Bandaríkjamönnum að þakka að ferðamönnum fjölgar milli ára Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2019 11:48 Ferðamenn við Gullfoss. Vísir/Vilhelm Rúmlega 2,3 milljónir erlendra ferðamanna heimsóttu Ísland árið 2018 og nam fjölgunin um 5,5% milli ára. Um er að ræða minnstu fjölgun ferðamanna síðan árið 2010 og sker fjölgunin sig verulega frá þróun síðustu ára, að því er fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans. Þá er það Bandaríkjamönnum að þakka að fjölgunin er ekki minni en raun ber vitni. Í Hagsjánni kemur fram að meðalfjölgun erlendra ferðamanna hafi verið 25,2% á árunum 2011-2017 og fimmfaldaðist þar með fjöldi erlendra ferðamanna sem sótti Ísland heim á tímabilinu.Japönum fækkaði mest og Bandaríkjamenn bjarga málunum Þá eru sautján þjóðir flokkaðar og taldar sérstaklega inn í landið. Þar af fjölgaði ferðamönnum frá sex löndum en fækkaði hjá hinum ellefu. Hlutfallslega fækkaði Japönum mest á síðasta ári eða um 14,6% frá árinu áður. Næstmesta fækkunin var hjá Finnum, 12,9% og Svíum, 12,3%, en ferðamönnum frá öllum Norðurlandaþjóðunum fækkaði milli ára. Þá fækkaði Norðmönnum um 8,8%. Mesta hlutfallslega fjölgunin varð hjá Pólverjum en þeim fjölgaði um 38% milli ára. Næstmesta fjölgunin varð hjá Rússum, 20,8%, og í þriðja sæti voru Bandaríkjamenn með fjölgun upp á 20,5%. Bandaríkjamönnum hefur nú fjölgað milli ára tíu ár í röð og hefur fjöldi þeirra sautjánfaldast frá árinu 2008. Bandaríkjamenn skýra jafnframt heildarfjölgun ferðamanna að langmestu leyti, að því er segir í hagsjánni, en hefði þeirra ekki notið við væri heildarfjölgunin aðeins 0,1%. Þá voru Bandaríkjamenn flestir erlendra ferðamanna árið 2018 líkt og síðustu ár en alls komu nær 700 þúsund bandarískir ferðamenn til landsins í fyrra. Nam hlutfall Bandaríkjamanna í heildarfjölda ferðamanna 30% en næstir á eftir voru Bretar með um 400 þúsund færri ferðamenn en Bandaríkin, eða 298 þúsund. Mikil breyting hefur jafnframt orðið á samsetningu ferðamanna á þessari öld. Sem dæmi voru Norðurlandabúar 26,2% ferðamanna árið 2003 en hlutfallið var 7,1% á síðasta ári. Þjóðverjar voru tæplega 12% ferðamanna árið 2003 en hlutfallið var 6% á síðasta ári. Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Rúmlega 2,3 milljónir erlendra ferðamanna heimsóttu Ísland árið 2018 og nam fjölgunin um 5,5% milli ára. Um er að ræða minnstu fjölgun ferðamanna síðan árið 2010 og sker fjölgunin sig verulega frá þróun síðustu ára, að því er fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans. Þá er það Bandaríkjamönnum að þakka að fjölgunin er ekki minni en raun ber vitni. Í Hagsjánni kemur fram að meðalfjölgun erlendra ferðamanna hafi verið 25,2% á árunum 2011-2017 og fimmfaldaðist þar með fjöldi erlendra ferðamanna sem sótti Ísland heim á tímabilinu.Japönum fækkaði mest og Bandaríkjamenn bjarga málunum Þá eru sautján þjóðir flokkaðar og taldar sérstaklega inn í landið. Þar af fjölgaði ferðamönnum frá sex löndum en fækkaði hjá hinum ellefu. Hlutfallslega fækkaði Japönum mest á síðasta ári eða um 14,6% frá árinu áður. Næstmesta fækkunin var hjá Finnum, 12,9% og Svíum, 12,3%, en ferðamönnum frá öllum Norðurlandaþjóðunum fækkaði milli ára. Þá fækkaði Norðmönnum um 8,8%. Mesta hlutfallslega fjölgunin varð hjá Pólverjum en þeim fjölgaði um 38% milli ára. Næstmesta fjölgunin varð hjá Rússum, 20,8%, og í þriðja sæti voru Bandaríkjamenn með fjölgun upp á 20,5%. Bandaríkjamönnum hefur nú fjölgað milli ára tíu ár í röð og hefur fjöldi þeirra sautjánfaldast frá árinu 2008. Bandaríkjamenn skýra jafnframt heildarfjölgun ferðamanna að langmestu leyti, að því er segir í hagsjánni, en hefði þeirra ekki notið við væri heildarfjölgunin aðeins 0,1%. Þá voru Bandaríkjamenn flestir erlendra ferðamanna árið 2018 líkt og síðustu ár en alls komu nær 700 þúsund bandarískir ferðamenn til landsins í fyrra. Nam hlutfall Bandaríkjamanna í heildarfjölda ferðamanna 30% en næstir á eftir voru Bretar með um 400 þúsund færri ferðamenn en Bandaríkin, eða 298 þúsund. Mikil breyting hefur jafnframt orðið á samsetningu ferðamanna á þessari öld. Sem dæmi voru Norðurlandabúar 26,2% ferðamanna árið 2003 en hlutfallið var 7,1% á síðasta ári. Þjóðverjar voru tæplega 12% ferðamanna árið 2003 en hlutfallið var 6% á síðasta ári.
Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira