Sarah Hyland opnar sig um veikindin og sjálfsvígshugsanir Sylvía Hall skrifar 13. janúar 2019 10:55 Hyland er þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Modern Family. Vísir/Getty Modern Family stjarnan Sarah Hyland var í viðtali hjá spjallþáttadrottningunni Ellen DeGeneres á dögunum þar sem hún talaði opinskátt um veikindi sín. Hyland, sem hefur þurft að fara í tvær nýrnaígræðslur, var mjög verkjuð í kjölfar veikinda sinna og íhugaði að taka eigið líf. „Ég hef farið í um það bil sex aðgerðir síðustu ár en örugglega um sextán yfir ævina,“ segir Hyland sem nýverið fagnaði 28 ára afmæli sínu. Hún hefur þó ekki aðeins þurft að kljást við nýrnavandamál en leikkonan er einnig greind með endómetríósu sem er einnig þekkt sem legslímuflakk. Talið er að 5-10 prósent kvenna séu með sjúkdóminn sem er kvalafullur krónískur móðurlífssjúkdómur.Þunglyndi og sjálfsvígshugsanir vegna verkja Í viðtalinu rifjar hún upp þegar líkami hennar hafnaði fyrri nýrnaígræðslu hennar þegar tökur á Modern Family stóðu yfir. Sársaukinn sem því fylgdi var nærri óbærilegur og lagðist leikkonan í mikið þunglyndi í kjölfarið sem leiddi af sér alvarlegar sjálfsvígshugsanir. „26 eða 27 ár af stanslausum verkjum og veikindum þar sem þú veist ekki hvenær þú munt næst eiga góðan dag, það er mjög erfitt. Ég byrjaði oft að skrifa bréf í huganum til ástvina þar sem ég útskýrði hvers vegna ég [tók eigið líf] og hvernig það var engum að kenna,“ sagði leikkonan. Hún sagðist aldrei hafa skrifað hugsanirnar á blað því hún vildi ekki að einhver myndi finna þau. Hún hafi þó oft verið nærri því að láta verða að því. „Ég var mjög, mjög nálægt því.“Hjálpaði að tala opinskátt um vandamálið Hún segist fljótlega hafa áttað sig á því að hún þyrfti að leita sér aðstoðar. Margir höfðu dregið það í efa að hún þyrfti að leita sérfræðiaðstoðar en þegar hún útskýrði hvað væri í gangi varð öllum ljóst að aðstoðar væri þörf. „Bara að segja það upphátt hjálpaði ótrúlega vegna þess að ég hafði haldið þessu fyrir mig í fleiri fleiri mánuði,“ sagði Hyland. Hún segir fólk í kringum sig almennt ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu mikil vanlíðanin væri. Að sama skapi sagði hún engum frá því vegna þess að hún vildi ekki að einhver myndi stoppa sig af léti hún verða að því. „Allir með þunglyndi eða kvíða eða sjálfsvígshugsanir, allir þessir einstaklingar eru ólíkir. Ég get ekki sagt að það sama og virkaði fyrir mig virki fyrir aðra en að tala við einhvern og segja þetta upphátt setur hlutina í samhengi,“ sagði leikkonan að lokum.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hyland greinir frá kynferðisofbeldi Leikkonan Sarah Hyland er meðal þeirra kvenna sem stigið hafa fram á síðustu dögum og greint frá kynferðislegu ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir á árum áður. 28. september 2018 15:49 Mest lesið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Fleiri fréttir Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Sjá meira
Modern Family stjarnan Sarah Hyland var í viðtali hjá spjallþáttadrottningunni Ellen DeGeneres á dögunum þar sem hún talaði opinskátt um veikindi sín. Hyland, sem hefur þurft að fara í tvær nýrnaígræðslur, var mjög verkjuð í kjölfar veikinda sinna og íhugaði að taka eigið líf. „Ég hef farið í um það bil sex aðgerðir síðustu ár en örugglega um sextán yfir ævina,“ segir Hyland sem nýverið fagnaði 28 ára afmæli sínu. Hún hefur þó ekki aðeins þurft að kljást við nýrnavandamál en leikkonan er einnig greind með endómetríósu sem er einnig þekkt sem legslímuflakk. Talið er að 5-10 prósent kvenna séu með sjúkdóminn sem er kvalafullur krónískur móðurlífssjúkdómur.Þunglyndi og sjálfsvígshugsanir vegna verkja Í viðtalinu rifjar hún upp þegar líkami hennar hafnaði fyrri nýrnaígræðslu hennar þegar tökur á Modern Family stóðu yfir. Sársaukinn sem því fylgdi var nærri óbærilegur og lagðist leikkonan í mikið þunglyndi í kjölfarið sem leiddi af sér alvarlegar sjálfsvígshugsanir. „26 eða 27 ár af stanslausum verkjum og veikindum þar sem þú veist ekki hvenær þú munt næst eiga góðan dag, það er mjög erfitt. Ég byrjaði oft að skrifa bréf í huganum til ástvina þar sem ég útskýrði hvers vegna ég [tók eigið líf] og hvernig það var engum að kenna,“ sagði leikkonan. Hún sagðist aldrei hafa skrifað hugsanirnar á blað því hún vildi ekki að einhver myndi finna þau. Hún hafi þó oft verið nærri því að láta verða að því. „Ég var mjög, mjög nálægt því.“Hjálpaði að tala opinskátt um vandamálið Hún segist fljótlega hafa áttað sig á því að hún þyrfti að leita sér aðstoðar. Margir höfðu dregið það í efa að hún þyrfti að leita sérfræðiaðstoðar en þegar hún útskýrði hvað væri í gangi varð öllum ljóst að aðstoðar væri þörf. „Bara að segja það upphátt hjálpaði ótrúlega vegna þess að ég hafði haldið þessu fyrir mig í fleiri fleiri mánuði,“ sagði Hyland. Hún segir fólk í kringum sig almennt ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu mikil vanlíðanin væri. Að sama skapi sagði hún engum frá því vegna þess að hún vildi ekki að einhver myndi stoppa sig af léti hún verða að því. „Allir með þunglyndi eða kvíða eða sjálfsvígshugsanir, allir þessir einstaklingar eru ólíkir. Ég get ekki sagt að það sama og virkaði fyrir mig virki fyrir aðra en að tala við einhvern og segja þetta upphátt setur hlutina í samhengi,“ sagði leikkonan að lokum.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hyland greinir frá kynferðisofbeldi Leikkonan Sarah Hyland er meðal þeirra kvenna sem stigið hafa fram á síðustu dögum og greint frá kynferðislegu ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir á árum áður. 28. september 2018 15:49 Mest lesið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Fleiri fréttir Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Sjá meira
Hyland greinir frá kynferðisofbeldi Leikkonan Sarah Hyland er meðal þeirra kvenna sem stigið hafa fram á síðustu dögum og greint frá kynferðislegu ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir á árum áður. 28. september 2018 15:49
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið