Meirihluti Íslendinga óttast afleiðingar loftslagsbreytinga Sigurður Mikael Jónsson skrifar 17. janúar 2019 07:45 Þeim fjölgar um sjö prósent milli kannana sem hafa þessar áhyggjur. Gjörðir okkar endurspegla þó ekki endilega þessar áhyggjur. vísir/Vilhelm Meirihluti landsmanna hefur áhyggjur af þeim afleiðingum sem loftslagsbreytingar geta haft á þá og fjölskyldur þeirra. Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallup. Þeim fjölgar um sjö prósent milli kannana sem hafa þessar áhyggjur. Gjörðir okkar endurspegla þó ekki endilega þessar áhyggjur. Umhverfisráðherra segir stjórnvöld deila þessum áhyggjum og því sé verið að grípa til aðgerða. Á föstudag fer fram umhverfisráðstefna í Hörpu á vegum Gallup þar sem fjallað verður um niðurstöðu könnunarinnar í heild sinni. Í einni spurningu hennar var fólk spurt út í afstöðu til fullyrðingarinnar hvort það hefði áhyggjur af þeim afleiðingum sem loftslagsbreytingar geta haft á það eða fjölskyldu þess. 66,9 prósent voru sammála. 21,5 prósent sögðu hvorki né, en aðeins 11,6 prósent sögðust ósammála. En áhyggjur eru eitt, aðgerðir eru annað og verðum að gera betur, segir stjörnufræðikennarinn og umhverfisverndarsinninn Sævar Helgi Bragason. Síðastliðið ár hefur hann lagst yfir stöðu loftslagsmála við vinnu að nýrri þáttaröð um málefnið sem sýnd verður á RÚV í mars. „Við erum engan veginn að standa okkur og ég er ekki bjartsýnn á að fólk sé yfirhöfuð tilbúið að fórna einhverju af því sem það kallar lífsgæði sín en eru það kannski ekki,“ segir Sævar. Íslendingar séu ein neyslufrekasta þjóð í Evrópu og losun og sóun á haus með því mesta sem gerist í heiminum. Höfuðborgarbúar eru einnig grátlega háðir einkabílnum. „Við þurfum alls ekki að nota bíla svona mikið. Við erum bara löt þegar öllu er á botninn hvolft. Þó við séum fámenn getum við allavega verið fyrirmynd annarra og það er dýrmætt í heimi sem verður að breytast sem allra fyrst. Og þar er ekki nokkur maður undanskilinn.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra, sem ávarpa mun ráðstefnuna, segir stór skref hafa verið tekin en vissulega megi alltaf gera betur. „Það er greinilegt á könnuninni að meðvitund fólks um alvarleika loftslagsbreytinga hefur aukist og það er mjög jákvætt að umræðan á síðastliðnu ári er að skila sér.“ Bendir hann á að stjórnvöld deili þessum áhyggjum með almenningi og því sé verið að grípa til aðgerða og meira sé í farvatninu. Í haust var lögð fram heildstæð aðgerðaáætlun til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Vakning meðal almennings er eitt en getur mengandi iðnaður ekki lagt meira til? „Ég hef verið að hitta fulltrúa þeirra fyrirtækja sem ábyrg eru fyrir mestri mengun, stóriðjan og flugið, til að ræða hvort fyrirtækin séu til í að ganga lengra og koma í þá vegferð með stjórnvöldum að ná kolefnishlutleysi 2040. Til að ná því þurfum við alla með á vagninn,“ segir Guðmundur og bætir við að tekið hafi verið vel í þessar hugmyndir. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira
Meirihluti landsmanna hefur áhyggjur af þeim afleiðingum sem loftslagsbreytingar geta haft á þá og fjölskyldur þeirra. Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallup. Þeim fjölgar um sjö prósent milli kannana sem hafa þessar áhyggjur. Gjörðir okkar endurspegla þó ekki endilega þessar áhyggjur. Umhverfisráðherra segir stjórnvöld deila þessum áhyggjum og því sé verið að grípa til aðgerða. Á föstudag fer fram umhverfisráðstefna í Hörpu á vegum Gallup þar sem fjallað verður um niðurstöðu könnunarinnar í heild sinni. Í einni spurningu hennar var fólk spurt út í afstöðu til fullyrðingarinnar hvort það hefði áhyggjur af þeim afleiðingum sem loftslagsbreytingar geta haft á það eða fjölskyldu þess. 66,9 prósent voru sammála. 21,5 prósent sögðu hvorki né, en aðeins 11,6 prósent sögðust ósammála. En áhyggjur eru eitt, aðgerðir eru annað og verðum að gera betur, segir stjörnufræðikennarinn og umhverfisverndarsinninn Sævar Helgi Bragason. Síðastliðið ár hefur hann lagst yfir stöðu loftslagsmála við vinnu að nýrri þáttaröð um málefnið sem sýnd verður á RÚV í mars. „Við erum engan veginn að standa okkur og ég er ekki bjartsýnn á að fólk sé yfirhöfuð tilbúið að fórna einhverju af því sem það kallar lífsgæði sín en eru það kannski ekki,“ segir Sævar. Íslendingar séu ein neyslufrekasta þjóð í Evrópu og losun og sóun á haus með því mesta sem gerist í heiminum. Höfuðborgarbúar eru einnig grátlega háðir einkabílnum. „Við þurfum alls ekki að nota bíla svona mikið. Við erum bara löt þegar öllu er á botninn hvolft. Þó við séum fámenn getum við allavega verið fyrirmynd annarra og það er dýrmætt í heimi sem verður að breytast sem allra fyrst. Og þar er ekki nokkur maður undanskilinn.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra, sem ávarpa mun ráðstefnuna, segir stór skref hafa verið tekin en vissulega megi alltaf gera betur. „Það er greinilegt á könnuninni að meðvitund fólks um alvarleika loftslagsbreytinga hefur aukist og það er mjög jákvætt að umræðan á síðastliðnu ári er að skila sér.“ Bendir hann á að stjórnvöld deili þessum áhyggjum með almenningi og því sé verið að grípa til aðgerða og meira sé í farvatninu. Í haust var lögð fram heildstæð aðgerðaáætlun til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Vakning meðal almennings er eitt en getur mengandi iðnaður ekki lagt meira til? „Ég hef verið að hitta fulltrúa þeirra fyrirtækja sem ábyrg eru fyrir mestri mengun, stóriðjan og flugið, til að ræða hvort fyrirtækin séu til í að ganga lengra og koma í þá vegferð með stjórnvöldum að ná kolefnishlutleysi 2040. Til að ná því þurfum við alla með á vagninn,“ segir Guðmundur og bætir við að tekið hafi verið vel í þessar hugmyndir.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira