Starfsmenn Bláfjalla vona að veðurguðirnir bænheyri þá Birgir Olgeirsson skrifar 15. janúar 2019 11:21 Þessar skelltu sér á bretti í Bláfjöllum fyrir nokkrum árum. Vísir/Vilhelm Fyrsti vetrardagurinn leit dagsins ljós í Bláfjöllum í gær, ef svo má segja, því það snjóaði loksins hressilega. Skíðasvæðið í Bláfjöllum hefur verið lokað í allan vetur sökum snjóleysis en Einar Bjarnason, rekstrarstjóri Bláfjalla, segir að ef veðurguðirnir hlýða kalli starfsmanna skíðasvæðisins þá sé jafnvel möguleiki á að opna í næstu viku. „Eins og spáin lítur út í dag þá fáum við ekki snjókomu aftur fyrr en um helgina. Ég vona að hún falli í formi slyddu til að bleyta upp í þessum þurra snjó og fá fallegan og góðan grunn á skíðasvæðið. Ef það gengur upp þá erum við að vonast til að geta gert eitthvað í næstu viku,“ segir Einar í samtali við Vísi. Mikið eru um lausan snjó í Bláfjöllum þannig að ef það myndi hvessa hressilega þá gæti það einnig bætt stöðuna. Starfsmennirnir unnu við það í gærkvöldi og í nótt að fara yfir brekkurnar á snjótroðara og mynda rastir í brekkurnar með það að markmiði að festa snjó.Jæja, loksins kominn fyrsti vetrardagur hér í fjöllunum. Þá styttist í veturinn. Ótrúleg breyting á síðasta sólarhring. Uppfærum aftur fyrir helgi. Posted by Skíðasvæðin - Bláfjöll & Skálafell on Monday, January 14, 2019 Hann segir það langt í frá að öll von sé úti um almennilegan skíðavetur í Bláfjöllum. Fyrir tveimur árum fylltist svæðið af snjó í febrúar en mánuðina á undan hafði ástandið verið fremur dapurt fyrir skíðafólk. Einar segir starfsmenn ætla að kanna gönguskíðasvæðið í dag til að sjá hvort nægur snjór hafi fallið til að undirbúa það fyrir opnun. Skíðasvæði Veður Tengdar fréttir Stormur og snjókoma í kortunum Það er útlit fyrir hvassa norðaustan átt á norðanverðu landinu í dag með snjókomu og gæti jafnvel orðið stormur á Vestfjörðum fram yfir hádegi að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 15. janúar 2019 07:34 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
Fyrsti vetrardagurinn leit dagsins ljós í Bláfjöllum í gær, ef svo má segja, því það snjóaði loksins hressilega. Skíðasvæðið í Bláfjöllum hefur verið lokað í allan vetur sökum snjóleysis en Einar Bjarnason, rekstrarstjóri Bláfjalla, segir að ef veðurguðirnir hlýða kalli starfsmanna skíðasvæðisins þá sé jafnvel möguleiki á að opna í næstu viku. „Eins og spáin lítur út í dag þá fáum við ekki snjókomu aftur fyrr en um helgina. Ég vona að hún falli í formi slyddu til að bleyta upp í þessum þurra snjó og fá fallegan og góðan grunn á skíðasvæðið. Ef það gengur upp þá erum við að vonast til að geta gert eitthvað í næstu viku,“ segir Einar í samtali við Vísi. Mikið eru um lausan snjó í Bláfjöllum þannig að ef það myndi hvessa hressilega þá gæti það einnig bætt stöðuna. Starfsmennirnir unnu við það í gærkvöldi og í nótt að fara yfir brekkurnar á snjótroðara og mynda rastir í brekkurnar með það að markmiði að festa snjó.Jæja, loksins kominn fyrsti vetrardagur hér í fjöllunum. Þá styttist í veturinn. Ótrúleg breyting á síðasta sólarhring. Uppfærum aftur fyrir helgi. Posted by Skíðasvæðin - Bláfjöll & Skálafell on Monday, January 14, 2019 Hann segir það langt í frá að öll von sé úti um almennilegan skíðavetur í Bláfjöllum. Fyrir tveimur árum fylltist svæðið af snjó í febrúar en mánuðina á undan hafði ástandið verið fremur dapurt fyrir skíðafólk. Einar segir starfsmenn ætla að kanna gönguskíðasvæðið í dag til að sjá hvort nægur snjór hafi fallið til að undirbúa það fyrir opnun.
Skíðasvæði Veður Tengdar fréttir Stormur og snjókoma í kortunum Það er útlit fyrir hvassa norðaustan átt á norðanverðu landinu í dag með snjókomu og gæti jafnvel orðið stormur á Vestfjörðum fram yfir hádegi að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 15. janúar 2019 07:34 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
Stormur og snjókoma í kortunum Það er útlit fyrir hvassa norðaustan átt á norðanverðu landinu í dag með snjókomu og gæti jafnvel orðið stormur á Vestfjörðum fram yfir hádegi að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 15. janúar 2019 07:34