Trudeau bað sendiherra Kanada í Kína um að segja af sér Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2019 23:33 John McCallum, fyrrverandi sendiherra Kanada í Kína. AP/Paul Chiasson Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, bað John McCallum, sendiherra landsins í Kína, um að segja af sér. Trudeau hefur ekki sagt hvers vegna hann greip til þessara aðgerða en afsögnin hefur verið rekin til ummæla hans um framsalsbeiðni Bandaríkjanna gagnvart Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska fyrirtækisins Huawei. McCallum hefur á undanförnum dögum gagnrýnt Bandaríkin fyrir að sækjast eftir því að Meng verði framseld og hefur jafnvel sagt framsalsbeiðnina vera gallaða. Stjórnarandstaðan í Kanada hafði gagnrýnt McCallum harðlega fyrir ummæli sín því hið opinbera á ekki að koma með neinum hætti að dómskerfinu í Kanada. Meng er grunuð um brot á viðskiptaþvingunum gegn Íran og fjársvik í tengslum við þau brot. Yfirvöld í Kína hafa fangelsað minnst tvo Kanadamenn og sagt þá ógna öryggi þjóðarinnar. Þá var dómur annars manns frá Kanada þyngdur. Hann hafði áður verið dæmdur til fangelsisvistar en hefur nú verið dæmdur til dauða. Aðgerðir þessar eru taldar vera hefndaraðgerðir vegna handtöku Meng í síðasta mánuði. Hún var handtekin að beiðni yfirvalda í Bandaríkjunum og standa nú yfir málaferli um hvort yfirvöld Í Kanada megi framselja hana. Reuters ræddi við nokkra reynda embættismenn og sérfræðinga sem segja þetta í fyrsta sinn sem kanadískur sendiherra sé í raun rekinn.Trudeau sagði á fimmtudaginn að hann ætlaði sér ekki að reka McCallum, sem hafði beðist afsökunar á ummælum sínum um framsalsbeiðnina. Á föstudaginn sagði hann hins vegar við Toronto Star að það yrði frábært fyrir Kanada ef Bandaríkin myndu fella beiðnina niður. Hvers konar samkomulag á milli Bandaríkjanna og Kína þyrfti að fela í sér að Kínverjar myndu sleppa mönnunum tveimur sem hafa verið handteknir. Bandaríkin Kanada Kína Tengdar fréttir Starfsmaður Huawei handtekinn í Póllandi fyrir njósnir Pólskur maður var einnig handtekinn og eru þeir sagðir hafa verið í samstarfi um njósnir. 11. janúar 2019 13:24 Kanadískur karlmaður dæmdur til dauða í Kína Samskipti Kína og Kanada hafa verið stirð eftir að einn stjórnenda Huawei var handtekinn í Vancouver í desember. 14. janúar 2019 14:44 Krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu Yfirvöld í Kína krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu gegn Meng Wanzhou, aðstoðarfjármálastjóra kínverska tæknirisans Huawei, sem handtekin var í Kanada fyrir áramót. 22. janúar 2019 10:32 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, bað John McCallum, sendiherra landsins í Kína, um að segja af sér. Trudeau hefur ekki sagt hvers vegna hann greip til þessara aðgerða en afsögnin hefur verið rekin til ummæla hans um framsalsbeiðni Bandaríkjanna gagnvart Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska fyrirtækisins Huawei. McCallum hefur á undanförnum dögum gagnrýnt Bandaríkin fyrir að sækjast eftir því að Meng verði framseld og hefur jafnvel sagt framsalsbeiðnina vera gallaða. Stjórnarandstaðan í Kanada hafði gagnrýnt McCallum harðlega fyrir ummæli sín því hið opinbera á ekki að koma með neinum hætti að dómskerfinu í Kanada. Meng er grunuð um brot á viðskiptaþvingunum gegn Íran og fjársvik í tengslum við þau brot. Yfirvöld í Kína hafa fangelsað minnst tvo Kanadamenn og sagt þá ógna öryggi þjóðarinnar. Þá var dómur annars manns frá Kanada þyngdur. Hann hafði áður verið dæmdur til fangelsisvistar en hefur nú verið dæmdur til dauða. Aðgerðir þessar eru taldar vera hefndaraðgerðir vegna handtöku Meng í síðasta mánuði. Hún var handtekin að beiðni yfirvalda í Bandaríkjunum og standa nú yfir málaferli um hvort yfirvöld Í Kanada megi framselja hana. Reuters ræddi við nokkra reynda embættismenn og sérfræðinga sem segja þetta í fyrsta sinn sem kanadískur sendiherra sé í raun rekinn.Trudeau sagði á fimmtudaginn að hann ætlaði sér ekki að reka McCallum, sem hafði beðist afsökunar á ummælum sínum um framsalsbeiðnina. Á föstudaginn sagði hann hins vegar við Toronto Star að það yrði frábært fyrir Kanada ef Bandaríkin myndu fella beiðnina niður. Hvers konar samkomulag á milli Bandaríkjanna og Kína þyrfti að fela í sér að Kínverjar myndu sleppa mönnunum tveimur sem hafa verið handteknir.
Bandaríkin Kanada Kína Tengdar fréttir Starfsmaður Huawei handtekinn í Póllandi fyrir njósnir Pólskur maður var einnig handtekinn og eru þeir sagðir hafa verið í samstarfi um njósnir. 11. janúar 2019 13:24 Kanadískur karlmaður dæmdur til dauða í Kína Samskipti Kína og Kanada hafa verið stirð eftir að einn stjórnenda Huawei var handtekinn í Vancouver í desember. 14. janúar 2019 14:44 Krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu Yfirvöld í Kína krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu gegn Meng Wanzhou, aðstoðarfjármálastjóra kínverska tæknirisans Huawei, sem handtekin var í Kanada fyrir áramót. 22. janúar 2019 10:32 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Starfsmaður Huawei handtekinn í Póllandi fyrir njósnir Pólskur maður var einnig handtekinn og eru þeir sagðir hafa verið í samstarfi um njósnir. 11. janúar 2019 13:24
Kanadískur karlmaður dæmdur til dauða í Kína Samskipti Kína og Kanada hafa verið stirð eftir að einn stjórnenda Huawei var handtekinn í Vancouver í desember. 14. janúar 2019 14:44
Krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu Yfirvöld í Kína krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu gegn Meng Wanzhou, aðstoðarfjármálastjóra kínverska tæknirisans Huawei, sem handtekin var í Kanada fyrir áramót. 22. janúar 2019 10:32