Vonast til þess að saga sín hvetji aðrar konur til þess að vera hugrakkar og frjálsar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. janúar 2019 10:15 Rahaf var í viðtali á ABC Australia. vísir/vilhelm Rahaf Mohammed al-Qunun, sádi-arabíska unglingsstúlkan sem fangaði athygli heimsbyggðarinnar þegar hún læsti sig inn á hótelherbergi í Taílandi þar sem hún var á flótta undan fjölskyldu sinni, segist vonast til þess að saga sín veiti öðrum sádi-arabískum konum innblástur til þess að vera hugrakkar og frjálsar. Qunun fékk hæli í Kanada og lenti í Toronto á laugardag. Hún veitti sjónvarpsstöðinni ABC Australia viðtal og kvaðst vona að mál sitt gæti komið einhverjum breytingum af stað í heimalandi sínu en konur hafa afar takmörkuð réttindi í Sádi-Arabíu. Þannig mega þær ekki vinna, gifta sig eða ferðast án leyfis frá karlkyns forráðamanni. „Ég held að fjöldi kvenna sem flýja undan stjórnvöldum í Sádi-Arabíu eigi bara eftir að aukast, sérstaklega þar sem það er enginn til þess að stöðva þær. Ég vona að saga mín hvetji aðrar konur til þess að vera hugrakkar og frjálsar,“ sagði Qunun. Í viðtalinu lýsti Qunun því hvernig löngun hennar til þess að vera sjálfstæð hafi drifið hana áfram til þess að flýja undan bróður sínum og föður þar sem þau voru á ferðalagi í Kúveit en Qunun stefndi á Ástralíu með millilendingu í Bangkok í Taílandi. Hún læsti sig inni á hótelherbergi þar í landi og neitaði að fara út í sex daga. Segist Qunun hafa búist við því að yfirvöld myndu brjótast inn í herbergið og taka hana höndum. Íhugaði hún því að stytta sér aldur. „Þess vegna skrifaði ég kveðjubréf. Ég ákvað að ég myndi enda líf mitt áður en ég væri neydd til þess að snúa aftur til Sádi-Arabíu,“ sagði Qunun. „Mig langaði til að vera frjáls frá kúgun og þunglyndi. Ég vildi vera sjálfstæði. Ég hefði ekki getað gifst þeim sem ég vildi eða farið að vinna án þess að fá leyfi.“ Kanada Sádi-Arabía Taíland Tengdar fréttir Sameinuðu þjóðirnar biðla til Ástralíu Biðja yfirvöld Ástralíu um að íhuga að veita ungri konu frá Sádi-Arabíu hæli. 9. janúar 2019 11:32 Sádíarabíska konan sem flúði fjölskyldu sína á leið til Kanada 11. janúar 2019 17:59 Táningurinn sem flúði fjölskyldu sína komin til Kanada Utanríkisráðherra Kanada tók á móti Rahaf al-Qunun á flugvellinum í Toronto. 12. janúar 2019 18:37 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Rahaf Mohammed al-Qunun, sádi-arabíska unglingsstúlkan sem fangaði athygli heimsbyggðarinnar þegar hún læsti sig inn á hótelherbergi í Taílandi þar sem hún var á flótta undan fjölskyldu sinni, segist vonast til þess að saga sín veiti öðrum sádi-arabískum konum innblástur til þess að vera hugrakkar og frjálsar. Qunun fékk hæli í Kanada og lenti í Toronto á laugardag. Hún veitti sjónvarpsstöðinni ABC Australia viðtal og kvaðst vona að mál sitt gæti komið einhverjum breytingum af stað í heimalandi sínu en konur hafa afar takmörkuð réttindi í Sádi-Arabíu. Þannig mega þær ekki vinna, gifta sig eða ferðast án leyfis frá karlkyns forráðamanni. „Ég held að fjöldi kvenna sem flýja undan stjórnvöldum í Sádi-Arabíu eigi bara eftir að aukast, sérstaklega þar sem það er enginn til þess að stöðva þær. Ég vona að saga mín hvetji aðrar konur til þess að vera hugrakkar og frjálsar,“ sagði Qunun. Í viðtalinu lýsti Qunun því hvernig löngun hennar til þess að vera sjálfstæð hafi drifið hana áfram til þess að flýja undan bróður sínum og föður þar sem þau voru á ferðalagi í Kúveit en Qunun stefndi á Ástralíu með millilendingu í Bangkok í Taílandi. Hún læsti sig inni á hótelherbergi þar í landi og neitaði að fara út í sex daga. Segist Qunun hafa búist við því að yfirvöld myndu brjótast inn í herbergið og taka hana höndum. Íhugaði hún því að stytta sér aldur. „Þess vegna skrifaði ég kveðjubréf. Ég ákvað að ég myndi enda líf mitt áður en ég væri neydd til þess að snúa aftur til Sádi-Arabíu,“ sagði Qunun. „Mig langaði til að vera frjáls frá kúgun og þunglyndi. Ég vildi vera sjálfstæði. Ég hefði ekki getað gifst þeim sem ég vildi eða farið að vinna án þess að fá leyfi.“
Kanada Sádi-Arabía Taíland Tengdar fréttir Sameinuðu þjóðirnar biðla til Ástralíu Biðja yfirvöld Ástralíu um að íhuga að veita ungri konu frá Sádi-Arabíu hæli. 9. janúar 2019 11:32 Sádíarabíska konan sem flúði fjölskyldu sína á leið til Kanada 11. janúar 2019 17:59 Táningurinn sem flúði fjölskyldu sína komin til Kanada Utanríkisráðherra Kanada tók á móti Rahaf al-Qunun á flugvellinum í Toronto. 12. janúar 2019 18:37 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar biðla til Ástralíu Biðja yfirvöld Ástralíu um að íhuga að veita ungri konu frá Sádi-Arabíu hæli. 9. janúar 2019 11:32
Táningurinn sem flúði fjölskyldu sína komin til Kanada Utanríkisráðherra Kanada tók á móti Rahaf al-Qunun á flugvellinum í Toronto. 12. janúar 2019 18:37
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent