Innlent

Dagur sendir samúðarkveðju til Gdansk

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá minningarathöfn í Gdansk í vikunni.
Frá minningarathöfn í Gdansk í vikunni. EPA/ADAM WARLAWA
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur hefur sent samúðarkveðju til Gdansk vegna morðsins á borgarstjóranum Pawel Adamowicz.  Dagur sendir sitjandi borgarstjóra, varaborgarstjóranum Aleksöndru Dulkiewicz, kveðjuna en Adamowicz var stunginn á sviði á góðgerðarsamkomu í borginni á sunnudagskvöld og lést af sárum sínum á mánudag.

Kveðjan hljómar svo á íslensku:

Kæri varaborgarstjóri Aleksandra Dulkiewicz,

Fyrir hönd Reykvíkinga vil ég votta mína dýpstu samúð vegna hins hörmulega atburðar sem átti sér stað í Gdansk síðdegis á sunnudag. Glæpurinn er algjörlega óskiljanlegur og hugur okkar er hjá fjölskyldu borgarstjórans Adamowicz, íbúum Gdansk og öllum sem syrgja hann. Borgir heimsins verða að standa sameinaðar gegn slíkum voðaverkum.

Dagur B. Eggertsson

Borgarstjóri í Reykjavík

Hér að neðan má svo finna kveðjuna á pólsku.

Szanowna Pani Wiceprezydent Aleksandra Dulkiewicz, 

Chciałbym złożyć moje najgłębsze wyrazy współczucia w związku z przerażającym atakiem, jaki miał miejsce niedzielnego wieczoru w Gdańsku. Wciąż nie możemy do końca zrozumieć powodów tej zbrodni, a nasze serca są z rodziną Pana Prezydenta Adamowicza, mieszkańcami Gdańska i wszystkimi dla których to zdarzenie miało znaczenie. Wszystkie miasta na świecie muszą zjednoczyć się i stać razem przeciwko takim przerażającym aktom przemocy.

Dagur B. Eggertsson

Burmistrz Miasta Reykjavik


Tengdar fréttir

Fjöldi minnist borgarstjóra

Fjölmargir Pólverjar lögðu leið sína í ráðhúsið í Gdansk í gær til þess að rita nafn sitt í samúðarbækur fyrir Pawel Adam­owicz, borgarstjóra Gdansk, sem lést á sjúkrahúsi á mánudag eftir að hafa verið stunginn á góðgerðartónleikum á laugardagskvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×