Harden fékk enga hjálp við að skora 115 stig í tveimur leikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2019 17:30 James Harden. Getty/Tim Warner James Harden er gjörsamlega óstöðvandi þessa dagana en kappinn er búinn að skora 57 og 58 stig í síðustu tveimur leikjum sínum í NBA-deildinni.HARDEN FOR 5 @HoustonRockets | #Rocketspic.twitter.com/gR2zyP7k4T — NBA (@NBA) January 17, 2019Harden setti þar með nýtt persónulegt met á tímabilinu í tveimur leikjum í röð en þeir komu í næstu tveimur leikjum eftir að hann klikkaði á sextán þriggja stiga skotum (af sautján) í einum leik. Með því að skora 115 stig í tveimur leikjum þá komst Harden í hóp með þeim Kobe Bryant og Michael Jordan.James Harden has scored 115 points over his last 2 games. Over the last 50 seasons, only Kobe Bryant (Jan. 20-22, 2006) and Michael Jordan (March 28-30, 1990) scored more over a 2-game span. (h/t @EliasSports) pic.twitter.com/Ss4P2Xowgl — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) January 17, 2019Michael Jordan, Kobe Bryant og James Harden eru nú einu leikmennirnir á síðustu fimmtíu árum sem hafa náð að skora svo mörg stig í tveimur leikjum í NBA-deildinni..@JHarden13 (58 PTS, 10 REB, 6 AST) records his 2nd straight 50-point game for the @HoustonRockets! #Rockets The last player to score 55+ PTS in consecutive games was Wilt Chamberlain in 1962. pic.twitter.com/LvGUedz3vb — NBA (@NBA) January 17, 2019James Harden skoraði 57 stig í 18 stiga sigri á Memphis Grizzliers þar sem hann hitti úr 17 af 33 skotum (52%) og 6 af 15 þriggja stiga skotum (40%). Hann nýtti líka 17 af 18 vítum sínum (94%). Auk stiganna þá var hann með 9 fráköst og 2 stoðsendingar. James Harden skoraði síðan 58 stig í 3 stiga tapi á móti Brooklyn Nets þar sem hann hitti úr 16 af 34 skotum (47%) og 5 af 19 þriggja stiga skotum (26%). Hann nýtti líka 21 af 23 vítum sínum (91%). Auk stiganna þá var hann með 10 fráköst og 6 stoðsendingar. Það fylgir sögunni að Harden bjó sjálfur til öll þessi 115 stig því enginn liðfélagi hans í Houston náði að gefa stoðsendingu á hann í þessum tveimur leikjum. Ef eitthvað er ótrúleg tölfræði þá er það sú staðreynd.0 of James Harden's 115 points over the last 2 games have been assisted on. #SCFactspic.twitter.com/NSH7JtIJTy — SportsCenter (@SportsCenter) January 17, 2019Michael Jordan skoraði 69 stig og 49 stig í leikjum sínum 28. og 30. mars árið 1990 en Kobe Bryant var með 37 stig og 81 stig í leikjum sínum 20. til 22. janúar 2006. Báðir voru þeir því með 118 stig samanlagt. Jordan nýtti 43 af 71 skoti sínu í leikjunum tveimur (61%) og skoraði 29 stig af vítalínunni en Kobe Bryant nýtti 40 af 79 skoti sínu í leikjunum tveimur (51%) og skoraði 27 stig af vítalínunni. Harden nýtti 33 af 67 skotum sínum í þessum tveimur leikjum (49%) og 38 stiga hans komu af vítalínunni. Harden gaf 8 stoðsendingar með 115 stigum, Jordan gaf 10 stoðsendingar með sínum 118 stigum og Kobe var með 8 stoðsendingar með sínum 118 stigum. Þrátt fyrir þessa frammistöðu þá var Harden mjög pirraður í leikslok enda tapðist leikurinn. Hér fyrir neðan sést hann strax eftir leik.Harden wasn't having it pic.twitter.com/7Mohp1OsSf — Bleacher Report (@BleacherReport) January 17, 2019With 58 points tonight, James Harden is averaging over 40 PPG for the last 20 games. The most consecutive games averaging 40 PPG: Wilt Chamberlain - 515 Elgin Baylor - 33 Kobe Bryant - 23 Rick Barry - 22 James Harden - 20 pic.twitter.com/wGgyE4wMLq — NBA.com/Stats (@nbastats) January 17, 2019 NBA Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
