Curry orðinn sá þriðji þristahæsti og Harden setti sögulega þrennu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. janúar 2019 10:02 Stephen Curry kann að skjóta körfubolta vísir/getty Stephen Curry er orðinn þriðji þristahæsti leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar og James Harden náði sér í sögulega þrefalda tvennu í nótt þegar níu leikir fóru fram í NBA deildinni. Hinn þrítugi Curry er ein af stórstjörnum meistaraliðs Golden State Warriors og hann var enn einu sinni drifkrafturinn í sóknarleik Warriors sem vann Chicago Bulls 146-109 á heimavelli. Curry skoraði fimm þriggja stiga körfur í nótt og er því kominn með 2285 þriggja stiga körfur á ferlinu. Með þriðju þriggja stiga körfu kvöldsins, númer 2283, fór Curry yfir Jason Terry á listanum yfir þá menn með flesta þrista í sögu NBA og situr nú í þriðja sæti.Congrats to @StephenCurry30 of the @warriors on moving up to 3rd on the all-time 3PM list! #DubNation#ThisIsWhyWePlaypic.twitter.com/w3AgYhno4D — NBA (@NBA) January 12, 2019 Þeir sem eru nú á undan Curry eru Reggie Miller með 2560 þrista og efstur er Ray Allen sem skoraði 2973 þrista á ferlinum. „Þetta er mjög sérstakt afrek. Þessir tveir sem eru eftir fyrir ofan mig, þetta eru þeir sem ég horfði á sem barn, þeir voru átrúnaðargoðin mín,“ sagði Curry eftir leikinn. Curry skoraði 28 stig í leiknum í nótt, Kevin Durant bætti 22 stigum við í mjög öruggum sigri Warriors.@KlayThompson (30 PTS, 7 3PM) and @StephenCurry30 (28 PTS, 5 3PM) knock down a combined 12 threes to pace the @warriors at home! #DubNationpic.twitter.com/YTmtsAxHWt — NBA (@NBA) January 12, 2019 Í Houston unnu heimamenn öruggan sigur á Cleveland Cavaliers 141-113. James Harden hefur verið óstöðvandi fyrir Houston undanfarið og hann nældi sér í sína þriðju þrennu í síðustu sex leikjum. Þrennan er þó merkileg fyrir þær sakir að Harden náði henni á innan við hálftíma. Samkvæmt Elias Sports Bureau varð Harden fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA til þess að ná í þrennu með 40 stigum á minna en hálftíma. Mike D'Antoni, þjálfari Rockets, var búinn að láta Harden vita af því að hann yrði hvíldur í fjórða leikhluta þar sem sigurinn var aldrei í hættu fyrir Houston. Harden skoraði 43 stig, tók 10 fráköst og gaf 12 stoðsendingar á 29 mínútum og 34 sekúndum.@JHarden13 goes off for 43 PTS, 12 AST, 10 REB in 29:34 of game action in the @HoustonRockets win! #Rockets Harden is the first player in @NBAHistory to record a 40-point triple-double in 30-or-fewer minutes played. pic.twitter.com/mBZ78FW1mF — NBA (@NBA) January 12, 2019Úrslit næturinnar: Philadelphia 76ers - Atlanta Hawks 121-123 Washington Wizards - Milwaukee Bucks 113-106 New York Knicks - Indiana Pacers 106-121 Toronto Raptors - Brooklyn Nets 122-105 Houston Rockets - Cleveland Cavaliers 141-113 Minnesota Timberwolves - Dallas Mavericks 115-119 Utah Jazz - Los Angeles Lakers 113-95 Portland Trail Blazers - Charlotte Hornets 127-96 Golden State Warriors - Chicago Bulls 146-109 NBA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira
Stephen Curry er orðinn þriðji þristahæsti leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar og James Harden náði sér í sögulega þrefalda tvennu í nótt þegar níu leikir fóru fram í NBA deildinni. Hinn þrítugi Curry er ein af stórstjörnum meistaraliðs Golden State Warriors og hann var enn einu sinni drifkrafturinn í sóknarleik Warriors sem vann Chicago Bulls 146-109 á heimavelli. Curry skoraði fimm þriggja stiga körfur í nótt og er því kominn með 2285 þriggja stiga körfur á ferlinu. Með þriðju þriggja stiga körfu kvöldsins, númer 2283, fór Curry yfir Jason Terry á listanum yfir þá menn með flesta þrista í sögu NBA og situr nú í þriðja sæti.Congrats to @StephenCurry30 of the @warriors on moving up to 3rd on the all-time 3PM list! #DubNation#ThisIsWhyWePlaypic.twitter.com/w3AgYhno4D — NBA (@NBA) January 12, 2019 Þeir sem eru nú á undan Curry eru Reggie Miller með 2560 þrista og efstur er Ray Allen sem skoraði 2973 þrista á ferlinum. „Þetta er mjög sérstakt afrek. Þessir tveir sem eru eftir fyrir ofan mig, þetta eru þeir sem ég horfði á sem barn, þeir voru átrúnaðargoðin mín,“ sagði Curry eftir leikinn. Curry skoraði 28 stig í leiknum í nótt, Kevin Durant bætti 22 stigum við í mjög öruggum sigri Warriors.@KlayThompson (30 PTS, 7 3PM) and @StephenCurry30 (28 PTS, 5 3PM) knock down a combined 12 threes to pace the @warriors at home! #DubNationpic.twitter.com/YTmtsAxHWt — NBA (@NBA) January 12, 2019 Í Houston unnu heimamenn öruggan sigur á Cleveland Cavaliers 141-113. James Harden hefur verið óstöðvandi fyrir Houston undanfarið og hann nældi sér í sína þriðju þrennu í síðustu sex leikjum. Þrennan er þó merkileg fyrir þær sakir að Harden náði henni á innan við hálftíma. Samkvæmt Elias Sports Bureau varð Harden fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA til þess að ná í þrennu með 40 stigum á minna en hálftíma. Mike D'Antoni, þjálfari Rockets, var búinn að láta Harden vita af því að hann yrði hvíldur í fjórða leikhluta þar sem sigurinn var aldrei í hættu fyrir Houston. Harden skoraði 43 stig, tók 10 fráköst og gaf 12 stoðsendingar á 29 mínútum og 34 sekúndum.@JHarden13 goes off for 43 PTS, 12 AST, 10 REB in 29:34 of game action in the @HoustonRockets win! #Rockets Harden is the first player in @NBAHistory to record a 40-point triple-double in 30-or-fewer minutes played. pic.twitter.com/mBZ78FW1mF — NBA (@NBA) January 12, 2019Úrslit næturinnar: Philadelphia 76ers - Atlanta Hawks 121-123 Washington Wizards - Milwaukee Bucks 113-106 New York Knicks - Indiana Pacers 106-121 Toronto Raptors - Brooklyn Nets 122-105 Houston Rockets - Cleveland Cavaliers 141-113 Minnesota Timberwolves - Dallas Mavericks 115-119 Utah Jazz - Los Angeles Lakers 113-95 Portland Trail Blazers - Charlotte Hornets 127-96 Golden State Warriors - Chicago Bulls 146-109
NBA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira