Hugað að lýðheilsu og ljósmengun við LED-væðingu í borginni Kjartan Kjartansson skrifar 17. janúar 2019 09:00 LED-ljós hafa þegar verið sett upp á nokkrum stöðum í borginni, þar á meðal í Borgartúni. Vísir/Vilhelm Svonefndir LED-lampar verða settir upp í Vesturbænum á næstu vikum en það er liður í endurnýjun borgarinnar á götulýsingu sem nú stendur yfir. Manngerð ljós hafa verið tengd við heilsuvandamál í mönnum og ákveðin tegund LED-lýsingar er talin geta raskað líkamsklukku fólks og dýra. Verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg segir að litið sé til þeirra sjónarmiða við val á ljósunum. Reykjavíkurborg er ein fjölda borga sem hafa ákveðið að skipta eldri götuljósum út fyrir svonefnd LED-ljós. Til mikils er að vinna því LED-ljósin nota aðeins brot af orkunni og endast lengur en eldri tegundir ljóss. Ársæll Jóhannsson, verkefnastjóri á skrifstofu framkvæmda- og viðhalds hjá borginni, áætlar að allt að 70-80% orkusparnaður náist með nýjum LED-lömpum sem byrjað er að setja upp. LED-ljósum hefur þegar verið komið upp í Borgartúni, á Grensásvegi sunnan Miklubrautar og fleiri stöðum í borginni þar sem nýframkvæmdir hafa verið í gangi. Það er liður í svonefndu ljósvistskipulagi borgarinnar sem unnið hefur verið að og er langt komið. Mikið hefur verið fjallað um götulýsingu og möguleg áhrif hennar á heilsu fólks undanfarin ár, ekki síst í tengslum við LED-væðinguna. Rannsókn sem gerð var við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum tengdi þannig manngerða lýsingu að kvöldi og nóttu til við auknar líkur á brjóstakrabbameini kvenna. LED-ljós hafa einnig verið gagnrýnd af þessum og öðrum sökum. Bandarísku læknasamtökin gáfu út ráðleggingar árið 2016 um að hvernig borgir og bæir gætu valið LED-götuljós sem draga úr mögulega skaðlegum áhrifum á heilsu manna og umhverfi. Blá birta frá sterkum hvítum LED-ljósum er talin geta raskað líkamsklukku manna og dýra. Dæmi er frá borginni Davis í Kaliforníu þegar sem íbúar kröfðust þess að nýjum LED-ljósum yrði skipt út vegna truflandi áhrifa þeirra. Kvörtuðu íbúar meðal annars undan harðri birtu og glýju sem barst inn í íbúðir þeirra frá ljósunum.Manngerð lýsing að kvöldi og nóttu er talin geta raskað líkamsklukku manna og dýra. Bent hefur verið á að betra sé að nota hlýrra og gulleitara ljós en harðara og blárra.Vísir/VilhelmHalda sig við hlýrri lýsingu Hitastig ljóss er mælt í Kelvin-gráðum. Bandarísku læknasamtökin mæla með því að notuð séu „hlýrri“ og gulleitari ljós í götulýsingu sem eru á bilinu 2.700 til 3.000K í stað hvítra ljósa sem geta verið 4.000 eða jafnvel 5.000K. Ársæll segir að á Norðurlöndunum hafi menn sammælst um að nota hlýrri tegundir LED-ljósa. Þannig séu lamparnir sem borgin kaupi inn aðallega með 2.700 til 3.000K lýsingu. Á stofnbrautum hafi þó verið sett upp 4.000K lýsing. „Menn hafa verið að setja upp lýsingu upp í 5.000 til 6.500 K sem er rosalega hvít og út í bláleita liti. Það er talið að slík lýsing sé mögulega truflandi fyrir dýr og annað. Menn hafa verið að taka niður eitthvað af þessari lýsingu vegna kvartana íbúa,“ segir hann.Fjöldi borga hefur skipt yfir í LED-ljós til þess að spara orku.Vísir/GettyGæti bætt skilyrði fyrir norðurljósaferðir Það er ekki aðeins hiti lýsingarinnar sem spilar inn í heldur einnig hönnun lampanna sjálfra. Eitt vandamál við núverandi lýsingu er að stór hluti ljóssins endurkastast upp og veldur ljósmengun. Útivistar- og stjörnuáhugafólk kannast vel við ljóshjúp sem liggur eins og hvelfing yfir borginni í skammdeginu. Ársæll segir að hluti af hönnun