James Harden er gjörsamlega óstöðvandi þessa dagana en kappinn er búinn að skora 57 og 58 stig í síðustu tveimur leikjum sínum í NBA-deildinni.HARDEN FOR 5 @HoustonRockets | #Rocketspic.twitter.com/gR2zyP7k4T — NBA (@NBA) January 17, 2019Harden setti þar með nýtt persónulegt met á tímabilinu í tveimur leikjum í röð en þeir komu í næstu tveimur leikjum eftir að hann klikkaði á sextán þriggja stiga skotum (af sautján) í einum leik. Með því að skora 115 stig í tveimur leikjum þá komst Harden í hóp með þeim Kobe Bryant og Michael Jordan.James Harden has scored 115 points over his last 2 games. Over the last 50 seasons, only Kobe Bryant (Jan. 20-22, 2006) and Michael Jordan (March 28-30, 1990) scored more over a 2-game span. (h/t @EliasSports) pic.twitter.com/Ss4P2Xowgl — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) January 17, 2019Michael Jordan, Kobe Bryant og James Harden eru nú einu leikmennirnir á síðustu fimmtíu árum sem hafa náð að skora svo mörg stig í tveimur leikjum í NBA-deildinni..@JHarden13 (58 PTS, 10 REB, 6 AST) records his 2nd straight 50-point game for the @HoustonRockets! #Rockets The last player to score 55+ PTS in consecutive games was Wilt Chamberlain in 1962. pic.twitter.com/LvGUedz3vb — NBA (@NBA) January 17, 2019James Harden skoraði 57 stig í 18 stiga sigri á Memphis Grizzliers þar sem hann hitti úr 17 af 33 skotum (52%) og 6 af 15 þriggja stiga skotum (40%). Hann nýtti líka 17 af 18 vítum sínum (94%). Auk stiganna þá var hann með 9 fráköst og 2 stoðsendingar. James Harden skoraði síðan 58 stig í 3 stiga tapi á móti Brooklyn Nets þar sem hann hitti úr 16 af 34 skotum (47%) og 5 af 19 þriggja stiga skotum (26%). Hann nýtti líka 21 af 23 vítum sínum (91%). Auk stiganna þá var hann með 10 fráköst og 6 stoðsendingar. Það fylgir sögunni að Harden bjó sjálfur til öll þessi 115 stig því enginn liðfélagi hans í Houston náði að gefa stoðsendingu á hann í þessum tveimur leikjum. Ef eitthvað er ótrúleg tölfræði þá er það sú staðreynd.0 of James Harden's 115 points over the last 2 games have been assisted on. #SCFactspic.twitter.com/NSH7JtIJTy — SportsCenter (@SportsCenter) January 17, 2019Michael Jordan skoraði 69 stig og 49 stig í leikjum sínum 28. og 30. mars árið 1990 en Kobe Bryant var með 37 stig og 81 stig í leikjum sínum 20. til 22. janúar 2006. Báðir voru þeir því með 118 stig samanlagt. Jordan nýtti 43 af 71 skoti sínu í leikjunum tveimur (61%) og skoraði 29 stig af vítalínunni en Kobe Bryant nýtti 40 af 79 skoti sínu í leikjunum tveimur (51%) og skoraði 27 stig af vítalínunni. Harden nýtti 33 af 67 skotum sínum í þessum tveimur leikjum (49%) og 38 stiga hans komu af vítalínunni. Harden gaf 8 stoðsendingar með 115 stigum, Jordan gaf 10 stoðsendingar með sínum 118 stigum og Kobe var með 8 stoðsendingar með sínum 118 stigum. Þrátt fyrir þessa frammistöðu þá var Harden mjög pirraður í leikslok enda tapðist leikurinn. Hér fyrir neðan sést hann strax eftir leik.Harden wasn't having it pic.twitter.com/7Mohp1OsSf — Bleacher Report (@BleacherReport) January 17, 2019With 58 points tonight, James Harden is averaging over 40 PPG for the last 20 games. The most consecutive games averaging 40 PPG: Wilt Chamberlain - 515 Elgin Baylor - 33 Kobe Bryant - 23 Rick Barry - 22 James Harden - 20 pic.twitter.com/wGgyE4wMLq — NBA.com/Stats (@nbastats) January 17, 2019
NBA Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira