Einn helsti ráðgjafi Trump vill ekki sjá fleiri flóttamenn Kjartan Kjartansson skrifar 28. janúar 2019 16:09 Fáir í innsta hring hafa enst eins lengi og ræðuhöfundurinn Stephen Miller. Í bókinni segir Sims að ástæðan sé sú að hann hafi leikið tveimur skjöldum í baráttu ólíkra fylkinga í Hvíta húsinu. Vísir/EPA Fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins fullyrðir að Stephen Miller, ræðuhöfundur og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hafi lýst því yfir að hann vildi að flóttamenn stigu aldrei framar fæti á bandaríska jörð. Þetta er á meðal þess kemur fram í bók sem starfsmaðurinn hefur skrifað. Miller er af mörgum talinn aðalhugmyndafræðingur ríkisstjórnar Trump þegar kemur að útlendingamálum og landamærunum, þar á meðal ferðabannsins sem Hvíta húsið reyndi að koma á strax á fyrstu dögum forsetatíðar Trump. Honum er lýst sem harðlínumanni sem vill ekki aðeins draga úr ólöglegum komum fólks til Bandaríkjanna heldur einnig takmarka verulega löglegan innflutning fólks. Í „Nöðruliðinu“, nýrri bók Cliffs Sims, fyrrverandi starfsmanns samskiptasviðs Hvíta hússins, segir að Miller hafi leikið tveimur skjöldum í Hvíta húsinu. Í fyrstu hafi hann haldið tryggð við Steve Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafa Trump, en síðar stungið hann í bakið og gerst náinn Jared Kushner, tengdasyni Trump og einum helsta ráðgafa forsetans. Sims, sem var tiltölulega lágt settur en naut óvenjulega mikils aðgengis að forsetanum, segist hafa haft áhyggjur af skeytingarleysi Trump í garð flóttafólks, ekki síst ofsóttra kristinna manna erlendis. Hann hafi leitað til Miller með þær áhyggjur en fengið litla hughreystingu hjá honum. „Ég væri hamingjusamur ef ekki einn einasti flóttamaður stigi fæti á bandaríska jörð nokkru sinni aftur,“ hefur Sims eftir Miller í bókinni. Sims, sem er á fertugsaldri, lét af störfum í Hvíta húsinu síðasta vor. Í viðtali við tímaritið Atlantic segist hann jafnvel íhuga að bjóða sig fram til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama á næsta ári.Paul Ryan (f.m.) við hlið Trump forseta. Ryan lét af embætti eftir að síðasta þingi lauk.Vísir/EPAHellti sér yfir þingforsetann sem gagnrýndi viðbrögðin við Charlottesville Í bókinni lýsir Sims fleiri uppákomum sem hann varð vitni að í Hvíta húsinu, þar á meðal stormasömu sambandi Trump við Paul Ryan, þáverandi forseta fulltrúadeildarinnar og einn helsta leiðtoga Repúblikanaflokksins. Eftir að Ryan gagnrýndi opinberlega viðbrögð forsetans við ofbeldisverkum hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í ágúst árið 2017 hringdi Trump bálreiður í þingforsetann og innti hann eftir því hvers vegna hann sýndi forseta sínum ekki hollustu. „Veistu hvað ég man líka? Ég man eftir að hafa verið í Wisconsin [heimaríki Ryan] og þitt eigið fólk var á baula á þig. Þú varst að drepast þarna úti eins og hundur, Paul. Eins og hundur! Og hvað gerði ég? Ég bjargaði rassgatinu á þér,“ á forsetinn að hafa sagt við þingforsetann.Washington Post vitnar í bókina um samskipti Trump og Ryan þegar repúblikanar reyndu hvað þeir gátu að afnema sjúkratryggingalögin sem kennd hafa verið við Barack Obama árið 2017 sýndi Trump Ryan litla athygli þegar þingforsetinn reyndi að kynna honum efni frumvarpsins sem þeir vildu leggja fram. Sims lýsir því hvernig Trump hafi sötrað á léttkókdós og horft út um gluggann undir kynningunni. Á endanum hafi Trump vafrað út á meðan Ryan var enn að tala og farið að horfa á sjónvarpið í öðru herbergi. Mike Pence varaforseti hafi á endanum þurft að sækja forsetann og sannfæra hann um að halda áfram að undirbúa aðgerðaáætlunina. Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Tengdar fréttir Íhuga aftur að skilja að fjölskyldur á landamærunum Hvíta húsið skoðar nú aðgerðir sem gætu aftur leitt til þess að skilja að foreldra frá börnum sínum á landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Er þetta gert til þess að sporna við fjölda fólks sem reynir að komast ólöglega yfir til Bandaríkjanna. 12. október 2018 21:38 Ráðgjafi Trump sem var vísað á dyr hellir úr skálum reiði sinnar yfir CNN Stephen Miller telur að hann hefði fengið betri meðferð hjá CNN ef hann væri meðlimur í erlendu glæpagengi. 9. janúar 2018 14:07 Trump „hæfileikaríkasti stjórnmálamaður okkar daga“ Einn aðalráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta mætti í viðtal til Fox News í gær og sagði Trump hæfileikaríkasta stjórnmálamann samtímans og besta ræðumann sem hefur gegnt embætti forseta í margar kynslóðir. 9. ágúst 2017 08:24 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins fullyrðir að Stephen Miller, ræðuhöfundur og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hafi lýst því yfir að hann vildi að flóttamenn stigu aldrei framar fæti á bandaríska jörð. Þetta er á meðal þess kemur fram í bók sem starfsmaðurinn hefur skrifað. Miller er af mörgum talinn aðalhugmyndafræðingur ríkisstjórnar Trump þegar kemur að útlendingamálum og landamærunum, þar á meðal ferðabannsins sem Hvíta húsið reyndi að koma á strax á fyrstu dögum forsetatíðar Trump. Honum er lýst sem harðlínumanni sem vill ekki aðeins draga úr ólöglegum komum fólks til Bandaríkjanna heldur einnig takmarka verulega löglegan innflutning fólks. Í „Nöðruliðinu“, nýrri bók Cliffs Sims, fyrrverandi starfsmanns samskiptasviðs Hvíta hússins, segir að Miller hafi leikið tveimur skjöldum í Hvíta húsinu. Í fyrstu hafi hann haldið tryggð við Steve Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafa Trump, en síðar stungið hann í bakið og gerst náinn Jared Kushner, tengdasyni Trump og einum helsta ráðgafa forsetans. Sims, sem var tiltölulega lágt settur en naut óvenjulega mikils aðgengis að forsetanum, segist hafa haft áhyggjur af skeytingarleysi Trump í garð flóttafólks, ekki síst ofsóttra kristinna manna erlendis. Hann hafi leitað til Miller með þær áhyggjur en fengið litla hughreystingu hjá honum. „Ég væri hamingjusamur ef ekki einn einasti flóttamaður stigi fæti á bandaríska jörð nokkru sinni aftur,“ hefur Sims eftir Miller í bókinni. Sims, sem er á fertugsaldri, lét af störfum í Hvíta húsinu síðasta vor. Í viðtali við tímaritið Atlantic segist hann jafnvel íhuga að bjóða sig fram til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama á næsta ári.Paul Ryan (f.m.) við hlið Trump forseta. Ryan lét af embætti eftir að síðasta þingi lauk.Vísir/EPAHellti sér yfir þingforsetann sem gagnrýndi viðbrögðin við Charlottesville Í bókinni lýsir Sims fleiri uppákomum sem hann varð vitni að í Hvíta húsinu, þar á meðal stormasömu sambandi Trump við Paul Ryan, þáverandi forseta fulltrúadeildarinnar og einn helsta leiðtoga Repúblikanaflokksins. Eftir að Ryan gagnrýndi opinberlega viðbrögð forsetans við ofbeldisverkum hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í ágúst árið 2017 hringdi Trump bálreiður í þingforsetann og innti hann eftir því hvers vegna hann sýndi forseta sínum ekki hollustu. „Veistu hvað ég man líka? Ég man eftir að hafa verið í Wisconsin [heimaríki Ryan] og þitt eigið fólk var á baula á þig. Þú varst að drepast þarna úti eins og hundur, Paul. Eins og hundur! Og hvað gerði ég? Ég bjargaði rassgatinu á þér,“ á forsetinn að hafa sagt við þingforsetann.Washington Post vitnar í bókina um samskipti Trump og Ryan þegar repúblikanar reyndu hvað þeir gátu að afnema sjúkratryggingalögin sem kennd hafa verið við Barack Obama árið 2017 sýndi Trump Ryan litla athygli þegar þingforsetinn reyndi að kynna honum efni frumvarpsins sem þeir vildu leggja fram. Sims lýsir því hvernig Trump hafi sötrað á léttkókdós og horft út um gluggann undir kynningunni. Á endanum hafi Trump vafrað út á meðan Ryan var enn að tala og farið að horfa á sjónvarpið í öðru herbergi. Mike Pence varaforseti hafi á endanum þurft að sækja forsetann og sannfæra hann um að halda áfram að undirbúa aðgerðaáætlunina.
Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Tengdar fréttir Íhuga aftur að skilja að fjölskyldur á landamærunum Hvíta húsið skoðar nú aðgerðir sem gætu aftur leitt til þess að skilja að foreldra frá börnum sínum á landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Er þetta gert til þess að sporna við fjölda fólks sem reynir að komast ólöglega yfir til Bandaríkjanna. 12. október 2018 21:38 Ráðgjafi Trump sem var vísað á dyr hellir úr skálum reiði sinnar yfir CNN Stephen Miller telur að hann hefði fengið betri meðferð hjá CNN ef hann væri meðlimur í erlendu glæpagengi. 9. janúar 2018 14:07 Trump „hæfileikaríkasti stjórnmálamaður okkar daga“ Einn aðalráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta mætti í viðtal til Fox News í gær og sagði Trump hæfileikaríkasta stjórnmálamann samtímans og besta ræðumann sem hefur gegnt embætti forseta í margar kynslóðir. 9. ágúst 2017 08:24 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Íhuga aftur að skilja að fjölskyldur á landamærunum Hvíta húsið skoðar nú aðgerðir sem gætu aftur leitt til þess að skilja að foreldra frá börnum sínum á landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Er þetta gert til þess að sporna við fjölda fólks sem reynir að komast ólöglega yfir til Bandaríkjanna. 12. október 2018 21:38
Ráðgjafi Trump sem var vísað á dyr hellir úr skálum reiði sinnar yfir CNN Stephen Miller telur að hann hefði fengið betri meðferð hjá CNN ef hann væri meðlimur í erlendu glæpagengi. 9. janúar 2018 14:07
Trump „hæfileikaríkasti stjórnmálamaður okkar daga“ Einn aðalráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta mætti í viðtal til Fox News í gær og sagði Trump hæfileikaríkasta stjórnmálamann samtímans og besta ræðumann sem hefur gegnt embætti forseta í margar kynslóðir. 9. ágúst 2017 08:24