Sport

Brady: Ég ætla ekki að gefa Goff nein ráð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Brady og Goff í Atlanta í nótt.
Brady og Goff í Atlanta í nótt. vísir/getty
Það var mikið stuð í Atlanta í nótt er liðin sem taka þátt í Super Bowl hittu fjölmiðlamenn og stuðningsmenn liðanna.

Leikmenn voru í viðtölum um allt hús og mikil stemning. Það er venjulega létt yfir mönnum á þessum viðburði enda enn tiltölulega langt í leikinn og leikmenn að njóta að taka þátt í þessum viðburði.

Leikstjórnendur Patriots og LA Rams, Tom Brady og Jared Goff, sátu meðal annars fyrir svörum. Brady hefur farið oftar en allir aðrir í Super Bowl og var meðal annars spurður að því hvaða ráð hann gæti gefið hinum unga Goff. Það stóð ekki á svörum.





Þjálfarar liðanna, Bill Belichick og Sean McVay, hittust líka og töluðu vel um hvorn annan. Á meðan Brady á engin ráð fyrir Goff þá kom í ljós að Belichick hefur verið í stöðugu sambandi við McVay í vetur.





Svo þurfti innherji Patriots, Rob Gronkowski, að sjálfsögðu að dansa en þetta gæti orðið síðasti leikurinn á hans ferli.





Super Bowl er í beinni á Stöð 2 Sport næstkomandi sunnudag. Útsending hefst klukkan 22.00.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×