ljósanna sé að tryggja myrkurgæði. Megnið af ljósmenguninni myndist við bláa litinn í ljósinu. „Þess vegna viljum við passa að við séum að kasta mikið af þeirri birtu upp í loftið,“ segir hann. Markmiðið sé einnig að halda glýju frá ljósunum í lágmarki enda sé hún truflandi bæði fyrir gangandi og akandi vegfarendur. Nýju lamparnir eru þeim kostum búnir að í þeim er örgjörvi sem deyfir ljósið um helming þegar við á, þar á meðal yfir nóttina að vetri til. Ársæll segir að þetta hjálpi til við að draga úr ljósmengun og spara orku enn frekar. Jákvæð ytri áhrif af þessari miðnæturdimmingu gæti verið betri skilyrði fyrir norðurljósaskoðunarferðir sem njóta mikillar hylli hjá ferðamönnum. „Ég myndi telja að það geri það já,“ segir Ársæll.Þegar veðurskilyrði eru góð fara hundruð ferðamanna í norðurljósaferðir á hverjum degi. LED-ljósin gætu bætt aðstæður til þessara ferða.Vísir/ErnirVonast til að fá þúsundir lampa fyrir sumarið Útboð borgarinnar á LED-lýsingu eru nú í fullum gangi. Ársæll segir að von sé á lömpum fyrir Vesturbæinn síðar í þessum mánuði. Vonir standa til að ljúka öðru útboði í þessari viku eða þeirri næstu til að tryggja 2.200 lampa sem hægt væri að setja upp í sumar. „Fljótlega komumst við vonandi í næsta útboð því við viljum helst koma þessu af stað í fullan gang og láta það rúlla áfram án þess að detta neitt niður á milli,“ segir hann. Borgarstjórn Heilbrigðismál Umhverfismál Tengdar fréttir Meira myrkur vegna sparnaðar hjá Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem enn lætur ljósastaura loga skemur eftir að gripið var til sparnaðar eftir bankahrunið fyrir rúmum ártaug. 13. janúar 2019 18:45 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Fleiri fréttir Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Sjá meira
Svonefndir LED-lampar verða settir upp í Vesturbænum á næstu vikum en það er liður í endurnýjun borgarinnar á götulýsingu sem nú stendur yfir. Manngerð ljós hafa verið tengd við heilsuvandamál í mönnum og ákveðin tegund LED-lýsingar er talin geta raskað líkamsklukku fólks og dýra. Verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg segir að litið sé til þeirra sjónarmiða við val á ljósunum. Reykjavíkurborg er ein fjölda borga sem hafa ákveðið að skipta eldri götuljósum út fyrir svonefnd LED-ljós. Til mikils er að vinna því LED-ljósin nota aðeins brot af orkunni og endast lengur en eldri tegundir ljóss. Ársæll Jóhannsson, verkefnastjóri á skrifstofu framkvæmda- og viðhalds hjá borginni, áætlar að allt að 70-80% orkusparnaður náist með nýjum LED-lömpum sem byrjað er að setja upp. LED-ljósum hefur þegar verið komið upp í Borgartúni, á Grensásvegi sunnan Miklubrautar og fleiri stöðum í borginni þar sem nýframkvæmdir hafa verið í gangi. Það er liður í svonefndu ljósvistskipulagi borgarinnar sem unnið hefur verið að og er langt komið. Mikið hefur verið fjallað um götulýsingu og möguleg áhrif hennar á heilsu fólks undanfarin ár, ekki síst í tengslum við LED-væðinguna. Rannsókn sem gerð var við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum tengdi þannig manngerða lýsingu að kvöldi og nóttu til við auknar líkur á brjóstakrabbameini kvenna. LED-ljós hafa einnig verið gagnrýnd af þessum og öðrum sökum. Bandarísku læknasamtökin gáfu út ráðleggingar árið 2016 um að hvernig borgir og bæir gætu valið LED-götuljós sem draga úr mögulega skaðlegum áhrifum á heilsu manna og umhverfi. Blá birta frá sterkum hvítum LED-ljósum er talin geta raskað líkamsklukku manna og dýra. Dæmi er frá borginni Davis í Kaliforníu þegar sem íbúar kröfðust þess að nýjum LED-ljósum yrði skipt út vegna truflandi áhrifa þeirra. Kvörtuðu íbúar meðal annars undan harðri birtu og glýju sem barst inn í íbúðir þeirra frá ljósunum.Manngerð lýsing að kvöldi og nóttu er talin geta raskað líkamsklukku manna og dýra. Bent hefur verið á að betra sé að nota hlýrra og gulleitara ljós en harðara og blárra.Vísir/VilhelmHalda sig við hlýrri lýsingu Hitastig ljóss er mælt í Kelvin-gráðum. Bandarísku læknasamtökin mæla með því að notuð séu „hlýrri“ og gulleitari ljós í götulýsingu sem eru á bilinu 2.700 til 3.000K í stað hvítra ljósa sem geta verið 4.000 eða jafnvel 5.000K. Ársæll segir að á Norðurlöndunum hafi menn sammælst um að nota hlýrri tegundir LED-ljósa. Þannig séu lamparnir sem borgin kaupi inn aðallega með 2.700 til 3.000K lýsingu. Á stofnbrautum hafi þó verið sett upp 4.000K lýsing. „Menn hafa verið að setja upp lýsingu upp í 5.000 til 6.500 K sem er rosalega hvít og út í bláleita liti. Það er talið að slík lýsing sé mögulega truflandi fyrir dýr og annað. Menn hafa verið að taka niður eitthvað af þessari lýsingu vegna kvartana íbúa,“ segir hann.Fjöldi borga hefur skipt yfir í LED-ljós til þess að spara orku.Vísir/GettyGæti bætt skilyrði fyrir norðurljósaferðir Það er ekki aðeins hiti lýsingarinnar sem spilar inn í heldur einnig hönnun lampanna sjálfra. Eitt vandamál við núverandi lýsingu er að stór hluti ljóssins endurkastast upp og veldur ljósmengun. Útivistar- og stjörnuáhugafólk kannast vel við ljóshjúp sem liggur eins og hvelfing yfir borginni í skammdeginu. Ársæll segir að hluti af hönnun ljósanna sé að tryggja myrkurgæði. Megnið af ljósmenguninni myndist við bláa litinn í ljósinu. „Þess vegna viljum við passa að við séum að kasta mikið af þeirri birtu upp í loftið,“ segir hann. Markmiðið sé einnig að halda glýju frá ljósunum í lágmarki enda sé hún truflandi bæði fyrir gangandi og akandi vegfarendur. Nýju lamparnir eru þeim kostum búnir að í þeim er örgjörvi sem deyfir ljósið um helming þegar við á, þar á meðal yfir nóttina að vetri til. Ársæll segir að þetta hjálpi til við að draga úr ljósmengun og spara orku enn frekar. Jákvæð ytri áhrif af þessari miðnæturdimmingu gæti verið betri skilyrði fyrir norðurljósaskoðunarferðir sem njóta mikillar hylli hjá ferðamönnum. „Ég myndi telja að það geri það já,“ segir Ársæll.Þegar veðurskilyrði eru góð fara hundruð ferðamanna í norðurljósaferðir á hverjum degi. LED-ljósin gætu bætt aðstæður til þessara ferða.Vísir/ErnirVonast til að fá þúsundir lampa fyrir sumarið Útboð borgarinnar á LED-lýsingu eru nú í fullum gangi. Ársæll segir að von sé á lömpum fyrir Vesturbæinn síðar í þessum mánuði. Vonir standa til að ljúka öðru útboði í þessari viku eða þeirri næstu til að tryggja 2.200 lampa sem hægt væri að setja upp í sumar. „Fljótlega komumst við vonandi í næsta útboð því við viljum helst koma þessu af stað í fullan gang og láta það rúlla áfram án þess að detta neitt niður á milli,“ segir hann.
Borgarstjórn Heilbrigðismál Umhverfismál Tengdar fréttir Meira myrkur vegna sparnaðar hjá Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem enn lætur ljósastaura loga skemur eftir að gripið var til sparnaðar eftir bankahrunið fyrir rúmum ártaug. 13. janúar 2019 18:45 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Fleiri fréttir Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Sjá meira
Meira myrkur vegna sparnaðar hjá Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem enn lætur ljósastaura loga skemur eftir að gripið var til sparnaðar eftir bankahrunið fyrir rúmum ártaug. 13. janúar 2019 18:45