Dómurinn staðfestur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. janúar 2019 10:15 Wa Lone eftir dómsuppkvaðningu í september. Nordicphotos/AFP Áfrýjunardómstóll í Mjanmar hafnaði því í gær að snúa við dómi yfir Wa Lone og Kyaw Soe Oo, blaðamönnum Reuters sem voru dæmdir í sjö ára fangelsi fyrir brot á lögum um ríkisleyndarmál. Dómari sagði ekki næg sönnunargögn hafa verið lögð fram sem sýndu fram á sakleysi þeirra. „Refsingin sem þið hafið nú þegar fengið er hæfileg,“ sagði Aung Naing dómari. Blaðamennirnir geta þó áfrýjað málinu aftur til hæstaréttar í höfuðborginni Naypyitaw. Félagarnir höfðu verið að vinna að umfjöllun um fjöldamorð í Inn Din í Rakhine-ríki þar sem hermenn og almennir borgarar eru sagðir hafa myrt tíu Róhingja. Fjöldamorðið, sem sjö hafa verið sakfelldir fyrir, var liður í ofsóknum hersins gegn Róhingjum. Samkvæmt Reuters lögðu lögmenn blaðamannanna áherslu á að lögreglan hafi leitt blaðamennina í gildru og að sönnunargögnin fyrir því að glæpur hafi verið framinn væru lítil. Einnig hefði hinn upprunalegi dómstóll lagt sönnunarbyrðina á verjendur en ekki saksóknara. Stephen J. Adler, ritstjóri Reuters, sagði í yfirlýsingu í gær að úrskurður áfrýjunardómstólsins væri enn eitt dæmið um það óréttlæti sem Lone og Soe Oo hafa þurft að þola. „Þeir eru enn á bak við lás og slá af einfaldri ástæðu. Valdhafar vildu þagga niður í þeim,“ sagði Adler. Ritstjórinn bætti því svo við að blaðamennska ætti aldrei að vera glæpur. Fjölmiðlafrelsi í Mjanmar teldist ekki neitt á meðan blaðamennirnir tveir væru í fangelsi og tilvist réttarríkis væri vafaatriði. Vesturlönd brugðust illa við ákvörðuninni í gær. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði að hún ylli vonbrigðum og í tilkynningu sagði að Bandaríkin efuðust um tjáningarfrelsið í landinu. „Við munum halda áfram að tala fyrir réttlátri lausn þessara hugrökku blaðamanna.“ Stjórnvöld í Bretlandi kölluðu eftir því að Aung San Suu Kyi, þjóðarleiðtogi Mjanmars og handhafi friðarverðlauna Nóbels, skærist í leikinn og skoðaði hvort blaðamennirnir hefðu fengið sanngjarna og réttláta málsmeðferð. „Við hvetjum Aung San Suu Kyi til þess að skoða hvort málsmeðferðin hafi verið sanngjörn og að viðurkenna, sem manneskja er barðist fyrir frelsi ríkisins, að henni ætti ekki að standa á sama um framtíð þessara tveggja hugrökku blaðamanna,“ sagði Jeremy Hunt utanríkisráðherra við BBC. Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Sjá meira
Áfrýjunardómstóll í Mjanmar hafnaði því í gær að snúa við dómi yfir Wa Lone og Kyaw Soe Oo, blaðamönnum Reuters sem voru dæmdir í sjö ára fangelsi fyrir brot á lögum um ríkisleyndarmál. Dómari sagði ekki næg sönnunargögn hafa verið lögð fram sem sýndu fram á sakleysi þeirra. „Refsingin sem þið hafið nú þegar fengið er hæfileg,“ sagði Aung Naing dómari. Blaðamennirnir geta þó áfrýjað málinu aftur til hæstaréttar í höfuðborginni Naypyitaw. Félagarnir höfðu verið að vinna að umfjöllun um fjöldamorð í Inn Din í Rakhine-ríki þar sem hermenn og almennir borgarar eru sagðir hafa myrt tíu Róhingja. Fjöldamorðið, sem sjö hafa verið sakfelldir fyrir, var liður í ofsóknum hersins gegn Róhingjum. Samkvæmt Reuters lögðu lögmenn blaðamannanna áherslu á að lögreglan hafi leitt blaðamennina í gildru og að sönnunargögnin fyrir því að glæpur hafi verið framinn væru lítil. Einnig hefði hinn upprunalegi dómstóll lagt sönnunarbyrðina á verjendur en ekki saksóknara. Stephen J. Adler, ritstjóri Reuters, sagði í yfirlýsingu í gær að úrskurður áfrýjunardómstólsins væri enn eitt dæmið um það óréttlæti sem Lone og Soe Oo hafa þurft að þola. „Þeir eru enn á bak við lás og slá af einfaldri ástæðu. Valdhafar vildu þagga niður í þeim,“ sagði Adler. Ritstjórinn bætti því svo við að blaðamennska ætti aldrei að vera glæpur. Fjölmiðlafrelsi í Mjanmar teldist ekki neitt á meðan blaðamennirnir tveir væru í fangelsi og tilvist réttarríkis væri vafaatriði. Vesturlönd brugðust illa við ákvörðuninni í gær. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði að hún ylli vonbrigðum og í tilkynningu sagði að Bandaríkin efuðust um tjáningarfrelsið í landinu. „Við munum halda áfram að tala fyrir réttlátri lausn þessara hugrökku blaðamanna.“ Stjórnvöld í Bretlandi kölluðu eftir því að Aung San Suu Kyi, þjóðarleiðtogi Mjanmars og handhafi friðarverðlauna Nóbels, skærist í leikinn og skoðaði hvort blaðamennirnir hefðu fengið sanngjarna og réttláta málsmeðferð. „Við hvetjum Aung San Suu Kyi til þess að skoða hvort málsmeðferðin hafi verið sanngjörn og að viðurkenna, sem manneskja er barðist fyrir frelsi ríkisins, að henni ætti ekki að standa á sama um framtíð þessara tveggja hugrökku blaðamanna,“ sagði Jeremy Hunt utanríkisráðherra við BBC.
Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Sjá meira