Ekki stytta vinnuvikuna! Valgerður Árnadóttir skrifar 17. janúar 2019 08:37 Hvers vegna ættum við að stytta vinnuvikuna? Við höfum alltaf haft þetta svona. Þetta er bara fínt, við þurfum ekki að breyta því sem hefur virkað hingað til. Nennir fólk ekkert að vinna lengur? Eru þetta rök? Nei, það að við „höfum alltaf haft þetta svona” eru ekki málefnaleg rök fyrir því að það eigi ekki að breyta því. Kulnun er orð ársins 2018. Orð sem við því miður heyrum æ oftar því það er staðreynd að fólk er að keyra sig út. Þessvegna ætla ég að telja upp nokkur rök því til stuðnings að við styttum vinnuvikuna.Kostir þess að stytta vinnuvikuna Tilraunaverkefni í Bretlandi þar sem vinnustaðir eða sveitarfélög hafa tekið upp 4 daga vinnuviku eða 32 stunda viku sýna að: Afköst og framleiðni eru þau sömu eða betri. Starfsfólk er sjaldnar veikt. (nýtir færri veikindadaga) Jöfnuður eykst, meðal annars því feðrum er gefinn aukinn kostur á að taka þátt í barnauppeldi og heimilisstörfum sem alla jafna falla aðallega á konur, en konur eru 45% líklegri til að upplifa kulnun en karlar vegna álags sem fylgir því að sinna barnauppeldi og heimilisstörfum ásamt fullri vinnu. Styttri vinnuvika mengar minna –já þú last rétt, því fólk í fríi notar mengandi samgöngur minna, hefur meiri tíma til útivistar og kaupa frekar ferskt hráefni til að elda úr heldur en tilbúna rétti. Rannsóknir sýna að við það að stytta vinnuvikuna um 20% myndum við draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um allt að 16%.Fólk með styttri vinnuviku er betra til heilsunnar líkamlega og andlega, það sinnir börnum sínum betur og hefur meiri tíma til að sinna því sem meira máli skiptir “eins og að bjarga jörðinni frá glötun!” (eins og Björn Þorsteinsson, prófessor í heimspeki og stjórnarmaður lýðræðisfélags Öldu orðaði það svo skemmtilega á málþingi um styttingu vinnuvikunnar.)Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld hunsa niðurstöður Hvers vegna, í ljósi niðurstaðna, eru samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ekki að styðja þessa kröfu verkalýðsfélaganna? Það mætti halda að þau hafi ekki kynnt sér kosti þess fyrir allt samfélagið og efnahagslífið að stytta vinnuvikuna? Það mætti halda að þeir væru gamaldags og forpokaðir jakkafatakarlar sem ekki hafa áhuga á að hlusta á fólkið sem vinnur fyrir þau og halda fyrirtækjum þeirra gangandi? Það mætti halda að SA hafi afþakkað að taka þátt í eða að yfirleitt að mæta á málþing um styttingu vinnuvikunnar þrátt fyrir ítrekuð boð þar um?Í staðinn leggja samtök atvinnulífsins til að dagvinnutími sé lengdur úr 9 tímum í 13, þeir telja það hagræðingu fyrir starfsfólk að geta valið það að vinna 8 tíma á tímabilinu frá 6 á morgnana til 19 á kvöldin án yfirvinnukaups og án kaffitíma, því þá geti þau stytt vinnudaginn en samt unnið jafn marga tíma. Þessar tillögur SA eru illa ígrundaðar og algjörlega úr takti við þróunina sem á sér stað í löndum sem við viljum bera okkur saman við.Kjarasamningar eru lausir Á þriggja ára fresti gefst okkur kostur á að semja um kaup okkar og kjör. Þessi tími gefur málsaðilum tækifæri til að koma til móts við hvort annað, endurskoða það sem betur má fara, afla upplýsinga og semja með bætt lífskjör fólks og hagsæld samfélagsins að leiðarljósi. Mannauð á ekki að meta einungis út frá fjárhagslegum hagnaði heldur samfélagslegum. Það er okkur öllum til framdráttar að auðga líf fólks í landinu, stytting vinnuvikunnar er auðveldasta leiðin til að bæta lífsgæði fólks, auka framleiðini og afköst, stuðla að auknum jöfnuði, menga minna og minnka kostnað og álag á heilbrigðiskerfið vegna lífstílssjúkdóma. Minni vinna og allir vinna.Höfundur er starfsmaður Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Hvers vegna ættum við að stytta vinnuvikuna? Við höfum alltaf haft þetta svona. Þetta er bara fínt, við þurfum ekki að breyta því sem hefur virkað hingað til. Nennir fólk ekkert að vinna lengur? Eru þetta rök? Nei, það að við „höfum alltaf haft þetta svona” eru ekki málefnaleg rök fyrir því að það eigi ekki að breyta því. Kulnun er orð ársins 2018. Orð sem við því miður heyrum æ oftar því það er staðreynd að fólk er að keyra sig út. Þessvegna ætla ég að telja upp nokkur rök því til stuðnings að við styttum vinnuvikuna.Kostir þess að stytta vinnuvikuna Tilraunaverkefni í Bretlandi þar sem vinnustaðir eða sveitarfélög hafa tekið upp 4 daga vinnuviku eða 32 stunda viku sýna að: Afköst og framleiðni eru þau sömu eða betri. Starfsfólk er sjaldnar veikt. (nýtir færri veikindadaga) Jöfnuður eykst, meðal annars því feðrum er gefinn aukinn kostur á að taka þátt í barnauppeldi og heimilisstörfum sem alla jafna falla aðallega á konur, en konur eru 45% líklegri til að upplifa kulnun en karlar vegna álags sem fylgir því að sinna barnauppeldi og heimilisstörfum ásamt fullri vinnu. Styttri vinnuvika mengar minna –já þú last rétt, því fólk í fríi notar mengandi samgöngur minna, hefur meiri tíma til útivistar og kaupa frekar ferskt hráefni til að elda úr heldur en tilbúna rétti. Rannsóknir sýna að við það að stytta vinnuvikuna um 20% myndum við draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um allt að 16%.Fólk með styttri vinnuviku er betra til heilsunnar líkamlega og andlega, það sinnir börnum sínum betur og hefur meiri tíma til að sinna því sem meira máli skiptir “eins og að bjarga jörðinni frá glötun!” (eins og Björn Þorsteinsson, prófessor í heimspeki og stjórnarmaður lýðræðisfélags Öldu orðaði það svo skemmtilega á málþingi um styttingu vinnuvikunnar.)Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld hunsa niðurstöður Hvers vegna, í ljósi niðurstaðna, eru samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ekki að styðja þessa kröfu verkalýðsfélaganna? Það mætti halda að þau hafi ekki kynnt sér kosti þess fyrir allt samfélagið og efnahagslífið að stytta vinnuvikuna? Það mætti halda að þeir væru gamaldags og forpokaðir jakkafatakarlar sem ekki hafa áhuga á að hlusta á fólkið sem vinnur fyrir þau og halda fyrirtækjum þeirra gangandi? Það mætti halda að SA hafi afþakkað að taka þátt í eða að yfirleitt að mæta á málþing um styttingu vinnuvikunnar þrátt fyrir ítrekuð boð þar um?Í staðinn leggja samtök atvinnulífsins til að dagvinnutími sé lengdur úr 9 tímum í 13, þeir telja það hagræðingu fyrir starfsfólk að geta valið það að vinna 8 tíma á tímabilinu frá 6 á morgnana til 19 á kvöldin án yfirvinnukaups og án kaffitíma, því þá geti þau stytt vinnudaginn en samt unnið jafn marga tíma. Þessar tillögur SA eru illa ígrundaðar og algjörlega úr takti við þróunina sem á sér stað í löndum sem við viljum bera okkur saman við.Kjarasamningar eru lausir Á þriggja ára fresti gefst okkur kostur á að semja um kaup okkar og kjör. Þessi tími gefur málsaðilum tækifæri til að koma til móts við hvort annað, endurskoða það sem betur má fara, afla upplýsinga og semja með bætt lífskjör fólks og hagsæld samfélagsins að leiðarljósi. Mannauð á ekki að meta einungis út frá fjárhagslegum hagnaði heldur samfélagslegum. Það er okkur öllum til framdráttar að auðga líf fólks í landinu, stytting vinnuvikunnar er auðveldasta leiðin til að bæta lífsgæði fólks, auka framleiðini og afköst, stuðla að auknum jöfnuði, menga minna og minnka kostnað og álag á heilbrigðiskerfið vegna lífstílssjúkdóma. Minni vinna og allir vinna.Höfundur er starfsmaður Eflingar.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun