanríkisráðherra til þess að vekja athygli hans á máli Murat Arslan sem er formaður dómarafélags Tyrklands. Arslan er eitt fórnarlamba hreinsana Erdogans Tyrklandsforseta og var dæmdur í tíu ára fangelsi af óþekktum ástæðum. 25. janúar 2019 12:15