Bandaríkjamönnum að þakka að ferðamönnum fjölgar milli ára Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2019 11:48 Ferðamenn við Gullfoss. Vísir/Vilhelm Rúmlega 2,3 milljónir erlendra ferðamanna heimsóttu Ísland árið 2018 og nam fjölgunin um 5,5% milli ára. Um er að ræða minnstu fjölgun ferðamanna síðan árið 2010 og sker fjölgunin sig verulega frá þróun síðustu ára, að því er fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans. Þá er það Bandaríkjamönnum að þakka að fjölgunin er ekki minni en raun ber vitni. Í Hagsjánni kemur fram að meðalfjölgun erlendra ferðamanna hafi verið 25,2% á árunum 2011-2017 og fimmfaldaðist þar með fjöldi erlendra ferðamanna sem sótti Ísland heim á tímabilinu.Japönum fækkaði mest og Bandaríkjamenn bjarga málunum Þá eru sautján þjóðir flokkaðar og taldar sérstaklega inn í landið. Þar af fjölgaði ferðamönnum frá sex löndum en fækkaði hjá hinum ellefu. Hlutfallslega fækkaði Japönum mest á síðasta ári eða um 14,6% frá árinu áður. Næstmesta fækkunin var hjá Finnum, 12,9% og Svíum, 12,3%, en ferðamönnum frá öllum Norðurlandaþjóðunum fækkaði milli ára. Þá fækkaði Norðmönnum um 8,8%. Mesta hlutfallslega fjölgunin varð hjá Pólverjum en þeim fjölgaði um 38% milli ára. Næstmesta fjölgunin varð hjá Rússum, 20,8%, og í þriðja sæti voru Bandaríkjamenn með fjölgun upp á 20,5%. Bandaríkjamönnum hefur nú fjölgað milli ára tíu ár í röð og hefur fjöldi þeirra sautjánfaldast frá árinu 2008. Bandaríkjamenn skýra jafnframt heildarfjölgun ferðamanna að langmestu leyti, að því er segir í hagsjánni, en hefði þeirra ekki notið við væri heildarfjölgunin aðeins 0,1%. Þá voru Bandaríkjamenn flestir erlendra ferðamanna árið 2018 líkt og síðustu ár en alls komu nær 700 þúsund bandarískir ferðamenn til landsins í fyrra. Nam hlutfall Bandaríkjamanna í heildarfjölda ferðamanna 30% en næstir á eftir voru Bretar með um 400 þúsund færri ferðamenn en Bandaríkin, eða 298 þúsund. Mikil breyting hefur jafnframt orðið á samsetningu ferðamanna á þessari öld. Sem dæmi voru Norðurlandabúar 26,2% ferðamanna árið 2003 en hlutfallið var 7,1% á síðasta ári. Þjóðverjar voru tæplega 12% ferðamanna árið 2003 en hlutfallið var 6% á síðasta ári. Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Sjá meira
Rúmlega 2,3 milljónir erlendra ferðamanna heimsóttu Ísland árið 2018 og nam fjölgunin um 5,5% milli ára. Um er að ræða minnstu fjölgun ferðamanna síðan árið 2010 og sker fjölgunin sig verulega frá þróun síðustu ára, að því er fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans. Þá er það Bandaríkjamönnum að þakka að fjölgunin er ekki minni en raun ber vitni. Í Hagsjánni kemur fram að meðalfjölgun erlendra ferðamanna hafi verið 25,2% á árunum 2011-2017 og fimmfaldaðist þar með fjöldi erlendra ferðamanna sem sótti Ísland heim á tímabilinu.Japönum fækkaði mest og Bandaríkjamenn bjarga málunum Þá eru sautján þjóðir flokkaðar og taldar sérstaklega inn í landið. Þar af fjölgaði ferðamönnum frá sex löndum en fækkaði hjá hinum ellefu. Hlutfallslega fækkaði Japönum mest á síðasta ári eða um 14,6% frá árinu áður. Næstmesta fækkunin var hjá Finnum, 12,9% og Svíum, 12,3%, en ferðamönnum frá öllum Norðurlandaþjóðunum fækkaði milli ára. Þá fækkaði Norðmönnum um 8,8%. Mesta hlutfallslega fjölgunin varð hjá Pólverjum en þeim fjölgaði um 38% milli ára. Næstmesta fjölgunin varð hjá Rússum, 20,8%, og í þriðja sæti voru Bandaríkjamenn með fjölgun upp á 20,5%. Bandaríkjamönnum hefur nú fjölgað milli ára tíu ár í röð og hefur fjöldi þeirra sautjánfaldast frá árinu 2008. Bandaríkjamenn skýra jafnframt heildarfjölgun ferðamanna að langmestu leyti, að því er segir í hagsjánni, en hefði þeirra ekki notið við væri heildarfjölgunin aðeins 0,1%. Þá voru Bandaríkjamenn flestir erlendra ferðamanna árið 2018 líkt og síðustu ár en alls komu nær 700 þúsund bandarískir ferðamenn til landsins í fyrra. Nam hlutfall Bandaríkjamanna í heildarfjölda ferðamanna 30% en næstir á eftir voru Bretar með um 400 þúsund færri ferðamenn en Bandaríkin, eða 298 þúsund. Mikil breyting hefur jafnframt orðið á samsetningu ferðamanna á þessari öld. Sem dæmi voru Norðurlandabúar 26,2% ferðamanna árið 2003 en hlutfallið var 7,1% á síðasta ári. Þjóðverjar voru tæplega 12% ferðamanna árið 2003 en hlutfallið var 6% á síðasta ári.
Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Sjá meira