Starfsmenn Bláfjalla vona að veðurguðirnir bænheyri þá Birgir Olgeirsson skrifar 15. janúar 2019 11:21 Þessar skelltu sér á bretti í Bláfjöllum fyrir nokkrum árum. Vísir/Vilhelm Fyrsti vetrardagurinn leit dagsins ljós í Bláfjöllum í gær, ef svo má segja, því það snjóaði loksins hressilega. Skíðasvæðið í Bláfjöllum hefur verið lokað í allan vetur sökum snjóleysis en Einar Bjarnason, rekstrarstjóri Bláfjalla, segir að ef veðurguðirnir hlýða kalli starfsmanna skíðasvæðisins þá sé jafnvel möguleiki á að opna í næstu viku. „Eins og spáin lítur út í dag þá fáum við ekki snjókomu aftur fyrr en um helgina. Ég vona að hún falli í formi slyddu til að bleyta upp í þessum þurra snjó og fá fallegan og góðan grunn á skíðasvæðið. Ef það gengur upp þá erum við að vonast til að geta gert eitthvað í næstu viku,“ segir Einar í samtali við Vísi. Mikið eru um lausan snjó í Bláfjöllum þannig að ef það myndi hvessa hressilega þá gæti það einnig bætt stöðuna. Starfsmennirnir unnu við það í gærkvöldi og í nótt að fara yfir brekkurnar á snjótroðara og mynda rastir í brekkurnar með það að markmiði að festa snjó.Jæja, loksins kominn fyrsti vetrardagur hér í fjöllunum. Þá styttist í veturinn. Ótrúleg breyting á síðasta sólarhring. Uppfærum aftur fyrir helgi. Posted by Skíðasvæðin - Bláfjöll & Skálafell on Monday, January 14, 2019 Hann segir það langt í frá að öll von sé úti um almennilegan skíðavetur í Bláfjöllum. Fyrir tveimur árum fylltist svæðið af snjó í febrúar en mánuðina á undan hafði ástandið verið fremur dapurt fyrir skíðafólk. Einar segir starfsmenn ætla að kanna gönguskíðasvæðið í dag til að sjá hvort nægur snjór hafi fallið til að undirbúa það fyrir opnun. Skíðasvæði Veður Tengdar fréttir Stormur og snjókoma í kortunum Það er útlit fyrir hvassa norðaustan átt á norðanverðu landinu í dag með snjókomu og gæti jafnvel orðið stormur á Vestfjörðum fram yfir hádegi að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 15. janúar 2019 07:34 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Fyrsti vetrardagurinn leit dagsins ljós í Bláfjöllum í gær, ef svo má segja, því það snjóaði loksins hressilega. Skíðasvæðið í Bláfjöllum hefur verið lokað í allan vetur sökum snjóleysis en Einar Bjarnason, rekstrarstjóri Bláfjalla, segir að ef veðurguðirnir hlýða kalli starfsmanna skíðasvæðisins þá sé jafnvel möguleiki á að opna í næstu viku. „Eins og spáin lítur út í dag þá fáum við ekki snjókomu aftur fyrr en um helgina. Ég vona að hún falli í formi slyddu til að bleyta upp í þessum þurra snjó og fá fallegan og góðan grunn á skíðasvæðið. Ef það gengur upp þá erum við að vonast til að geta gert eitthvað í næstu viku,“ segir Einar í samtali við Vísi. Mikið eru um lausan snjó í Bláfjöllum þannig að ef það myndi hvessa hressilega þá gæti það einnig bætt stöðuna. Starfsmennirnir unnu við það í gærkvöldi og í nótt að fara yfir brekkurnar á snjótroðara og mynda rastir í brekkurnar með það að markmiði að festa snjó.Jæja, loksins kominn fyrsti vetrardagur hér í fjöllunum. Þá styttist í veturinn. Ótrúleg breyting á síðasta sólarhring. Uppfærum aftur fyrir helgi. Posted by Skíðasvæðin - Bláfjöll & Skálafell on Monday, January 14, 2019 Hann segir það langt í frá að öll von sé úti um almennilegan skíðavetur í Bláfjöllum. Fyrir tveimur árum fylltist svæðið af snjó í febrúar en mánuðina á undan hafði ástandið verið fremur dapurt fyrir skíðafólk. Einar segir starfsmenn ætla að kanna gönguskíðasvæðið í dag til að sjá hvort nægur snjór hafi fallið til að undirbúa það fyrir opnun.
Skíðasvæði Veður Tengdar fréttir Stormur og snjókoma í kortunum Það er útlit fyrir hvassa norðaustan átt á norðanverðu landinu í dag með snjókomu og gæti jafnvel orðið stormur á Vestfjörðum fram yfir hádegi að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 15. janúar 2019 07:34 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Stormur og snjókoma í kortunum Það er útlit fyrir hvassa norðaustan átt á norðanverðu landinu í dag með snjókomu og gæti jafnvel orðið stormur á Vestfjörðum fram yfir hádegi að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 15. janúar 2019 07:34