Gillibrand ætlar að sækjast eftir útnefningu demókrata Kjartan Kjartansson skrifar 16. janúar 2019 13:27 Gillibrand hefur verið einarður andstæðingur Trump forseta og greitt atkvæði gegn stefnumálum hans oftar í þinginu en flestir aðrir demókratar. Vísir/EPA Öldungadeildarþingkonan Kirsten Gillibrand frá frá New York segist ætla að bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í Bandaríkjunum á næsta ári. Nokkrir aðrir demókratar hafa þegar tilkynnt um framboð og búist er við því að fleiri bætist í hópinn á næstu misserum. Gillibrand tilkynnti um fyrirætlanir sínar um að stofna undirbúningsnefnd fyrir forsetaframboð í viðtali hjá spjallþáttastjórnandanum Stephen Colbert í gær. Sagðist hún telja að hún hefði „samúðina, hugrekkið og óttalausa áræðni“ sem þarf til að berjast um embætti forseta Bandaríkjanna, að sögn Washington Post. Málefni kynjanna eru Gillibrand, sem er 52 ára gömul, ofarlega í huga. Hún er þekkt fyrir baráttu gegn kynferðisofbeldi í hernum og í háskólum. Hún hefur jafnframt var framarlega í flokki þeirra sem tala fyrir því að samkynhneigðir í hernum þurfi ekki að leyna kynhneigð sinni. „Ég ætla að bjóða mig fram til forseta Bandaríkjanna, vegna þess að sem ung móðir, ætla ég að berjast fyrir börn annars fólks af jafnmikilli hörku og ég gerði fyrir mín eigin,“ sagði Gillibrand sem telur að heilsugæsla ætti að vera réttur en ekki forréttindi í Bandaríkjunum. Fyrir hafa nokkrir aðrir demókratar tilkynnt um framboð, þar á meðal Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Massachusetts, og Julián Castro, fyrrverandi húsnæðismálaráðherra í tíð Baracks Obama. Fastlega er gert ráð fyrir að fleiri bætist í hópinn. Þar hafa nöfn Bernie Sanders, sem bauð sig fram gegn Hillary Clinton árið 2016, Joe Biden, varaforseta Obama, og Beto O‘Rourke, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmanns frá Texas, borið hæst. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55 Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Obama og vonarstjarna í Demókrataflokknum hefur lýst yfir framboði í forvalinu. 12. janúar 2019 18:09 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Sjá meira
Öldungadeildarþingkonan Kirsten Gillibrand frá frá New York segist ætla að bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í Bandaríkjunum á næsta ári. Nokkrir aðrir demókratar hafa þegar tilkynnt um framboð og búist er við því að fleiri bætist í hópinn á næstu misserum. Gillibrand tilkynnti um fyrirætlanir sínar um að stofna undirbúningsnefnd fyrir forsetaframboð í viðtali hjá spjallþáttastjórnandanum Stephen Colbert í gær. Sagðist hún telja að hún hefði „samúðina, hugrekkið og óttalausa áræðni“ sem þarf til að berjast um embætti forseta Bandaríkjanna, að sögn Washington Post. Málefni kynjanna eru Gillibrand, sem er 52 ára gömul, ofarlega í huga. Hún er þekkt fyrir baráttu gegn kynferðisofbeldi í hernum og í háskólum. Hún hefur jafnframt var framarlega í flokki þeirra sem tala fyrir því að samkynhneigðir í hernum þurfi ekki að leyna kynhneigð sinni. „Ég ætla að bjóða mig fram til forseta Bandaríkjanna, vegna þess að sem ung móðir, ætla ég að berjast fyrir börn annars fólks af jafnmikilli hörku og ég gerði fyrir mín eigin,“ sagði Gillibrand sem telur að heilsugæsla ætti að vera réttur en ekki forréttindi í Bandaríkjunum. Fyrir hafa nokkrir aðrir demókratar tilkynnt um framboð, þar á meðal Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Massachusetts, og Julián Castro, fyrrverandi húsnæðismálaráðherra í tíð Baracks Obama. Fastlega er gert ráð fyrir að fleiri bætist í hópinn. Þar hafa nöfn Bernie Sanders, sem bauð sig fram gegn Hillary Clinton árið 2016, Joe Biden, varaforseta Obama, og Beto O‘Rourke, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmanns frá Texas, borið hæst.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55 Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Obama og vonarstjarna í Demókrataflokknum hefur lýst yfir framboði í forvalinu. 12. janúar 2019 18:09 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Sjá meira
Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55
Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Obama og vonarstjarna í Demókrataflokknum hefur lýst yfir framboði í forvalinu. 12. janúar 2019 18:09