Mið- og vinstriflokkar sagðir hafa náð saman í Svíþjóð Atli Ísleifsson skrifar 11. janúar 2019 13:57 Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmannaflokksins. EPA/HENRIK MONTGOMERY Jafnaðarmannaflokkurinn, Græningjar, Miðflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn í Svíþjóð eru sagðir hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar í Svíþjóð. Lítur því út fyrir að Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna og starfandi forsætisráðherra, muni áfram gegna forsætisráðherraembættinu. Samkomulagið verður til umræðu innan þingflokka flokkanna fjögurra í dag og um helgina. Þingforsetinn Andreas Norlén hyggst funda með flokksleiðtogum á mánudag og í kjölfar þess tilnefna nýjan forsætisráðherra sem þingið mun svo greiða atkvæði um. Takist þinginu ekki að samþykkja nýjan forsætisráðherra í fjórum tilraunum verður lögum samkvæmt að boða til nýrra kosninga. Næsta atkvæðagreiðsla, sú þriðja í röðinni, er fyrirhuguð miðvikudaginn næsta, 16. janúar.Langur aðdragandi Fjórir mánuðir eru nú liðnir frá þingkosningum í landinu og hafa stjórnarmyndunarviðræður í landinu aldrei tekið lengri tíma. Þingið hefur áður hafnað tillögu þingforsetans um að Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, og Löfven verði næsti forsætisráðherra. Löfven stýrði minnihlutastjórn Jafnaðarmanna og Græningja á síðasta kjörtímabili – stjórn sem Vinstriflokkurinn varði vantrausti. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að samkomulag hafi nú náðst um að ný stjórn Löfven njóti stuðnings Miðflokksins og FrjálslyndraAnnie Lööf er formaður sænska Miðflokksins.Getty/MICHAEL CAMPANELLAEndalok bandalags borgaralegu flokkanna Verði þetta raunin markar það formlega endalok bandalags borgaralegu flokkanna fjögurra (Alliansen) – Moderaterna, Kristilegra demókrata, Miðflokksins og Frjálslyndra. Ástæða þess að ekkert hefur gengið að mynda nýja stjórn í Svíþjóð eru deilur flokkanna um hlutverk Svíþjóðardemókrata, sem hlutu um 18 prósent þingsæta. Flokkurinn rekur harða stefnu í innflytjendamálum og hafa vinstriflokkarnir, Miðflokkurinn og Frjálslyndir lagt mikla áherslu að koma í veg fyrir að flokkurinn komist í áhrifastöðu. Heimildarmaður Aftonbladet greinir frá því að Jafnaðarmenn hafi gengið að ýmsum kröfum Miðflokksins og Frjálslyndra til að tryggja myndun nýrrar stjórnar, meðal annars breytingar á sviði vinnumarkaðar, húsnæðismála og menntamála. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Greiða næst atkvæði um nýjan forsætisráðherra 16. janúar Forseti sænska þingsins segir að ekki muni takast að ná samkomulagi um nýja ríkisstjórn fyrir jól líkt og vonir stóðu til. 19. desember 2018 11:34 Sænska þingið hafnaði Löfven Alger pattstaða er á sænska þinginu þar sem ekkert hefur gengið að ná saman um nýja stjórn sem njóti stuðnings meirihluta þingsins. 14. desember 2018 10:25 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Jafnaðarmannaflokkurinn, Græningjar, Miðflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn í Svíþjóð eru sagðir hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar í Svíþjóð. Lítur því út fyrir að Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna og starfandi forsætisráðherra, muni áfram gegna forsætisráðherraembættinu. Samkomulagið verður til umræðu innan þingflokka flokkanna fjögurra í dag og um helgina. Þingforsetinn Andreas Norlén hyggst funda með flokksleiðtogum á mánudag og í kjölfar þess tilnefna nýjan forsætisráðherra sem þingið mun svo greiða atkvæði um. Takist þinginu ekki að samþykkja nýjan forsætisráðherra í fjórum tilraunum verður lögum samkvæmt að boða til nýrra kosninga. Næsta atkvæðagreiðsla, sú þriðja í röðinni, er fyrirhuguð miðvikudaginn næsta, 16. janúar.Langur aðdragandi Fjórir mánuðir eru nú liðnir frá þingkosningum í landinu og hafa stjórnarmyndunarviðræður í landinu aldrei tekið lengri tíma. Þingið hefur áður hafnað tillögu þingforsetans um að Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, og Löfven verði næsti forsætisráðherra. Löfven stýrði minnihlutastjórn Jafnaðarmanna og Græningja á síðasta kjörtímabili – stjórn sem Vinstriflokkurinn varði vantrausti. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að samkomulag hafi nú náðst um að ný stjórn Löfven njóti stuðnings Miðflokksins og FrjálslyndraAnnie Lööf er formaður sænska Miðflokksins.Getty/MICHAEL CAMPANELLAEndalok bandalags borgaralegu flokkanna Verði þetta raunin markar það formlega endalok bandalags borgaralegu flokkanna fjögurra (Alliansen) – Moderaterna, Kristilegra demókrata, Miðflokksins og Frjálslyndra. Ástæða þess að ekkert hefur gengið að mynda nýja stjórn í Svíþjóð eru deilur flokkanna um hlutverk Svíþjóðardemókrata, sem hlutu um 18 prósent þingsæta. Flokkurinn rekur harða stefnu í innflytjendamálum og hafa vinstriflokkarnir, Miðflokkurinn og Frjálslyndir lagt mikla áherslu að koma í veg fyrir að flokkurinn komist í áhrifastöðu. Heimildarmaður Aftonbladet greinir frá því að Jafnaðarmenn hafi gengið að ýmsum kröfum Miðflokksins og Frjálslyndra til að tryggja myndun nýrrar stjórnar, meðal annars breytingar á sviði vinnumarkaðar, húsnæðismála og menntamála.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Greiða næst atkvæði um nýjan forsætisráðherra 16. janúar Forseti sænska þingsins segir að ekki muni takast að ná samkomulagi um nýja ríkisstjórn fyrir jól líkt og vonir stóðu til. 19. desember 2018 11:34 Sænska þingið hafnaði Löfven Alger pattstaða er á sænska þinginu þar sem ekkert hefur gengið að ná saman um nýja stjórn sem njóti stuðnings meirihluta þingsins. 14. desember 2018 10:25 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Greiða næst atkvæði um nýjan forsætisráðherra 16. janúar Forseti sænska þingsins segir að ekki muni takast að ná samkomulagi um nýja ríkisstjórn fyrir jól líkt og vonir stóðu til. 19. desember 2018 11:34
Sænska þingið hafnaði Löfven Alger pattstaða er á sænska þinginu þar sem ekkert hefur gengið að ná saman um nýja stjórn sem njóti stuðnings meirihluta þingsins. 14. desember 2018 10:25