Fækkun farþega um Keflavíkurflugvöll eðlileg niðursveifla Jóhann K. Jóhannsson skrifar 29. janúar 2019 11:54 Fækkun farþega um Keflavíkurflugvöll nemur 8,7% Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir að tæplega milljón færri farþegar komi til með að fara um Keflavíkurflugvöll á þessu ári samanborið við árið í fyrra. Skýringuna má meðal annars finna í minna framboði flugs en undanfarin ár. Forstjóri Isavia segir fækkunina ekki áhyggjuefni. Farþegaspáin um Keflavíkurflugvöll fyrir árið 2019, sem kynnt var í morgun sýnir í fyrsta skipti í áratug samdrátt í fjölda þeirra farþega sem fara um flugvöllinn í ár. Farþegafjöldinn sem fór um völlinn á síðasta ári var 9,8 milljónir farþega en verður ef spár ganga eftir á þessu ári 8,95 milljónir farþega. Heildar samdrátturinn nemur 8,7 prósentum. Árið 2018 var samt sem áður lang stærsta árið í fjölda farþega sem fór um Keflavíkurflugvöll. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia á fundinum í morgunVísir/VilhelmÓvissa enn fyrir hendi Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia segir í samtali við fréttastofu en væri blikur á lofti og óvissa fyrir hendi í farþegaflugi. „Markaðurinn er erfiður, við höfum séð það síðasta árið. Það hafa mörg flugfélög kvatt okkur, nú síðast Primera. Það er mikil samkeppni í dag, markaðurinn er þungur, eigum við ekki að segja það þannig,“ sagði Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia að lokinni kynningunni í morgun. Hefur ekki áhrif á tekjur Isavia Björn segir að fækkunin komi til með að hafa áhrif á fjárstreymi Isavia. „Ekki tekjurnar heldur sennilega heldur frekar kostnaðinn. Við höfum lagt í miklar framkvæmdir. Það kostar meira að reka Keflavíkurflugvöll í dag heldur en var áður, en í heildina að þá stöndum við þokkalega vel sem fyrirtæki,“ segir Björn. Í spánni fyrir 2019 er mest fækkunin í skiptifarþegum, en talið er að þeim muni fækka um 18,7% frá fyrra ári. Það skýrist helst af því að áfangastaðir munu að öllum líkindum fækka, sem og tíðni ferða til vissra áfangastaða. Þá hefur sætaframboð flugfélaganna áhrif á tengimöguleikana sem og farþegafjöldann. Þá er spáð fækkun í komu erlendra ferðamanna til landsins og nemur fækkunin 2,4 prósentum. Fari úr rúmum tveimur milljónum og þrjú hundruð þúsund farþegum niður í tvær milljónir og tvö hundruð og sextíu þúsund farþega. „Núna erum við að horfa á eðlilega sveiflu. markaðurinn á Íslandi hefur stækkað rosalega mikið, miklu meira en í öllum öðrum löndum. Keflavíkurflugvöllur er sá flugvöllur í Evrópu sem hefur stækkað mest síðustu tíu árin og ekkert óeðlilegt þótt það verði smá tveggja prósenta niðursveifla á ferðamönnum til landsins,“ segir Björn Óli.Frá kynningunni í morgun þar sem farþegaspá um Keflavíkurflugvöll var kynnt.Vísir/Vilhelm Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bein útsending: Farþegaspá Keflavíkurflugvallar 2019 Isavia boðar til morgunfundar á Hilton Reykjavík Nordica í dag klukkan 8:30. 29. janúar 2019 08:00 Spá því að milljón færri farþegar fari um Keflavíkurflugvöll í ár heldur en í fyrra Í fyrra fóru alls 9,8 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll en farþegaspáin í ár gerir ráð fyrir að farþegarnir verði um 8,9 milljónir. 29. janúar 2019 09:08 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Götulokanir vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sjá meira
Gert er ráð fyrir að tæplega milljón færri farþegar komi til með að fara um Keflavíkurflugvöll á þessu ári samanborið við árið í fyrra. Skýringuna má meðal annars finna í minna framboði flugs en undanfarin ár. Forstjóri Isavia segir fækkunina ekki áhyggjuefni. Farþegaspáin um Keflavíkurflugvöll fyrir árið 2019, sem kynnt var í morgun sýnir í fyrsta skipti í áratug samdrátt í fjölda þeirra farþega sem fara um flugvöllinn í ár. Farþegafjöldinn sem fór um völlinn á síðasta ári var 9,8 milljónir farþega en verður ef spár ganga eftir á þessu ári 8,95 milljónir farþega. Heildar samdrátturinn nemur 8,7 prósentum. Árið 2018 var samt sem áður lang stærsta árið í fjölda farþega sem fór um Keflavíkurflugvöll. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia á fundinum í morgunVísir/VilhelmÓvissa enn fyrir hendi Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia segir í samtali við fréttastofu en væri blikur á lofti og óvissa fyrir hendi í farþegaflugi. „Markaðurinn er erfiður, við höfum séð það síðasta árið. Það hafa mörg flugfélög kvatt okkur, nú síðast Primera. Það er mikil samkeppni í dag, markaðurinn er þungur, eigum við ekki að segja það þannig,“ sagði Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia að lokinni kynningunni í morgun. Hefur ekki áhrif á tekjur Isavia Björn segir að fækkunin komi til með að hafa áhrif á fjárstreymi Isavia. „Ekki tekjurnar heldur sennilega heldur frekar kostnaðinn. Við höfum lagt í miklar framkvæmdir. Það kostar meira að reka Keflavíkurflugvöll í dag heldur en var áður, en í heildina að þá stöndum við þokkalega vel sem fyrirtæki,“ segir Björn. Í spánni fyrir 2019 er mest fækkunin í skiptifarþegum, en talið er að þeim muni fækka um 18,7% frá fyrra ári. Það skýrist helst af því að áfangastaðir munu að öllum líkindum fækka, sem og tíðni ferða til vissra áfangastaða. Þá hefur sætaframboð flugfélaganna áhrif á tengimöguleikana sem og farþegafjöldann. Þá er spáð fækkun í komu erlendra ferðamanna til landsins og nemur fækkunin 2,4 prósentum. Fari úr rúmum tveimur milljónum og þrjú hundruð þúsund farþegum niður í tvær milljónir og tvö hundruð og sextíu þúsund farþega. „Núna erum við að horfa á eðlilega sveiflu. markaðurinn á Íslandi hefur stækkað rosalega mikið, miklu meira en í öllum öðrum löndum. Keflavíkurflugvöllur er sá flugvöllur í Evrópu sem hefur stækkað mest síðustu tíu árin og ekkert óeðlilegt þótt það verði smá tveggja prósenta niðursveifla á ferðamönnum til landsins,“ segir Björn Óli.Frá kynningunni í morgun þar sem farþegaspá um Keflavíkurflugvöll var kynnt.Vísir/Vilhelm
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bein útsending: Farþegaspá Keflavíkurflugvallar 2019 Isavia boðar til morgunfundar á Hilton Reykjavík Nordica í dag klukkan 8:30. 29. janúar 2019 08:00 Spá því að milljón færri farþegar fari um Keflavíkurflugvöll í ár heldur en í fyrra Í fyrra fóru alls 9,8 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll en farþegaspáin í ár gerir ráð fyrir að farþegarnir verði um 8,9 milljónir. 29. janúar 2019 09:08 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Götulokanir vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sjá meira
Bein útsending: Farþegaspá Keflavíkurflugvallar 2019 Isavia boðar til morgunfundar á Hilton Reykjavík Nordica í dag klukkan 8:30. 29. janúar 2019 08:00
Spá því að milljón færri farþegar fari um Keflavíkurflugvöll í ár heldur en í fyrra Í fyrra fóru alls 9,8 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll en farþegaspáin í ár gerir ráð fyrir að farþegarnir verði um 8,9 milljónir. 29. janúar 2019 09:08