Fjórir fyrir rétt vegna ráns á 100 kílóa gullmynt í Berlín Atli Ísleifsson skrifar 10. janúar 2019 23:05 Myntin var til sýnis á Bodesafninu í Berlín í mars 2017. Konan á myndinni er ekki grunuð um verknaðinn. EPA Réttarhöld hófust í máli fjögurra manna á þrítugsaldri í Berlín í morgun, en þeir eru ákærðir um að hafa stolið um 100 kílóa gullmynt frá safni í þýsku höfuðborginni á vormánuðum 2017. Ekkert er vitað hvað varð um myntina og leikur grunur á að það hafi verið brætt og selt.Málið hefur vakið mikla athygli í Þýskalandi og spyrja menn sig hvernig í ósköpunum ránið hafi getað átt sér stað. SVT segir frá því að eftir að starfsmenn Bode-safnsins á Safnaeyjunni í miðborg Berlínar uppgötvuðu að myntin væri horfin hafi fundist reipi og stigi utandyra sem náði upp að glugga. Járnbrautarteina er að finna fyrir neðan safnið. Ákærðu eru grunaðir um að hafa látið myntina síga niður um gluggann þar sem henni var svo komið fyrir á kerru hjá lestarteinunum. Myntinni svo var komið áfram og upp í bíl skammt frá. Einn hinna ákærðu í dómssal í dag.EPAÞýskir fjölmiðlar hafa greint frá því að þjófavarnakerfið í umræddum glugga hafði verið óvirkt frá árinu 2013.Starfaði sem öryggisvörður Einn hinna ákærður starfaði sem öryggisvörður á safninu en hinir þrír eru bræður og meðlimir alræmdrar fjölskyldu í höfuðborginni. Fjöldi fjölskyldumeðlima hafa ýmist hlotið dóm eða eru grunaður um morð, bankarán og fíkniefnaviðskipti. Lögregla fann mikið magn reiðufjár, glæsivagna og leifar af gulli við húsleit í sumar, en gengið er grunað um að hafa stundað peningaþvætti með fasteignaviðskiptum sínum.53 sentimetra þvermál Verðmæti gullmyntarinnar kanadíska, Big Maple Leaf, er áætlað um 400 milljónir króna. Myntin er þrír sentimetrar að þykkt og þvermálið 53 sentimetrar. Var það í einkaeigu og hafði eigandinn lánað safninu myntina. Alls þurfti fjóra starfsmenn til að lyfta myntinni á sýningarstaðinn þegar henni var komið þar fyrir árið 2010. Myntin var í hópi sex slíkra sem framleidd höfðu verið af Konungslegu myntsláttunni í Kanada. Kanada Þýskaland Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Réttarhöld hófust í máli fjögurra manna á þrítugsaldri í Berlín í morgun, en þeir eru ákærðir um að hafa stolið um 100 kílóa gullmynt frá safni í þýsku höfuðborginni á vormánuðum 2017. Ekkert er vitað hvað varð um myntina og leikur grunur á að það hafi verið brætt og selt.Málið hefur vakið mikla athygli í Þýskalandi og spyrja menn sig hvernig í ósköpunum ránið hafi getað átt sér stað. SVT segir frá því að eftir að starfsmenn Bode-safnsins á Safnaeyjunni í miðborg Berlínar uppgötvuðu að myntin væri horfin hafi fundist reipi og stigi utandyra sem náði upp að glugga. Járnbrautarteina er að finna fyrir neðan safnið. Ákærðu eru grunaðir um að hafa látið myntina síga niður um gluggann þar sem henni var svo komið fyrir á kerru hjá lestarteinunum. Myntinni svo var komið áfram og upp í bíl skammt frá. Einn hinna ákærðu í dómssal í dag.EPAÞýskir fjölmiðlar hafa greint frá því að þjófavarnakerfið í umræddum glugga hafði verið óvirkt frá árinu 2013.Starfaði sem öryggisvörður Einn hinna ákærður starfaði sem öryggisvörður á safninu en hinir þrír eru bræður og meðlimir alræmdrar fjölskyldu í höfuðborginni. Fjöldi fjölskyldumeðlima hafa ýmist hlotið dóm eða eru grunaður um morð, bankarán og fíkniefnaviðskipti. Lögregla fann mikið magn reiðufjár, glæsivagna og leifar af gulli við húsleit í sumar, en gengið er grunað um að hafa stundað peningaþvætti með fasteignaviðskiptum sínum.53 sentimetra þvermál Verðmæti gullmyntarinnar kanadíska, Big Maple Leaf, er áætlað um 400 milljónir króna. Myntin er þrír sentimetrar að þykkt og þvermálið 53 sentimetrar. Var það í einkaeigu og hafði eigandinn lánað safninu myntina. Alls þurfti fjóra starfsmenn til að lyfta myntinni á sýningarstaðinn þegar henni var komið þar fyrir árið 2010. Myntin var í hópi sex slíkra sem framleidd höfðu verið af Konungslegu myntsláttunni í Kanada.
Kanada Þýskaland Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira