Í takt við tímann Lára G. Sigurðardóttir skrifar 14. janúar 2019 07:00 Það er sumarið sem við æskuvinkonurnar skutumst heim í hádeginu til að baða okkur í sólargeislum á meðan við snérum hamborgurum á grillinu. Markmiðið var að verða svolítið brúnar á hörund. Okkur fannst það ganga heldur hægt þetta sumarið því sólin var gjarnan að setjast þegar vinnudegi okkar lauk. Mér fannst þetta ómögulegt og var harðákveðin að skrifa bréf til þingmanna um að flýta klukkunni svo við hefðum meiri sól seinnipartinn. Þarna vorum við sautján ára. Síðan liðu mörg ár og ég nam læknisfræði og varði doktorsritgerð um röskun á lífklukku. Lífklukkan stjórnar margs konar starfsemi í líkamanum t.d. blóðþrýstingi, líkamshita og losun hormóna. Þar sem hún gengur á um 25-tímum hjá flestum þá þarf hún að endurstilla sig á hverjum degi og er morgunbirta besta tólið til þess. Bjart ljós að morgni er einnig öflugt tól til sama verks. Birta seint að kvöldi raskar hins vegar lífklukkunni og því betra að fá birtu fyrripart dags, á kostnað seinniparts. Út frá þeirri vísindaþekkingu sem við höfum í dag sé ég einn stóran ókost við núverandi stöðu – lífklukkan okkar slær ekki í takt við staðarklukkuna. Með því að seinka staðarklukkunni mun lífklukkan okkar vera nær takti staðarklukkunnar, að jafnaði yfir árið. Með þessa vitneskju er ég fegin að hafa ekki sent bréfið forðum. Svörin við spurningunni hvort við eigum að seinka klukkunni á Íslandi standa ekki á sér – 650 hafa gefið álit sitt á Samráðsgátt á aðeins tveimur dögum. Meirihlutinn vill seinka klukkunni. Nú vona ég að leiðtogar okkar vilji líka komast í takt við tímann og seinka klukkunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson Skoðun „Gakktu þá skrefi framar“ Jón Baldvin Hannibalsson Minningar Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Það er til fólk Bergur Ebbi Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir Skoðun Öruggt og viðunandi húsnæði fyrir alla í Hveragerði Njörður Sigurðsson Skoðun
Það er sumarið sem við æskuvinkonurnar skutumst heim í hádeginu til að baða okkur í sólargeislum á meðan við snérum hamborgurum á grillinu. Markmiðið var að verða svolítið brúnar á hörund. Okkur fannst það ganga heldur hægt þetta sumarið því sólin var gjarnan að setjast þegar vinnudegi okkar lauk. Mér fannst þetta ómögulegt og var harðákveðin að skrifa bréf til þingmanna um að flýta klukkunni svo við hefðum meiri sól seinnipartinn. Þarna vorum við sautján ára. Síðan liðu mörg ár og ég nam læknisfræði og varði doktorsritgerð um röskun á lífklukku. Lífklukkan stjórnar margs konar starfsemi í líkamanum t.d. blóðþrýstingi, líkamshita og losun hormóna. Þar sem hún gengur á um 25-tímum hjá flestum þá þarf hún að endurstilla sig á hverjum degi og er morgunbirta besta tólið til þess. Bjart ljós að morgni er einnig öflugt tól til sama verks. Birta seint að kvöldi raskar hins vegar lífklukkunni og því betra að fá birtu fyrripart dags, á kostnað seinniparts. Út frá þeirri vísindaþekkingu sem við höfum í dag sé ég einn stóran ókost við núverandi stöðu – lífklukkan okkar slær ekki í takt við staðarklukkuna. Með því að seinka staðarklukkunni mun lífklukkan okkar vera nær takti staðarklukkunnar, að jafnaði yfir árið. Með þessa vitneskju er ég fegin að hafa ekki sent bréfið forðum. Svörin við spurningunni hvort við eigum að seinka klukkunni á Íslandi standa ekki á sér – 650 hafa gefið álit sitt á Samráðsgátt á aðeins tveimur dögum. Meirihlutinn vill seinka klukkunni. Nú vona ég að leiðtogar okkar vilji líka komast í takt við tímann og seinka klukkunni.