Geymdi bækurnar í Bónus í áratug Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. janúar 2019 16:10 Þegar Illugi gerði sér ferð í Bónus á dögunum rann það upp fyrir honum að bókakassarnir voru fleiri en hann minnti. Illugi Jökulsson Fyrir áratug var heimili Illuga Jökulssonar rithöfundar að „drukkna“ í bókum. Eftir að hann grisjaði tilkomumikið bókasafn sitt gat hann þó ekki hugsað sér með neinu móti að henda bókunum. Illugi segir frá þessu á Facebook síðu sinni. Árið 2009 voru landsmenn að kljást við efnahagshrunið og Illugi gat ekki leyft sér að leigja geymslu undir bækurnar. Jóhannes Jónsson, heitinn, betur þekktur sem Jóhannes í Bónus, var á þessum tíma nýbúinn að opna Bónusverslun við Hallveigarstíg og brá Illugi á það ráð að spyrja Jóhannes hvort hann hefði aukapláss undir bækurnar sínar. Jóhannes varð við ósk Illuga og með hjálp húsvarðarins fékk Illugi að setja bókakassa í geymslu í kjallara hússins. Þar hafa bækurnar verið í áratug en sökum þess að verslunin Bónus lokar við Hallveigarstíg þurfti Illugi að sækja bókakassana sína. „Þær reyndust vera aðeins fleiri en mig minnti,“ skrifar Illugi. Aðspurður hvað hann hyggist gera við bækurnar segist Illugi þurfa að grisja safnið sitt enn á ný og koma hluta þeirra á góð heimili. Hann er þó viss um að hann muni finna ýmis „grundvallarrit“ eins og hann kemst sjálfur að orði enda mikill vinur bókarinnar. Þegar Illugi er spurður hvort hann eigi jafnvel enn stærra safn heima hjá sér svarar hann því til að honum hafi tekist að halda aftur að sér síðan þá.Hefur eitthvað, síðan þá, komið í stað bókarinnar?„Það mun aldrei neitt koma í stað bókarinnar,“ svarar Illugi fullur sannfæringar. Bókmenntir Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira
Fyrir áratug var heimili Illuga Jökulssonar rithöfundar að „drukkna“ í bókum. Eftir að hann grisjaði tilkomumikið bókasafn sitt gat hann þó ekki hugsað sér með neinu móti að henda bókunum. Illugi segir frá þessu á Facebook síðu sinni. Árið 2009 voru landsmenn að kljást við efnahagshrunið og Illugi gat ekki leyft sér að leigja geymslu undir bækurnar. Jóhannes Jónsson, heitinn, betur þekktur sem Jóhannes í Bónus, var á þessum tíma nýbúinn að opna Bónusverslun við Hallveigarstíg og brá Illugi á það ráð að spyrja Jóhannes hvort hann hefði aukapláss undir bækurnar sínar. Jóhannes varð við ósk Illuga og með hjálp húsvarðarins fékk Illugi að setja bókakassa í geymslu í kjallara hússins. Þar hafa bækurnar verið í áratug en sökum þess að verslunin Bónus lokar við Hallveigarstíg þurfti Illugi að sækja bókakassana sína. „Þær reyndust vera aðeins fleiri en mig minnti,“ skrifar Illugi. Aðspurður hvað hann hyggist gera við bækurnar segist Illugi þurfa að grisja safnið sitt enn á ný og koma hluta þeirra á góð heimili. Hann er þó viss um að hann muni finna ýmis „grundvallarrit“ eins og hann kemst sjálfur að orði enda mikill vinur bókarinnar. Þegar Illugi er spurður hvort hann eigi jafnvel enn stærra safn heima hjá sér svarar hann því til að honum hafi tekist að halda aftur að sér síðan þá.Hefur eitthvað, síðan þá, komið í stað bókarinnar?„Það mun aldrei neitt koma í stað bókarinnar,“ svarar Illugi fullur sannfæringar.
Bókmenntir Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira