Segir að fyrrverandi stjórnanda Nissan sé haldið við grimmilegar aðstæður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. janúar 2019 10:38 Ghosn hefur neitað allri sök. Vísir/EPA Eiginkona Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, segir að honum sé haldið við grimmilegar aðstæður í fangelsi í Japan. Ghosn hefur verið ákærður fyrir umfangsmikið fjármálamisferli í starfinu sínu hjá bílaframleiðandanum. Það kom nokkuð á óvart þegar Ghosn var handtekinn í nóvember á síðasta ári, grunaður um að hafa vantalið tekjur sínar sem forstjóri og stjórnarformaður Nissan um tugi milljóna dollara á árunum 2010 ti 2015. Hann hefur verið ákærður fyrir skattsvik sem og að hafa misnotað aðstöðu sína hjá Nissan til þess að færa persónulegt tap af fjárfestingum yfir á fyrirtækið. Ghosn hefur setið í varðhaldi vegna málsins frá því að hann var handtekinn en í bréfi sem Carole Ghosn, eiginkona hans, hefur sent til mannréttindasamtakanna Human Rights Watch, heldur hún því fram að honum sé haldið við grimmilegar og ómannúðlegar aðstæður. Í bréfinu segir hún að honum sé haldið í fangaklefa þar sem ljósin séu kveikt allan sólahringinn, klefinn sé óupphitaður auk þess sem að honum sé aðeins leyft að fara í sturtu eða bað tvisvar til þrisvar í viku. Í frétt CNN segir einnig að sonur hans hafi áhyggjur af fangelsisvist föður síns og segir hann að Ghosn hafi misst tíu kíló á meðan hann hefur verið í haldi. CNN segist þó ekki geta staðfest að staðhæfingar eiginkonu hans eigi við rök að styðjast. Reuters greinir hins vegar frá því að utanríkisráðuneyti Japan hafi lýst því yfir að réttindi Ghosn væru virt. Ghosn þótti afar virtur stjórnandi í bílaiðnaðunum og var hann sagður vera aðalsprautan á bak við velgengni Nissan, Renault og Mitsubishi að undanförnu, en fyrirtækin hafa átt í nánu samstarfi, ekki síst fyrir tilstuðlan Ghosn. Bílar Japan Carlos Ghosn flýr Japan Tengdar fréttir Nýjar ákærur gegn fyrrverandi stjórnarformanni Nissan Carlos Ghosn er meðal annars sakaður um að hafa velt milljarðatapi af persónulegum fjárfestingum yfir á japanska bílaframleiðandann. 11. janúar 2019 07:36 Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan ákærður fyrir fjármálamisferli Saksóknarar í Japan hafa ákært Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformann bílaframleiðandans Nissan, fyrir fjármálamisferli. 10. desember 2018 08:20 Grunaður um að hafa stungið bónusum undirmanna í eigin vasa Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformaður bílaframleiðandans Nissan, sem handtekinn var í gær er grunaður um fjölmörg brot að því er japanskir fjölmiðlar hafa greint frá í gær og í dag 20. nóvember 2018 11:15 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Eiginkona Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, segir að honum sé haldið við grimmilegar aðstæður í fangelsi í Japan. Ghosn hefur verið ákærður fyrir umfangsmikið fjármálamisferli í starfinu sínu hjá bílaframleiðandanum. Það kom nokkuð á óvart þegar Ghosn var handtekinn í nóvember á síðasta ári, grunaður um að hafa vantalið tekjur sínar sem forstjóri og stjórnarformaður Nissan um tugi milljóna dollara á árunum 2010 ti 2015. Hann hefur verið ákærður fyrir skattsvik sem og að hafa misnotað aðstöðu sína hjá Nissan til þess að færa persónulegt tap af fjárfestingum yfir á fyrirtækið. Ghosn hefur setið í varðhaldi vegna málsins frá því að hann var handtekinn en í bréfi sem Carole Ghosn, eiginkona hans, hefur sent til mannréttindasamtakanna Human Rights Watch, heldur hún því fram að honum sé haldið við grimmilegar og ómannúðlegar aðstæður. Í bréfinu segir hún að honum sé haldið í fangaklefa þar sem ljósin séu kveikt allan sólahringinn, klefinn sé óupphitaður auk þess sem að honum sé aðeins leyft að fara í sturtu eða bað tvisvar til þrisvar í viku. Í frétt CNN segir einnig að sonur hans hafi áhyggjur af fangelsisvist föður síns og segir hann að Ghosn hafi misst tíu kíló á meðan hann hefur verið í haldi. CNN segist þó ekki geta staðfest að staðhæfingar eiginkonu hans eigi við rök að styðjast. Reuters greinir hins vegar frá því að utanríkisráðuneyti Japan hafi lýst því yfir að réttindi Ghosn væru virt. Ghosn þótti afar virtur stjórnandi í bílaiðnaðunum og var hann sagður vera aðalsprautan á bak við velgengni Nissan, Renault og Mitsubishi að undanförnu, en fyrirtækin hafa átt í nánu samstarfi, ekki síst fyrir tilstuðlan Ghosn.
Bílar Japan Carlos Ghosn flýr Japan Tengdar fréttir Nýjar ákærur gegn fyrrverandi stjórnarformanni Nissan Carlos Ghosn er meðal annars sakaður um að hafa velt milljarðatapi af persónulegum fjárfestingum yfir á japanska bílaframleiðandann. 11. janúar 2019 07:36 Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan ákærður fyrir fjármálamisferli Saksóknarar í Japan hafa ákært Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformann bílaframleiðandans Nissan, fyrir fjármálamisferli. 10. desember 2018 08:20 Grunaður um að hafa stungið bónusum undirmanna í eigin vasa Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformaður bílaframleiðandans Nissan, sem handtekinn var í gær er grunaður um fjölmörg brot að því er japanskir fjölmiðlar hafa greint frá í gær og í dag 20. nóvember 2018 11:15 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Nýjar ákærur gegn fyrrverandi stjórnarformanni Nissan Carlos Ghosn er meðal annars sakaður um að hafa velt milljarðatapi af persónulegum fjárfestingum yfir á japanska bílaframleiðandann. 11. janúar 2019 07:36
Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan ákærður fyrir fjármálamisferli Saksóknarar í Japan hafa ákært Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformann bílaframleiðandans Nissan, fyrir fjármálamisferli. 10. desember 2018 08:20
Grunaður um að hafa stungið bónusum undirmanna í eigin vasa Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformaður bílaframleiðandans Nissan, sem handtekinn var í gær er grunaður um fjölmörg brot að því er japanskir fjölmiðlar hafa greint frá í gær og í dag 20. nóvember 2018 11:15