Samfélagsmiðlar og falsfréttir til umræðu í þjóðaröryggisráði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2019 14:10 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur sett þá ógn sem talið er að lýðræðinu stafi af samfélagsmiðlum og falsfréttum á dagskrá þjóðaröryggisráðs. vísir/vilhelm Samfélagsmiðlar og falsfréttir verða til umræðu á næsta fundi þjóðaröryggisráðs sem fram fer í febrúar. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Það var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sem spurði ráðherrann út í hvað stjórnvöld hyggist gera til að tryggja með sem bestum hætti að lýðræðinu hér á landi stafi ekki hætta af hulduaðilum sem kosta auglýsingar, og jafnvel falsfréttir, á samfélagsmiðlum í aðdraganda kosninga. Í fyrirspurn sinni vísaði Þorgerður Katrín í bréf Persónuverndar til íslenskra stjórnvalda þar sem stofnunin varar við þeim hættum sem steðja að lýðræðislegum kosningum, meðal annars vegna samfélagsmiðla víða um heim. Kom bréfið í kjölfar funda með Veru Jourová, dómsmálastjóra Evrópusambandsins, en skilaboð hennar til evrópskra persónuverndarforstjóra á fundinum voru þau að engar kosningar verða eins héðan í frá vegna samfélagsmiðla og misnotkunar á persónuverndarupplýsingum í gegnum þá. „Hér á landi kostuðu hulduaðilar auglýsingar í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga. Hvort það voru íslenskir kjósendur, stjórnmálaflokkar, hagsmunaaðilar eða jafnvel erlend ríki, það vitum við ekki. Nú eru rúm tvö ár í kosningar. Hvað hyggst hæstvirtur forsætisráðherra gera til að tryggja með sem bestum hætti að lýðræðinu stafi ekki hætta af þessum hulduaðilum? Hvernig getum við komið í veg fyrir að þessir hulduaðilar fari ekki að leika sér að lýðræðinu?“ spurði Þorgerður Katrín á þingi í dag. Forsætisráðherra sagði að fundað yrði um málið í forsætisráðuneytinu í vikunni ásamt dómsmálaráðuneytinu sem er það sem ráðuneyti sem fer með framkvæmd kosninga. Hún sagði málið afar mikilvægt og sagði hugmynd Persónuverndar um að stofna samráðsvettvang um kosningar, sem lagt er til í bréfi stofnunarinnar, góða. Þá sagði Katrín að hún hefði sett málið á dagskrá næsta fundar þjóðaröryggisráðs. Hún gerði það síðan falsfréttir að umræðuefni. „Alls staðar erum við að sjá þessa eðlisbreytingu á pólitískri umræðu. Víða á Norðurlöndum eru skýr dæmi um falsfréttir, sem dreift hefur verið, ekki síst um innflytjendur og málefni innflytjenda. Þær eru ekki taldar koma utan frá heldur eiga sér uppsprettu heima í löndunum en byggja ekki á neinum staðreyndum og dreifast með ógnarhraða,“ sagði forsætisráðherra á þingi í dag. Alþingi Facebook Fjölmiðlar Persónuvernd Samfélagsmiðlar Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Sjá meira
Samfélagsmiðlar og falsfréttir verða til umræðu á næsta fundi þjóðaröryggisráðs sem fram fer í febrúar. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Það var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sem spurði ráðherrann út í hvað stjórnvöld hyggist gera til að tryggja með sem bestum hætti að lýðræðinu hér á landi stafi ekki hætta af hulduaðilum sem kosta auglýsingar, og jafnvel falsfréttir, á samfélagsmiðlum í aðdraganda kosninga. Í fyrirspurn sinni vísaði Þorgerður Katrín í bréf Persónuverndar til íslenskra stjórnvalda þar sem stofnunin varar við þeim hættum sem steðja að lýðræðislegum kosningum, meðal annars vegna samfélagsmiðla víða um heim. Kom bréfið í kjölfar funda með Veru Jourová, dómsmálastjóra Evrópusambandsins, en skilaboð hennar til evrópskra persónuverndarforstjóra á fundinum voru þau að engar kosningar verða eins héðan í frá vegna samfélagsmiðla og misnotkunar á persónuverndarupplýsingum í gegnum þá. „Hér á landi kostuðu hulduaðilar auglýsingar í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga. Hvort það voru íslenskir kjósendur, stjórnmálaflokkar, hagsmunaaðilar eða jafnvel erlend ríki, það vitum við ekki. Nú eru rúm tvö ár í kosningar. Hvað hyggst hæstvirtur forsætisráðherra gera til að tryggja með sem bestum hætti að lýðræðinu stafi ekki hætta af þessum hulduaðilum? Hvernig getum við komið í veg fyrir að þessir hulduaðilar fari ekki að leika sér að lýðræðinu?“ spurði Þorgerður Katrín á þingi í dag. Forsætisráðherra sagði að fundað yrði um málið í forsætisráðuneytinu í vikunni ásamt dómsmálaráðuneytinu sem er það sem ráðuneyti sem fer með framkvæmd kosninga. Hún sagði málið afar mikilvægt og sagði hugmynd Persónuverndar um að stofna samráðsvettvang um kosningar, sem lagt er til í bréfi stofnunarinnar, góða. Þá sagði Katrín að hún hefði sett málið á dagskrá næsta fundar þjóðaröryggisráðs. Hún gerði það síðan falsfréttir að umræðuefni. „Alls staðar erum við að sjá þessa eðlisbreytingu á pólitískri umræðu. Víða á Norðurlöndum eru skýr dæmi um falsfréttir, sem dreift hefur verið, ekki síst um innflytjendur og málefni innflytjenda. Þær eru ekki taldar koma utan frá heldur eiga sér uppsprettu heima í löndunum en byggja ekki á neinum staðreyndum og dreifast með ógnarhraða,“ sagði forsætisráðherra á þingi í dag.
Alþingi Facebook Fjölmiðlar Persónuvernd Samfélagsmiðlar Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Sjá meira