Sveitarfélög geti heimilað stærri vindmyllur án aðkomu stjórnvalda Sighvatur Jónsson skrifar 18. janúar 2019 18:45 Skoskur skipulagsfræðingur hefur bent á nauðsyn þess að gerðar séu áætlanir um vindorkuver á Íslandi. Hann segir ekkert hafa gerst í þeim málum síðan hann kom síðast til landsins fyrir fjórum árum. Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.Vísir/Arnar Samband íslenskra sveitarfélaga er á sama máli og lýsir eftir stefnu stjórnvalda um vindorku. Guðjón Bragason, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, vísar til þess að framundan sé endurskoðun landsskipulagsstefnu þar sem fjallað er um landslagsvernd og vindorkunýtingu. Við viljum fyrst og fremst benda á það að vindorkunýting hlýtur að vera áhugaverður kostur til að auka fjölbreytni í orkuframleiðslu hér á landi og hún er að verða sífellt hagkvæmari líka. Tvær vindmyllur eru við Þykkvabæ í Rangárþingi ytra. Tvær tilraunamyllur eru við Búrfell. Vindorkuver hafa verið til umræðu og skoðunar í nokkrum sveitarfélögum; í Landeyjum í Rangárþingi eystra, við Gufuskála í Snæfellsbæ, í Dalabyggð, við Húsavík og á Fljótsdalshéraði. Víða um land hefur komið til tals að setja upp vindmyllur. Snæfellsbær er kominn einna lengst þar sem fjórar mögulegar staðsetningar fyrir vindorkuver eru í aðalskipulagi.Vísir/Tótla Samband íslenskra sveitarfélaga vill fara skosku leiðina, en sveitarfélög þar í landi geta heimilað stærri vindmyllur en íslensk sveitarfélög án aðkomu ríkis. Þannig gætu sveitarfélög hér á landi gefið leyfi fyrir vindorkuverum sem framleiða allt að 50 megavöttum en í dag geta þau heimilað vindmyllur sem framleiða allt að 10 megavöttum. Guðrún Pétursdóttir, formaður verkefnastjórnar rammaáætlunar.Vísir/Arnar Guðrún Pétursdóttir, formaður verkefnastjórnar rammaáætlunar, segir að það séu ekki megavöttin sem skipti máli heldur hæð og umfang vindmylla. Framleiðslugeta vindorkuvera aukist og hæð þeirra, en nýjustu vindmyllur geta verið hærri en 200 metrar. Guðrún segir að læra megi af Skotum varðandi undirbúning um hvar eigi að leyfa vindmyllur og hvar ekki. Vinnum heimavinnuna, tökum frá svæði, byggjum vindorkugarð, sjáum hvernig gengur og svo skref af skrefi. Dalabyggð Orkumál Rangárþing eystra Rangárþing ytra Snæfellsbær Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Skoskur skipulagsfræðingur hefur bent á nauðsyn þess að gerðar séu áætlanir um vindorkuver á Íslandi. Hann segir ekkert hafa gerst í þeim málum síðan hann kom síðast til landsins fyrir fjórum árum. Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.Vísir/Arnar Samband íslenskra sveitarfélaga er á sama máli og lýsir eftir stefnu stjórnvalda um vindorku. Guðjón Bragason, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, vísar til þess að framundan sé endurskoðun landsskipulagsstefnu þar sem fjallað er um landslagsvernd og vindorkunýtingu. Við viljum fyrst og fremst benda á það að vindorkunýting hlýtur að vera áhugaverður kostur til að auka fjölbreytni í orkuframleiðslu hér á landi og hún er að verða sífellt hagkvæmari líka. Tvær vindmyllur eru við Þykkvabæ í Rangárþingi ytra. Tvær tilraunamyllur eru við Búrfell. Vindorkuver hafa verið til umræðu og skoðunar í nokkrum sveitarfélögum; í Landeyjum í Rangárþingi eystra, við Gufuskála í Snæfellsbæ, í Dalabyggð, við Húsavík og á Fljótsdalshéraði. Víða um land hefur komið til tals að setja upp vindmyllur. Snæfellsbær er kominn einna lengst þar sem fjórar mögulegar staðsetningar fyrir vindorkuver eru í aðalskipulagi.Vísir/Tótla Samband íslenskra sveitarfélaga vill fara skosku leiðina, en sveitarfélög þar í landi geta heimilað stærri vindmyllur en íslensk sveitarfélög án aðkomu ríkis. Þannig gætu sveitarfélög hér á landi gefið leyfi fyrir vindorkuverum sem framleiða allt að 50 megavöttum en í dag geta þau heimilað vindmyllur sem framleiða allt að 10 megavöttum. Guðrún Pétursdóttir, formaður verkefnastjórnar rammaáætlunar.Vísir/Arnar Guðrún Pétursdóttir, formaður verkefnastjórnar rammaáætlunar, segir að það séu ekki megavöttin sem skipti máli heldur hæð og umfang vindmylla. Framleiðslugeta vindorkuvera aukist og hæð þeirra, en nýjustu vindmyllur geta verið hærri en 200 metrar. Guðrún segir að læra megi af Skotum varðandi undirbúning um hvar eigi að leyfa vindmyllur og hvar ekki. Vinnum heimavinnuna, tökum frá svæði, byggjum vindorkugarð, sjáum hvernig gengur og svo skref af skrefi.
Dalabyggð Orkumál Rangárþing eystra Rangárþing ytra Snæfellsbær Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira