Aðeins þriðja flugvélin sem hefur verið kyrrsett upp í skuld Sigurður Mikael Jónsson skrifar 11. janúar 2019 08:00 Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis, við Dornier-skrúfuþotu félagsins á Reykjavíkurflugvelli í gær. Fréttablaðið/Ernir Kyrrsetning Isavia á Dornier-skrúfuþotu flugfélagsins Ernis á þriðjudag vegna skulda var þriðja skiptið sem félagið beitir því úrræði. Eigandi Ernis kvaðst hafa fengið aðgang að flugvélinni aftur í gær en að uppgjör væri í ferli. Gagnrýnir að vera kyrrsettur meðan aðrir virðist sleppa með mun hærri skuldir á bakinu. „Þetta verður leyst og vélin er að losna úr prísundinni núna á eftir. Við fáum að taka vélina til okkar og klára þá vinnu sem var í gangi,“ segir Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis, um kyrrsetninguna sem Fréttablaðið greindi fyrst frá í gær. Hann segir kyrrsetninguna vissulega hafa komið sér illa en helst vegna þess að félagið er með erlenda sérfræðinga á landinu sem ætluðu að þjálfa starfsmenn Ernis í viðhaldi hennar og umgengni. Ekki hafi staðið til að fljúga henni fyrr en í sumar. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær nemur skuld Ernis við Isavia vegna ógreiddra notenda- og flugleiðsögugjalda innanlands 98 milljónum króna. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var ekki tilviljun að nýja vélin, sem ekki er í áætlunarflugi, varð fyrir valinu enda úrræðið ekki hugsað til að lama starfsemi flugfélagsins. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, sagði í Fréttablaðinu að Ernir þyrfti að gera upp skuldina eða leggja fram tryggingu fyrir henni til að losa vélina. Hörður segir skuldamálin vera í ferli. „Það ferli er búið að taka nokkra mánuði. Þetta er lítil skuld, en auðvitað stór fyrir lítið fyrirtæki, en það eru önnur fyrirtæki sem skulda milljarða og er ekki búið að stoppa,“ segir Hörður og kveðst þar vísa til frétta af skuldum WOW air við Isavia sem Morgunblaðið greindi frá á dögunum. WOW air hefur aftur á móti vísað því á bug að hafa skuldað Isavia yfir tvo milljarða líkt og fullyrt var. „Það mátti ekki stoppa þá. Þá myndi krónan falla um 13 prósent og öll ferðaþjónustan færi á hliðina, sagði í fréttum. En það er líka ferðaþjónusta á landsbyggðinni og við erum að aðstoða hana með því að koma til hennar farþegum og fólki um allt land,“ segir Hörður.Frá kyrrsetningaraðgerðum Isavia á Reykjavíkurflugvelli. Fréttablaðið/StefánHann segir of mikla þjónustulund hafa sligað félagið. „Sannleikurinn er sá að við vorum með of mikla þjónustulund. Við keyrðum of margar ferðir á þessa staði og náðum ekki upp þeirri sætanýtingu sem við hefðum þurft sem gerði það að verkum að það varð of dýrt að halda úti vetrarsamgöngum.“ Kyrrsetning vélar, líkt og á þriðjudag, er lokaúrræði hjá Isavia en samkvæmt upplýsingum frá félaginu var þetta í þriðja skipti sem þessu úrræði er beitt. Síðast var það í október 2017 þegar vél þýska flugfélagsins Air Berlin var kyrrsett á Keflavíkurflugvelli vegna umtalsverðra vanskila eins og það var kallað. Var vélinni haldið í um tíu daga. Fyrsta kyrrsetning af hálfu Isavia var í október 2012, þegar vél tékknesks flugfélags, Holiday Czech Airlines, á vegum Iceland Express var kyrrsett á Keflavíkurflugvelli vegna ógreiddra lendingargjalda, aðeins nokkrum dögum áður en rekstur Iceland Express var seldur WOW air. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hörður segist stefna á að fá aðra Dornier-vél fyrir vorið Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis, segir félagið glíma við lausafjárskort en staðan sé ekki verri en svo að hann stefni að því að fá aðra Dornier fyrir vorið. 10. janúar 2019 19:30 Skrúfuþota Ernis kyrrsett Isavia hefur kyrrsett Dornier skrúfuþotu flugfélagins Ernis á Reykjavíkurflugvelli vegna þjónustugjalda sem félagið skuldar. 10. janúar 2019 06:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Kyrrsetning Isavia á Dornier-skrúfuþotu flugfélagsins Ernis á þriðjudag vegna skulda var þriðja skiptið sem félagið beitir því úrræði. Eigandi Ernis kvaðst hafa fengið aðgang að flugvélinni aftur í gær en að uppgjör væri í ferli. Gagnrýnir að vera kyrrsettur meðan aðrir virðist sleppa með mun hærri skuldir á bakinu. „Þetta verður leyst og vélin er að losna úr prísundinni núna á eftir. Við fáum að taka vélina til okkar og klára þá vinnu sem var í gangi,“ segir Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis, um kyrrsetninguna sem Fréttablaðið greindi fyrst frá í gær. Hann segir kyrrsetninguna vissulega hafa komið sér illa en helst vegna þess að félagið er með erlenda sérfræðinga á landinu sem ætluðu að þjálfa starfsmenn Ernis í viðhaldi hennar og umgengni. Ekki hafi staðið til að fljúga henni fyrr en í sumar. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær nemur skuld Ernis við Isavia vegna ógreiddra notenda- og flugleiðsögugjalda innanlands 98 milljónum króna. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var ekki tilviljun að nýja vélin, sem ekki er í áætlunarflugi, varð fyrir valinu enda úrræðið ekki hugsað til að lama starfsemi flugfélagsins. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, sagði í Fréttablaðinu að Ernir þyrfti að gera upp skuldina eða leggja fram tryggingu fyrir henni til að losa vélina. Hörður segir skuldamálin vera í ferli. „Það ferli er búið að taka nokkra mánuði. Þetta er lítil skuld, en auðvitað stór fyrir lítið fyrirtæki, en það eru önnur fyrirtæki sem skulda milljarða og er ekki búið að stoppa,“ segir Hörður og kveðst þar vísa til frétta af skuldum WOW air við Isavia sem Morgunblaðið greindi frá á dögunum. WOW air hefur aftur á móti vísað því á bug að hafa skuldað Isavia yfir tvo milljarða líkt og fullyrt var. „Það mátti ekki stoppa þá. Þá myndi krónan falla um 13 prósent og öll ferðaþjónustan færi á hliðina, sagði í fréttum. En það er líka ferðaþjónusta á landsbyggðinni og við erum að aðstoða hana með því að koma til hennar farþegum og fólki um allt land,“ segir Hörður.Frá kyrrsetningaraðgerðum Isavia á Reykjavíkurflugvelli. Fréttablaðið/StefánHann segir of mikla þjónustulund hafa sligað félagið. „Sannleikurinn er sá að við vorum með of mikla þjónustulund. Við keyrðum of margar ferðir á þessa staði og náðum ekki upp þeirri sætanýtingu sem við hefðum þurft sem gerði það að verkum að það varð of dýrt að halda úti vetrarsamgöngum.“ Kyrrsetning vélar, líkt og á þriðjudag, er lokaúrræði hjá Isavia en samkvæmt upplýsingum frá félaginu var þetta í þriðja skipti sem þessu úrræði er beitt. Síðast var það í október 2017 þegar vél þýska flugfélagsins Air Berlin var kyrrsett á Keflavíkurflugvelli vegna umtalsverðra vanskila eins og það var kallað. Var vélinni haldið í um tíu daga. Fyrsta kyrrsetning af hálfu Isavia var í október 2012, þegar vél tékknesks flugfélags, Holiday Czech Airlines, á vegum Iceland Express var kyrrsett á Keflavíkurflugvelli vegna ógreiddra lendingargjalda, aðeins nokkrum dögum áður en rekstur Iceland Express var seldur WOW air.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hörður segist stefna á að fá aðra Dornier-vél fyrir vorið Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis, segir félagið glíma við lausafjárskort en staðan sé ekki verri en svo að hann stefni að því að fá aðra Dornier fyrir vorið. 10. janúar 2019 19:30 Skrúfuþota Ernis kyrrsett Isavia hefur kyrrsett Dornier skrúfuþotu flugfélagins Ernis á Reykjavíkurflugvelli vegna þjónustugjalda sem félagið skuldar. 10. janúar 2019 06:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Hörður segist stefna á að fá aðra Dornier-vél fyrir vorið Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis, segir félagið glíma við lausafjárskort en staðan sé ekki verri en svo að hann stefni að því að fá aðra Dornier fyrir vorið. 10. janúar 2019 19:30
Skrúfuþota Ernis kyrrsett Isavia hefur kyrrsett Dornier skrúfuþotu flugfélagins Ernis á Reykjavíkurflugvelli vegna þjónustugjalda sem félagið skuldar. 10. janúar 2019 06:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?