Filippus segist „fullur iðrunar“ vegna árekstursins í nýbirtu bréfi Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. janúar 2019 09:05 Filippus prins er mikill áhugamaður um bíla. Hann varð valdur að árekstri í síðustu viku. Getty/Max Mumby Flippus prins, hertogi af Edinborg, hefur beðið konu sem slasaðist í árekstri sem hann var valdur að afsökunar. Filippus skrifaði konunni bréf þar sem hann sagðist „miður sín“ vegna atviksisins en konan hafði áður lýst því yfir að hún væri óánægð með viðbrögð konungshjónanna í málinu. Fjölmiðlar greindu frá árekstrinum í síðustu viku en slysið varð þegar Filippus, sem er 97 ára, ók bíl sínum á KIA-bifreið nærri herragarði bresku konungsfjölskyldunnar í Sandringham í Norfolk á Bretlandseyjum þann 17. janúar síðastliðinn. Filippus slapp ómeiddur frá árekstrinum en farþegi hins bílsins, hin 46 ára gamla Emma Fairweather, úlnliðsbrotnaði.Sjá einnig: Drottningin sögð hafa óbeit á hraðakstri prinsins Fairweather hefur lýst yfir óánægju með Filippus og Elísabetu Bretadrottningu, eiginkonu hans, í kjölfar árekstursins. Skömmu eftir slysið tjáði hún breskum fjölmiðlum að hertoginn hafi ekki einu sinni beðið sig afsökunar. Þá hafi skilaboð sem Filippus og Elísabet sendu henni strax eftir slysið verið óskiljanleg auk þess sem þau hafi ekki óskað henni bata.Hertoginn fullur iðrunar Nú hefur hins vegar komið fram að Filippus sendi Fairweather bréf, skrifað fjórum dögum eftir slysið, þar sem hann biður hana afsökunar. Bréfið er birt í heild á vef breska götublaðsins Sunday Mirror en þar segist hertoginn „miður sín“ vegna slyssins. Þá kemur hann á framfæri óskum um „skjótan bata“ Fairweather og bætir við að hann sé „nokkuð sleginn“ eftir áreksturinn. „Mér hefur síðar verið tjáð að þú hafir handleggsbrotnað. Mér þykir mjög fyrir þessum meiðslum.“ Filippus gerir jafnframt frekari grein fyrir tildrögum slyssins en hann segir í bréfinu að hann hafi oft ekið umræddan veg og sé meðvitaður um umferðarþungann á svæðinu. „Með öðrum orðum, sólin var lágt á lofti yfir aðalveginum. Við venjuleg skilyrði hefði ég ekki átt í vandræðum með að sjá umferðina nálgast,“ skrifar hertoginn. „[…] og ég er fullur iðrunar yfir afleiðingunum.“ Segir bréfið einlægt Fairweather virðist hafa tekið konungshjónin í sátt og segist ánægð með bréfið, sérstaklega þar sem hann hafi ritað skírnarnafn sitt undir en ekki titilinn. Það hafi gefið bréfinu einlægan og persónulegan blæ. Þá hafi hertoginn loksins viðurkennt áfallið sem hún hafi orðið fyrir vegna slyssins. Bretar hafa fylgst náið með slysinu og eftirmálum þess síðustu daga. Hertoginn var einn í Landrover Freelander-bifreið sinni þegar hann ók inn á aðalveginn af beygjuakrein, með þeim afleiðingum að bifreið hans hafnaði á KIA-bifreiðinni með Fairweather innanborðs. Vinkona Fairweather ók bílnum og þá var níu mánaða sonur hennar í aftursætinu. Bretland England Kóngafólk Tengdar fréttir Fylgjast náið með ferðum prinsins: „Hefur ekki einu sinni beðist afsökunar“ Prinsinn myndaður einn í nýjum Land Rover og án sætisbeltis tveimur dögum eftir áreksturinn. 19. janúar 2019 23:45 Munu ekki veita Filippusi prins afslátt við rannsókn bílslyss Drottningamaðurinn slapp ómeiddur frá bílslysi á fimmtudaginn. 19. janúar 2019 19:21 Drottningin sögð hafa haft óbeit á hraðakstri prinsins Telur nokkuð víst að hún hafi beðið prinsinn um að hætta akstri eftir áreksturinn. 24. janúar 2019 10:05 Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Sjá meira
Flippus prins, hertogi af Edinborg, hefur beðið konu sem slasaðist í árekstri sem hann var valdur að afsökunar. Filippus skrifaði konunni bréf þar sem hann sagðist „miður sín“ vegna atviksisins en konan hafði áður lýst því yfir að hún væri óánægð með viðbrögð konungshjónanna í málinu. Fjölmiðlar greindu frá árekstrinum í síðustu viku en slysið varð þegar Filippus, sem er 97 ára, ók bíl sínum á KIA-bifreið nærri herragarði bresku konungsfjölskyldunnar í Sandringham í Norfolk á Bretlandseyjum þann 17. janúar síðastliðinn. Filippus slapp ómeiddur frá árekstrinum en farþegi hins bílsins, hin 46 ára gamla Emma Fairweather, úlnliðsbrotnaði.Sjá einnig: Drottningin sögð hafa óbeit á hraðakstri prinsins Fairweather hefur lýst yfir óánægju með Filippus og Elísabetu Bretadrottningu, eiginkonu hans, í kjölfar árekstursins. Skömmu eftir slysið tjáði hún breskum fjölmiðlum að hertoginn hafi ekki einu sinni beðið sig afsökunar. Þá hafi skilaboð sem Filippus og Elísabet sendu henni strax eftir slysið verið óskiljanleg auk þess sem þau hafi ekki óskað henni bata.Hertoginn fullur iðrunar Nú hefur hins vegar komið fram að Filippus sendi Fairweather bréf, skrifað fjórum dögum eftir slysið, þar sem hann biður hana afsökunar. Bréfið er birt í heild á vef breska götublaðsins Sunday Mirror en þar segist hertoginn „miður sín“ vegna slyssins. Þá kemur hann á framfæri óskum um „skjótan bata“ Fairweather og bætir við að hann sé „nokkuð sleginn“ eftir áreksturinn. „Mér hefur síðar verið tjáð að þú hafir handleggsbrotnað. Mér þykir mjög fyrir þessum meiðslum.“ Filippus gerir jafnframt frekari grein fyrir tildrögum slyssins en hann segir í bréfinu að hann hafi oft ekið umræddan veg og sé meðvitaður um umferðarþungann á svæðinu. „Með öðrum orðum, sólin var lágt á lofti yfir aðalveginum. Við venjuleg skilyrði hefði ég ekki átt í vandræðum með að sjá umferðina nálgast,“ skrifar hertoginn. „[…] og ég er fullur iðrunar yfir afleiðingunum.“ Segir bréfið einlægt Fairweather virðist hafa tekið konungshjónin í sátt og segist ánægð með bréfið, sérstaklega þar sem hann hafi ritað skírnarnafn sitt undir en ekki titilinn. Það hafi gefið bréfinu einlægan og persónulegan blæ. Þá hafi hertoginn loksins viðurkennt áfallið sem hún hafi orðið fyrir vegna slyssins. Bretar hafa fylgst náið með slysinu og eftirmálum þess síðustu daga. Hertoginn var einn í Landrover Freelander-bifreið sinni þegar hann ók inn á aðalveginn af beygjuakrein, með þeim afleiðingum að bifreið hans hafnaði á KIA-bifreiðinni með Fairweather innanborðs. Vinkona Fairweather ók bílnum og þá var níu mánaða sonur hennar í aftursætinu.
Bretland England Kóngafólk Tengdar fréttir Fylgjast náið með ferðum prinsins: „Hefur ekki einu sinni beðist afsökunar“ Prinsinn myndaður einn í nýjum Land Rover og án sætisbeltis tveimur dögum eftir áreksturinn. 19. janúar 2019 23:45 Munu ekki veita Filippusi prins afslátt við rannsókn bílslyss Drottningamaðurinn slapp ómeiddur frá bílslysi á fimmtudaginn. 19. janúar 2019 19:21 Drottningin sögð hafa haft óbeit á hraðakstri prinsins Telur nokkuð víst að hún hafi beðið prinsinn um að hætta akstri eftir áreksturinn. 24. janúar 2019 10:05 Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Sjá meira
Fylgjast náið með ferðum prinsins: „Hefur ekki einu sinni beðist afsökunar“ Prinsinn myndaður einn í nýjum Land Rover og án sætisbeltis tveimur dögum eftir áreksturinn. 19. janúar 2019 23:45
Munu ekki veita Filippusi prins afslátt við rannsókn bílslyss Drottningamaðurinn slapp ómeiddur frá bílslysi á fimmtudaginn. 19. janúar 2019 19:21
Drottningin sögð hafa haft óbeit á hraðakstri prinsins Telur nokkuð víst að hún hafi beðið prinsinn um að hætta akstri eftir áreksturinn. 24. janúar 2019 10:05