Íslensku félögin verða að birta ársreikning sinn á netinu til að komast í gegnum leyfiskerfið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2019 10:30 Valsmenn eru Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára og hafa bætt við sig mörgum sterkum leikmönnum í vetur. Vísir/Bára Upplýsingar um rekstur bestu knattspyrnuliða landsins eiga að vera gegnsæjar og opinberar á netinu hjá þeim félögum sem ætla að komast í gegnum leyfiskerfi KSÍ. Liðin sem ætla að spila í Pepsi-deildinni og Inkasso deildinni sumarið 2019 þurfa að að skila nákvæmum og sértökum gögnum í gegnum leyfiskerfi KSÍ eins og síðustu ár en kröfurnar eru alltaf að aukast. Knattspyrnusamband Íslands hélt á dögunum árlegan vinnufund með endurskoðendum og leyfisfulltrúum félaga. Fundurinn stóð yfir í einn og hálfan klukktúma og var haldinn í höfuðstöðvum KSÍ. KSÍ segir frá fundinum á heimasíðu sinni en þar kemur fram að hann hafi að venju vel sóttur af fulltrúum félaga í efstu tveimur deildum karla, sem eru þær deildir sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ.Frá fundinum.Mynd/KSÍÁ fundinum fór Lúðvík Georgsson, formaður leyfisráðs KSÍ, yfir þær breytingar sem orðið hafa á leyfisreglugerð KSÍ og leyfisreglugerð UEFA á milli ára. Undanfarin ellefu ár hefur Lúðvík setið í leyfisnefnd UEFA en á liðnu ári sat hann einnig í sérstökum vinnuhópi hjá UEFA sem vann að áðurnefndum reglugerðarbreytingum. Birna María Sigurðardóttir frá Deloitte fór svo ítarlega yfir fjárhagslega þætti. Auk þess fór Birna María yfir áhersluatriði við skil á fjárhagsgögnum á nýju leyfistímabili í kjölfar breytinga á leyfisreglugerð KSÍ.Í frétt Knattspyrnusamband Íslands um fundinni má nálgast glærukynningar frá vinnufundinum og þar fróðlegt að skoða frekar þessi nýju áhersluatriði. Meðal annars verður leyfisumsækjandi verður að birta á vefsíðu sinni, eða vefsíðu KSÍ, síðasta endurskoðaða ársreikning sinn eftir yfirferð KSÍ. Meðal lágmarkskrafa er að upplýsa um heildarupphæð greiðslu til eða í þágu umboðsmanna á reikningsárinu auk þess að segja frá öllum kostnaði við varanleg félagaskipti. Félögin þurfa einnig að gefa upp hvata- og bónusgreiðslur til leikmanna sem og bætur vegna uppsagnar starfsmanna eins og þjálfara. Félögin þurfa líka að kynna sér reikningsskilareglur vegna sérstakra tekjuliða og þar er nefnt sem dæmi ársmiða, tekjur af útsendingum, greiðslur frá styrktaraðilum og önnur framlög. Meðal atugasemda Deloitte frá leyfisferlinu í fyrra þá kom fram að útistandandi kröfur eða skuldir vegna leikmannaskipta stemma stundum ekki á milli félaganna sem um ræðir. Þar kemur líka fram að háar fjárhæðir eru oft ekki sundurliðaðar, heldur færðar sem aðrar tekjur, aðrar skammtímaskuldir eða aðrar skammtímakröfur. Þetta þarf að laga fyrir skilin í ár. Það hefur líka vantað mikið af gögnum frá félögunum í fyrstu yfirferð en það eru gögn eins og ráðningarbréf og staðfestingarbréf. Hér fyrir neðan má nálgast þessar glærukynningar frá Lúðvíki S. Georgssyni og Birnu Maríu Sigurðardóttur.Breytingar á leyfisreglugerð, útgáfa 4.1. (Lúðvík S. Georgsson)Fjárhagslegir þættir (Birna María Sigurðardóttir) Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Sjá meira
Upplýsingar um rekstur bestu knattspyrnuliða landsins eiga að vera gegnsæjar og opinberar á netinu hjá þeim félögum sem ætla að komast í gegnum leyfiskerfi KSÍ. Liðin sem ætla að spila í Pepsi-deildinni og Inkasso deildinni sumarið 2019 þurfa að að skila nákvæmum og sértökum gögnum í gegnum leyfiskerfi KSÍ eins og síðustu ár en kröfurnar eru alltaf að aukast. Knattspyrnusamband Íslands hélt á dögunum árlegan vinnufund með endurskoðendum og leyfisfulltrúum félaga. Fundurinn stóð yfir í einn og hálfan klukktúma og var haldinn í höfuðstöðvum KSÍ. KSÍ segir frá fundinum á heimasíðu sinni en þar kemur fram að hann hafi að venju vel sóttur af fulltrúum félaga í efstu tveimur deildum karla, sem eru þær deildir sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ.Frá fundinum.Mynd/KSÍÁ fundinum fór Lúðvík Georgsson, formaður leyfisráðs KSÍ, yfir þær breytingar sem orðið hafa á leyfisreglugerð KSÍ og leyfisreglugerð UEFA á milli ára. Undanfarin ellefu ár hefur Lúðvík setið í leyfisnefnd UEFA en á liðnu ári sat hann einnig í sérstökum vinnuhópi hjá UEFA sem vann að áðurnefndum reglugerðarbreytingum. Birna María Sigurðardóttir frá Deloitte fór svo ítarlega yfir fjárhagslega þætti. Auk þess fór Birna María yfir áhersluatriði við skil á fjárhagsgögnum á nýju leyfistímabili í kjölfar breytinga á leyfisreglugerð KSÍ.Í frétt Knattspyrnusamband Íslands um fundinni má nálgast glærukynningar frá vinnufundinum og þar fróðlegt að skoða frekar þessi nýju áhersluatriði. Meðal annars verður leyfisumsækjandi verður að birta á vefsíðu sinni, eða vefsíðu KSÍ, síðasta endurskoðaða ársreikning sinn eftir yfirferð KSÍ. Meðal lágmarkskrafa er að upplýsa um heildarupphæð greiðslu til eða í þágu umboðsmanna á reikningsárinu auk þess að segja frá öllum kostnaði við varanleg félagaskipti. Félögin þurfa einnig að gefa upp hvata- og bónusgreiðslur til leikmanna sem og bætur vegna uppsagnar starfsmanna eins og þjálfara. Félögin þurfa líka að kynna sér reikningsskilareglur vegna sérstakra tekjuliða og þar er nefnt sem dæmi ársmiða, tekjur af útsendingum, greiðslur frá styrktaraðilum og önnur framlög. Meðal atugasemda Deloitte frá leyfisferlinu í fyrra þá kom fram að útistandandi kröfur eða skuldir vegna leikmannaskipta stemma stundum ekki á milli félaganna sem um ræðir. Þar kemur líka fram að háar fjárhæðir eru oft ekki sundurliðaðar, heldur færðar sem aðrar tekjur, aðrar skammtímaskuldir eða aðrar skammtímakröfur. Þetta þarf að laga fyrir skilin í ár. Það hefur líka vantað mikið af gögnum frá félögunum í fyrstu yfirferð en það eru gögn eins og ráðningarbréf og staðfestingarbréf. Hér fyrir neðan má nálgast þessar glærukynningar frá Lúðvíki S. Georgssyni og Birnu Maríu Sigurðardóttur.Breytingar á leyfisreglugerð, útgáfa 4.1. (Lúðvík S. Georgsson)Fjárhagslegir þættir (Birna María Sigurðardóttir)
Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Sjá meira