Eigandi Kúrekanna borgaði meira fyrir nýju snekkjuna en fyrir félagið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2019 23:00 Jerry Jones, eigandi Dallas Cowboys. Getty/Joe Robbins Jerry Jones, eigandi Dallas Cowboys, er einn sá litríkasti í NFL-deildinni og hann er mjög kátur þessa dagana enda gengur vel hjá hans liði. Dallas Cowboys komst í úrslitakeppnina og vann þar sinn fyrsta leik. Liðið er eitt af átta liðum sem eru enn á lífi í baráttunni um sæti í Super Bowl 2019. Komandi frá Texas, þar sem allt er sagt stærra en annarsstaðar, þá ákvað Jerry Jones að láta sérhanna fyrir sig nýja lystisnekkju. Jones borgaði 250 milljónir dollara fyrir snekkjuna eða 29,8 milljarða íslenska króna. Hann nefndi hana síðan eftir eiginkonu sinni Gene (Eugenia). Jerry Jones's new superyacht boasts two helipads, a spa, gym, beach club and can accommodate 14 passengers and 20 crew members. It cost more than he paid for the Dallas Cowboys. https://t.co/TGz3BPLoTW — Post Sports (@PostSports) January 10, 2019 Það er líka allt til alls í lystisnekkjunni sem er 109 metrar á lengd. Á snekkjunni eru meðal annars tveir þyrlupallar, heilsulind, líkamsræktarstöð, sundlaug og strandklúbbur og hún getur tekið á móti fjórtán farþegum. Það þarf tuttugu manna starfslið í hverja ferð. Nú hafa menn grafið það upp að lystisnekkjan hafi verið dýrari en Dallas Cowboys liðið. Jerry Jones borgaði 150 milljónir dollara fyrir Kúrekana árið 1989 en það er reyndar eins og að borga 290 milljónir dollara fyrir það í dag. Forbes telur að Dallas Cowboys sé verðmætasta íþróttafélag heims í dag og metur það á rétt tæplega fimm milljarða dollara. Jones getur þó ekki búist við því að snekkjan hækki svo mikið í verði á næstu þrjátíu árum. Jerry Jones' new $250 million yacht costs more than what he paid for the Dallas Cowboys back in 1989: https://t.co/EhgyRP9yeapic.twitter.com/LiMoDMlpgs — ForbesLife (@ForbesLife) January 10, 2019 Eignir Jones telja um 6,8 milljarða dollara í dag að mati Forbes eða um 810 milljarða íslenskra króna. Hann hefur því alveg efni á því að kaupa sér 250 milljón dollara snekkju. Dallas Cowboys liðið spilar næst í úrslitakeppni NFL-deildarinnar um helgina þegar liðið heimsækir Los Angeles Rams til LA. Það má bóka það að Jerry Jones verður á staðnum en ekki alveg en víst að hann ferðist til Los Angeles á snekkjunni sinni. Leikur Los Angeles Rams og Dallas Cowboys hefst klukkan korter yfir eitt aðfaranótt sunnudagsins og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Allir fjórir leikir úrslitakeppninnar um helgina verða sýndir beint á sportstöðvum Stöðvar tvö.Leikir helgarinnar eru:Laugardagur klukkan 21:20 á S2 Sport Kansas City Chiefs - Indianapolis ColtsLaugardagur klukkan 1:05 á S2 Sport LA Rams - Dallas CowboysSunnudagur klukkan 17:55 á S2 Sport 2 New England Patriots - LA ChargersSunnudagur klukkan 21:30 á S2 Sport 2 New Orleans Saints - Philadelphia Eagles NFL Ofurskálin Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Sjá meira
Jerry Jones, eigandi Dallas Cowboys, er einn sá litríkasti í NFL-deildinni og hann er mjög kátur þessa dagana enda gengur vel hjá hans liði. Dallas Cowboys komst í úrslitakeppnina og vann þar sinn fyrsta leik. Liðið er eitt af átta liðum sem eru enn á lífi í baráttunni um sæti í Super Bowl 2019. Komandi frá Texas, þar sem allt er sagt stærra en annarsstaðar, þá ákvað Jerry Jones að láta sérhanna fyrir sig nýja lystisnekkju. Jones borgaði 250 milljónir dollara fyrir snekkjuna eða 29,8 milljarða íslenska króna. Hann nefndi hana síðan eftir eiginkonu sinni Gene (Eugenia). Jerry Jones's new superyacht boasts two helipads, a spa, gym, beach club and can accommodate 14 passengers and 20 crew members. It cost more than he paid for the Dallas Cowboys. https://t.co/TGz3BPLoTW — Post Sports (@PostSports) January 10, 2019 Það er líka allt til alls í lystisnekkjunni sem er 109 metrar á lengd. Á snekkjunni eru meðal annars tveir þyrlupallar, heilsulind, líkamsræktarstöð, sundlaug og strandklúbbur og hún getur tekið á móti fjórtán farþegum. Það þarf tuttugu manna starfslið í hverja ferð. Nú hafa menn grafið það upp að lystisnekkjan hafi verið dýrari en Dallas Cowboys liðið. Jerry Jones borgaði 150 milljónir dollara fyrir Kúrekana árið 1989 en það er reyndar eins og að borga 290 milljónir dollara fyrir það í dag. Forbes telur að Dallas Cowboys sé verðmætasta íþróttafélag heims í dag og metur það á rétt tæplega fimm milljarða dollara. Jones getur þó ekki búist við því að snekkjan hækki svo mikið í verði á næstu þrjátíu árum. Jerry Jones' new $250 million yacht costs more than what he paid for the Dallas Cowboys back in 1989: https://t.co/EhgyRP9yeapic.twitter.com/LiMoDMlpgs — ForbesLife (@ForbesLife) January 10, 2019 Eignir Jones telja um 6,8 milljarða dollara í dag að mati Forbes eða um 810 milljarða íslenskra króna. Hann hefur því alveg efni á því að kaupa sér 250 milljón dollara snekkju. Dallas Cowboys liðið spilar næst í úrslitakeppni NFL-deildarinnar um helgina þegar liðið heimsækir Los Angeles Rams til LA. Það má bóka það að Jerry Jones verður á staðnum en ekki alveg en víst að hann ferðist til Los Angeles á snekkjunni sinni. Leikur Los Angeles Rams og Dallas Cowboys hefst klukkan korter yfir eitt aðfaranótt sunnudagsins og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Allir fjórir leikir úrslitakeppninnar um helgina verða sýndir beint á sportstöðvum Stöðvar tvö.Leikir helgarinnar eru:Laugardagur klukkan 21:20 á S2 Sport Kansas City Chiefs - Indianapolis ColtsLaugardagur klukkan 1:05 á S2 Sport LA Rams - Dallas CowboysSunnudagur klukkan 17:55 á S2 Sport 2 New England Patriots - LA ChargersSunnudagur klukkan 21:30 á S2 Sport 2 New Orleans Saints - Philadelphia Eagles
NFL Ofurskálin Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Sjá meira