Sunna Snædal formaður vísindasiðanefndar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2019 13:08 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra skipar nefndina. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað sjö manna vísindasiðanefnd til næstu fjögurra ára. Hlutverk nefndarinnar er að meta vísindarannsóknir á heilbrigðissviði og tryggja að þær samrýmist vísindalegum og siðfræðilegum sjónarmiðum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands. Nefndin er skipuð samkvæmt 9. gr. laga um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði nr. 44/2014. Auk fyrrgreinds mats á vísindarannsóknum skal nefndin meta samstarfsverkefni, fjölþjóðlegar rannsóknir, klínískar lyfjarannsóknir og aðrar áætlanir um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði sem ekki falla undir verksvið siðanefnda heilbrigðisrannsókna samkvæmt 11. gr. laganna. Nefndinni er einnig ætlað að taka þátt í almennri og fræðilegri umræðu á vettvangi lífsiðfræði, veita ráðgjöf og birta leiðbeinandi álit um viðfangsefni á verksviði nefndarinnar. Líkt og segir í lögunum skal þess gætt við skipun nefndarinnar að í henni eigi sæti einstaklingar með sérþekkingu á sviði aðferðafræði heilbrigðisvísinda, siðfræði, lögfræði og persónuverndar. Formaður nýskipaðrar vísindasiðanefndar er Sunna Snædal Jónsdóttir nýrnalæknir. Aðrir nefndarmenn eru: Rögnvaldur G. Gunnarsson, skipaður án tilnefningar, Una Strand Viðarsdóttir, tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðuneyti Flóki Ásgeirsson, tilnefndur af dómsmálaráðuneyti, Védís Helga Eiríksdóttir, tilnefnd af Embætti landlæknis, Sigurður Guðmundsson, tilnefndur af Læknadeild Háskóla Íslands Henry Alexander Henrysson, tilnefndur af Siðfræðistofnun Háskóla Íslands. Una strand og Henry Alexander hafa verið í nefndinni undanfarin fjögur ár en aðrir eru nýir.Varamenn Reynir Tómas Geirsson, skipaður án tilnefningar, Stefán Baldursson, tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðuneyti, Svala Ísfeld Ólafsdóttir, tilnefnd af dómsmálaráðuneyti, Elías Freyr Guðmundsson, tilnefndur af Embætti landlæknis, Guðrún Valgerður Skúladóttir, tilnefnd af Læknadeild Háskóla Íslands, Helga Þorbergsdóttir, tilnefnd af Siðfræðistofnun Háskóla Íslands. Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fleiri fréttir Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað sjö manna vísindasiðanefnd til næstu fjögurra ára. Hlutverk nefndarinnar er að meta vísindarannsóknir á heilbrigðissviði og tryggja að þær samrýmist vísindalegum og siðfræðilegum sjónarmiðum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands. Nefndin er skipuð samkvæmt 9. gr. laga um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði nr. 44/2014. Auk fyrrgreinds mats á vísindarannsóknum skal nefndin meta samstarfsverkefni, fjölþjóðlegar rannsóknir, klínískar lyfjarannsóknir og aðrar áætlanir um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði sem ekki falla undir verksvið siðanefnda heilbrigðisrannsókna samkvæmt 11. gr. laganna. Nefndinni er einnig ætlað að taka þátt í almennri og fræðilegri umræðu á vettvangi lífsiðfræði, veita ráðgjöf og birta leiðbeinandi álit um viðfangsefni á verksviði nefndarinnar. Líkt og segir í lögunum skal þess gætt við skipun nefndarinnar að í henni eigi sæti einstaklingar með sérþekkingu á sviði aðferðafræði heilbrigðisvísinda, siðfræði, lögfræði og persónuverndar. Formaður nýskipaðrar vísindasiðanefndar er Sunna Snædal Jónsdóttir nýrnalæknir. Aðrir nefndarmenn eru: Rögnvaldur G. Gunnarsson, skipaður án tilnefningar, Una Strand Viðarsdóttir, tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðuneyti Flóki Ásgeirsson, tilnefndur af dómsmálaráðuneyti, Védís Helga Eiríksdóttir, tilnefnd af Embætti landlæknis, Sigurður Guðmundsson, tilnefndur af Læknadeild Háskóla Íslands Henry Alexander Henrysson, tilnefndur af Siðfræðistofnun Háskóla Íslands. Una strand og Henry Alexander hafa verið í nefndinni undanfarin fjögur ár en aðrir eru nýir.Varamenn Reynir Tómas Geirsson, skipaður án tilnefningar, Stefán Baldursson, tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðuneyti, Svala Ísfeld Ólafsdóttir, tilnefnd af dómsmálaráðuneyti, Elías Freyr Guðmundsson, tilnefndur af Embætti landlæknis, Guðrún Valgerður Skúladóttir, tilnefnd af Læknadeild Háskóla Íslands, Helga Þorbergsdóttir, tilnefnd af Siðfræðistofnun Háskóla Íslands.
Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fleiri fréttir Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Sjá meira